Á hverju stendur,Jóhanna?

 

Allra augu mæna nú til Jóhönnu Sigurðardóttur,félags-og tryggingamálaráðherra.Menn bíða þess að sjá hvað hún ætlar að gera í lífeyrismálum aldraðra.Hún hefur ekkert gert enn. Hún tók við lífeyristryggingum almannatrygginga og yfirstjórn Tryggingastofnunar um síðustu áramót.En hún var byrjuð að undirbúa þá yfirtöku fyrir áramót og búin að skipa nefndir og starfshópa til þess að fjalla um þessi mál löngu fyrir áramót. En ekkert hefur samt gerst nema birting yfirlýsingar um að eitthvað verði gert  til þess að draga úr tekjutengingum á þessu ári.

Hvað dvelur orminn langa?

Hvað dvelur orminn langa?Eftir hverju bíður Jóhanna? Er hún að bíða eftir að fá grænt ljós frá íhaldinu? Ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald. Hver ráðherra ræður sínum málaflokki. Það þýðir því ekki af afsaka sig með því að það standi á Sjálfstæðisflokknum.Jóhanna verður að leggja fram sínar tillögur um hækkun á lífeyri aldraðra.Hún hefur flutt slíkar tillögur mörg undanfarin  ár,þar á meðal um afkomutryggingu aldraðra. Allar athuganir og tillögur eru því tilbúnar. Nú vantar bara viljann og kjarkinn.

Leiðréttingar má gera í áföngum

Jóhanna getur strax lagt fram tillögur um afkomutryggingu aldraðra, um að lífeyrir aldraðra hækki sjálfvirkt í samræmi við breytingar á framfærslukostnaði eða neyslukostnaði, t.d. í samræmi við neyslukönnun Hagstofu Íslands. Leiðréttingar má gera í áföngum,þannig að aukin útgjöld dreifist á ákveðinn tíma.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 14. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband