Mikilvægast að hækka lífeyrinn

 

Á heimasíðu Landssambands eldri borgara ( www.leb.is) er grein um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5.desember 2007.Þar er fjallað um hvað raunverulega felst í þeirri yfirlýsingu..

  Ríkisstjórnin er ánægð með þessa yfirlýsingu  og telur,að hún hafi gert mikið í málefnum aldraðra og öryrkja með því gefa þessa yfirlýsingu út  enda þótt hún taki ekki gildi fyrr en eftir marga mánuði..

  Stærstu atriðin í þessari yfirlýsingu eru þessi:

Frá og með 1.júlí n.k. eiga eldri borgarar,67-70 ára,  geta unnið fyrir 100 þúsund krónum á mánuði án þess það skerði tryggingabætur þeirra. ( 100 þúsund króna frítekjumark á mánuði).Þetta kostar 600 þúsund á árinu 2008.

Frá 1.apríl eiga tekjur maka ekki skerða tryggingabætur ellilífeyrisþega.. Kostnaður 1,3 milljarðar í ár.- Það er eftir samþykkja lög um þessar breytingar. Ráðgert er gera það næsta vor.

 Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst hefur reiknað út   auknar skatttekjur af  vinnu eldri borgara  á vinnumarkaðnum muni nema  4 milljörðum króna  á´ári við minni skerðingar tryggingabóta  eldri borgara. Þar er miðað við,að 30% eldri borgara nýti sér það vinna.

Samkvæmt þessu kostar það ríkið ekki neitt   minnka skerðingu tryggingabóta.

 Eldri borgarar telja mikilvægt   dregið úr skerðingu tryggingabóta og helst vilja þeir skerðingar verði með öllu afnumdar eins og gert hefur verið í Svíþjóð.

 En mikilvægast telja eldri borgarar það hækka lífeyrinn frá almannatryggingum. Lífeyrir aldraðra á vera það hár hann dugi fyrir neyslukostnaði samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands.Það þarf að hækka lífeyri einstaklinga um  tæpar 100 þúsund kr. á mánuði til þess  að ná því marki.Það hefði átt byrja á því hækka lífeyrinn. Það er ennþá mikilvægara en draga úr tekjutengingum.

 

   Björgvin Guðmundsson.  


Það verður að breyta kvótakerfinu

   Samþykkt Mannréttindanefndar  Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið íslenska var rædd á alþingi í gær. Guðjón Arnar formaður Frjálslynda flokksins bar fram fyrirspurn um málið til forsætisráðherra. Geir Haarde forsætisráðherra kvaðst ekki telja nauðsynlegt breyta lögum um kvótakerfið vegna samþykktar Mannréttindanefndar . Guðjón Arnar var á öndverðum meiði. Hann kvaðst telja nauðsynlegt breyta kvótakerfinu  vegna  afstöðu Mannréttindanefndar .

  Ég er sammmála Guðjóni. Mannréttindanefnd . telur,að Ísland brjóti mannréttindi með kvótakerfinu eins og það er framkvæmt. Það mismunar borgurunum. Kerfið er ósanngjarnt.og er í rauninni brot á stjórnarskrá landsins. Samkvæmt stjórnarskránni skal  ríkja atvinnufrelsi í landinu en  kvótakerfið sviptir marga atvinnufrelsi. Þeir ekki stunda útgerð og sjósókn,þar þeir hafa ekki kvóta. Það verður leiðrétta kerfið og gera öllum,sem það vilja, kleift stunda útgerð og sjósókn.

 Ríkisstjórnin getur ekki hundsað samþykkt Mannréttindanefndar . Hún verður taka tillit til nefndarinnar og breyta kvótakerfinu.

 

  Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 16. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband