Geir:Gera á betur fyrir aldraða og öryrkja

 

Geir Haarde,forsætisráðherra,hélt ræðu á fundi flokksmanna sinna í morgun og ræddi stjórnarsamstarfið.Sagði Geir ekki hafa verið áhuga fyrir því að mynda kyrrstöðuríkisstjórn, samstarfið við Samfylkinguna hafi gert mögulegt að gera víðtækari breytingar en tekist hefði með því að halda áfram fyrrverandi stjórn eða með annars konar samstarfi.

Forsætisráðherra sagði sterka stöðu ríkissjóðs gefa tækifæri til að gera betur  en áður, t.a.m. fyrir eldri borgara og öryrkja. Þá sé átak hafið í að styrkja innviði á borð við samgöngur og fjarskipti.

 Geir sagði unnt  að gera frekari skattaumbætur, sem hann sagði annað orð yfir skattalækkar.

Það ber að fagna ummælum Geirs um málefni aldraðra og öryrkja.Satt að segja  eru menn orðnir  hissa á seinagangi stjórnarinnar í þeim málum.Einnig er ánægjulegt,að stjórnin ætli að  lækka skatta.En það gildir um báða þessa málaflokka,skattmál og mál aldraðra,að menn vilja   sjá framkvæmdir  ekki bara orð.

Björgvin Guðmundsson


Lægstu laun hækki um 30%

Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ sagði í gær,að reikna mætti með því að verkalýðsfélögin gerðu kröfu um 30% hækkun lægstu launa,er samningar yrðu lausir  um áramótin.Þessi ummmæli forseta ASÍ  koma ekki á óvart. Kjör hinna lægst launuðu eru orðin óviðunandi  og hið sama á við um kjör aldraðra og öryrkja. Þess   vegna verða þessi kjör að stórhækka. Það dugar ekkert hálfkák.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 29. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband