Sunnudagur, 23. september 2007
Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust
Sunnudagur, 23. september 2007
Aldraðir eiga að bíða
Á fundi flokksstjórnar Samfylklingarinnar á Selfossi í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður,að tillögur um fyrstu aðgerðir í þágu aldraðra yrðu lagðar fram fyrir áramót.Það er ljóst samkvæmt þessum ummælum,að ríikisstjórnin ætlar að láta aldraða bíða. Hún telur greinilega ekki liggja á að bæta kjör þeirra.Það er ekki eins mikill asi á ríkisstjórninni nú eins og fyrir kosningar þegar þurfti að fá atkvæði aldraðra.Ég hefi margoft tekið fram,að það þarf að bæta kjör aldraðra strax. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það má byrja á því að hækka lífeyri aldraðra um ákveðna upphæð sem fyrsta skref í því að leiðrétta kjör þeirra. Það á að gera strax og þing kemur saman.
Björgvin Guðmundsson