Það þarf aðgerðir strax í málefnum eldri borgara

Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar var vikið að nokkrum málum sem Samfylkingin hefur hafið undirbúning að sl. 4 mánuði.Þar ber hæst aðgerðaráætlun í þágu barna og ungmenna,sem samþykkt var á sumarþinginu eftir þingkosningarnar.Það er raunar eina málið frá Samfylkingunni,sem samþykkt var á sumarþinginu. Hér er um mjög mikilkvægt mál að ræða og enda þótt um áætlun sé að ræða er verið að hefja framkvæmd aðgerða í þágu barna og ungmenna. Hið sama er að segja um ráðstafanir til þess að stytta biðlista eftir vist fyrir geðveik börn.Formaður Samfylkingarinnar nefndi einnig nefnd, sem hefur verið skipuð til þess að fjalla um breytingar á húsnæðiskefinu, m.a. til þess að bæta stöðu láglaunafólks á húsnæðismarkaði, aðgerðir til þess að draga úr kynbundnum launamun og hún kvað í undirbúningi að einfalda almannatryggingakerfið.Formaður sagði,að tillögur um fyrstu aðgerðir í þágu aldraðra ættu að koma fram fyrir áramót Það er of seint.Ljóst er að margt er í undirbúningi og margar nefndir hafa verið skipaðar En í sumum málum þarf ekki að skipa nefnd, heldur þarf að framkvæma breytingar strax.Þetta á við um málefni aldraðra og öryrkja. Í málefnum þessara hópa liggur alveg fyrir hvað þarf að gera Það liggur fyrir álit stjórnskipaðrar nefndar um aðgerðir í málefnum öryrkja.Og það liggja fyrir mörg álit frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landssambandi eldri borgara um aðgerðir í kjaramálum aldraðra.Auk þess hefur Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi félagsmálaráðherra, flutt fjölmargar tillögur á alþingi um aðgerðir í kjaramálum aldraðra og Samfylkingin flutti slíkar tillögur á alþingi sl. vetur.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 24. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband