Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Ríkisstjórnin hafnar sérstökum skattafslætti fyrir þá lægst launuðu
Ríkisstjórnin hefur nú hafnað tillögum ASÍ um sérstakan persónuafslátt fyrir þá læst launuðu.Þar sem er úr sögunni,að heildarsamkomulag náist milli verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda með aðkomu ríkisvaldsins.ASÍ var að reyna að koma á hóflegum samningum svo verðbólga færi ekki úr böndunum en forsenda slíkra samninga var sérstakur skattafsláttur fyrir þá lægst launuðu. Það stendur í stjórnarsáttmálanum að rikisstjórnin vilji auka jöfnuð í þjóðfélaginu og bæta kjör þeirra lægst launuðu. En þetta virðast aðeins vera marklaus orð á pappír.Hið sama er að segja um það ákvæði stjórnarsáttmálans, að styrkja stöðu aldraðra.Þrátt fyrir það akvæði hefur lífeyrir aldraðra enn ekki verið hækkaður um eina krónu frá almannatryggingum.
Afstaða ríkisstjórnarinnar til skattatillagna ASÍ getur leitt til þess að gerðir verði verðbógusamningar.Nú fara samningarnir í hendur hinna ýmsu sérsambanda verkalýðshreyfingarinnar. Kröfur þeirra verða mikið hærri en ella hefði orðið. Það verða gerðar miklar kröfur um hækkun lægstu launa sem eðilegt er,þar eð ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim smánarlaunum,sem þeim lægst launuðu eru greidd í dag.
Björgvin Guðmundsson