5-600 í fiskvinnslu missa vinnuna

Í  gær var 100 starfsmönnum í fiskvinnslu á  Eskifirði og í Þorlákshöfn sagt upp störfum. Aðalástæða uppsagnanna  var þriðjungs niðurskurður þorskveiðiheimilda.Búist er  að alls muni 5-600 manns í fiskvinnsluhúsum missa vinnuna vegna niðurskurðar þorskkvóta.Það eru10-12% alls mannafla i fiskvinnslu. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar munu lítið sem ekkert gagnast þessu fiskvinnslufólki.Þær gagnast fyrst og fremst öðru starfsfólki.

Nauðsynlegt er að til komi frekari mótvægisaðgerðir sem fyrst og fremst gagnist   fiskvinnslufólki og sjómönnum.  Sú aðgerð sjávarútvegsráðherra  að skera niður fiskveiðiheimildir um þriðjung var alltof  harkaleg. Ráðherra  hefði átt að fara milliveg í málinu.Þessi aðgerð  hans lendir á sjávarbyggðunum um allt land og kemur til viðbótar slæmum afleiðingum kvótakerfisins. Hún kemur einnig til viðbótar slæmum afleiðingum hás gengis krónunnar.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 28. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband