Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust

Ég geri kröfu til þess að lífeyrir aldraðra verði hækkaður strax í haust. Þessi lífeyrir er í dag skammarlega lágur og dugar hvegi  nærri til framfærslu.
Eins og Framsókn hefði verið í stjórn!
Að því er varðar kjaramál aldraðra og öryrkja hefur ekkert gerst enn   þó 4 mánuðir  séu liðnir síðan ríkisstjórnin tók við völdum.Ástandið væri því ekkert verra í þeim málum þó Framsókn væri enn í stjórn.Kjósendur Samfylkingarinnar reiknuðu með  árangri strax í sumar miðað við kosningaloforðin.Eldri borgarar  taka ekki mark á neinum afsökunum í þessu efni. Það þarf ekkert að kanna eða athuga í þessu efni. Það hefur allt verið gert áður. Það þarf einfaldlega að hækka lífeyrinn og til þess þarf aðeins pólitískan vilja. Það eru nógir peningar til.
Björgvin Guðmundsson

Aldraðir eiga að bíða

Á fundi flokksstjórnar Samfylklingarinnar á Selfossi í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður,að  tillögur um fyrstu aðgerðir í þágu aldraðra yrðu lagðar fram fyrir áramót.Það er ljóst samkvæmt þessum ummælum,að ríikisstjórnin ætlar að láta aldraða bíða. Hún telur greinilega ekki liggja á að bæta kjör þeirra.Það er ekki eins mikill asi á ríkisstjórninni nú eins og fyrir kosningar þegar þurfti að fá atkvæði aldraðra.Ég hefi margoft  tekið fram,að það þarf að bæta kjör aldraðra strax. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það má byrja á því að hækka lífeyri aldraðra um ákveðna upphæð sem fyrsta skref  í því að leiðrétta kjör þeirra. Það á að gera strax og þing kemur saman.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 23. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband