Steingrímur gagnrýnir Framsókn

Steingrímur Hermannsson,fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í kastljósi sl. sunnudag,að hann hefði fremur slitið stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum en að samþykkja stuðning við  árás á Írak.Hann  sagði,að stuðningur framsóknar við innrásina í Írak hefði farið verst með flokkinn.En auk þess sagði Steingrímur,að Framsókn hefði  unnið alltof lengi með Sjálfstæðisflokknum og hnífurinn hefði ekki gengið á milli flokkanna. Það hefði verið  farið of langt í einkavæðingu  og of ört. Þá gagnrýndi hann græðgisvæðinguna harðlega.

 

Björgvin Guðmundssson


Bloggfærslur 25. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband