Samfylkingin vill aukinn jöfnuð

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,formaður Samfylkingarinnar,sagði m.a. eftirfarandi á síðasta flokksstjórnarfundi flokksins: Ljóst er að íslensku launafólki er mjög misboðið hvernig misskipting auðs og áhrifa hefur aukist í íslensku samfélagi á undanförnum árum en birtingarmynd þess blasir við okkur á hverjum degi í formi frétta af ævintýralegum gróða einstaklinga af fyrirtækjum sem ganga kaupum og sölum og miklum veislum sem íslenskir auðmenn halda sjálfum sér og hver öðrum til heiðurs. Ég dreg ekki í efa atorku, hugvit eða áhættu þessara einstaklinga en við skulum líka hafa í huga að verður er verkamaðurinn launanna. Ég hef oft sagt það áður, og ég segi það enn, aukinn ójöfnuður vegur að þeirri samkennd sem hefur verið aðall íslensks samfélags og sem við megum ekki fyrir nokkra muni tapa. Þess vegna er mikilvægt að stefna að því í komandi kjarasamningum að ná sem víðtækastri sátt milli atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og stjórnvalda um hvernig megi bæta stöðu þeirra sem lökust hafa kjörin og vinna sig í átt að auknum jöfnuði á komandi árum.   

Ég tek undir þessi orð formanns Samfylkingarinnar. En þetta er ekki nóg til þess að stuðla að auknum jöfnuði. Það þurfa einnig að koma til ráðstafanir í skattamálum,velferðarmálum og í fiskveiðistjórnarmálum. Lækka þarf skatta einstaklinga verulega. Skattar fyrirtækja hafa verið lækkaðir mikið en skattar

einstaklinga hafa haldist háir. Skattleysismörkin þurfa að stórhækka. Þau þurfa að hækka í 140 þúsund krónur á mánuði eins og Öryrkjandalagið fer fram á.Leiðrétta þarf lífeyri frá almannatryggingum.Það þarf að stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja. Það er jöfnunaraðgerð.Og síðast en ekki síst þarf að stokka upp kvótakerfið. Hið rangláta kvótakerfi á einna stærsta þáttinn í auknum ójöfnuði í þjóðfélaginu.Það verður að gerbreyta því eða afnema með öllu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Grunnlífeyrir aldraðra og öryrkja verði tvöfaldaður

Öryrkjabandalagið   hefur sett fram kröfur sínar í tengslum við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár.Öryrkjabandalagið krefst þess, að grunnlífeyrir öryrkja og aldraðra verði tvöfaldaður,þ.e.  hækki úr tæplega 25 þúsund krónum í 50 þúsund á mánuði. Þessi krafa er í samræmi við stefnu nýs formanns Landssambands eldri borgara sem vill  stórhækka grunnlífeyri aldraðra.Þá vill  Örykjabandalagið að skattleysismörkin verði hækkuð úr 90 þúsund á mánuði í 140 þúsund. Slík breyting yrði mikil kjarabót bæði fyrir aldraða og öryrkja og raunar einnig fyrir láglaunafólk yfirleitt.Öryrkjabandalagið vill einnig að frítekjumark verði hækkað í 75 þúsund á mánuði.Tillögur Örykjabandalagsins  eru mjög athgyglisverðar.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 26. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband