Hvers vegna er lífeyrir aldraðra ekki hækkaður?

Hvers vegna hækkar ríkisstjórnin ekki lífeyri aldraðra frá almannatryggingum eins og lofað var fyrir kosningar? Hvers vegna segir ríkisstjórnin, að hún sé að bæta kjör aldraðra, þegar hún er eingöngu að draga úr tekjutengingum,sem aðeins koma hluta eldri borgara til góða? Ellilífeyrisaldur er 67 ára.Þegar fólk hefur náð  þeim aldri getur það farið á eftirlaun. Það hefur þá lokið starfsævi sinni. Þeir eru tiltölulega fáir,sem vilja halda áfram að vinna.Aðgerðir ríkisstjórnar til þess að bæta kjör aldraðra eiga að sjálfsögðu að miðast við þá,sem eru orðnir ellilífeyrisþegar og hættir störfum. Aðgerðirnar eiga ekki eingöngu eða fyrst ig fremst að miðast við þá sem eru heilsuhraustir og kjósa að vinna áfram. Það er mikill minnihluti  aldraðra Og það á ekki að blekkja eldri borgara og tala eins og það sé verið að bæta  kjör allra eldri borgara, þegar aðeins er verið að bæta kjör þeirra, sem eru á vinnumarkaðnum.
Það eru nú 8 mánuðir frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum en samt hefur lífeyrir aldraðra,sem hættir eru að vinna, enn ekki hækkað um eina krónu fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar.
Björgvin Guðmundsson

Verkföll í undirbúningi

Starfsgreinasambandið  hefur nú hafið undirbúning verkfalla.Það eru tvær ástæður fyrir því. Aðalástæðan er sú,að  ríkisstjórnin með stuðningi vinnuveitenda hafnaði ósk verkalýðshreyfingarinnar um sérstakan skattafslátt fyrir þá lægst launuðu. Það var búið að leggja mikla vinnu í heildarsamninga  til langs tíma sem m.a. byggðust á sérstökum skattafslætti fyrir láglaunafólk. Það hef'i verið skynsamlegt að semja á þeim nótum. En vinnuveitendur ráku harðan áróður gegn slíkum samningum og drápu sérstakan skattafslátt. Hin ástæðan fyrir því að Starfsgreinasamnandið undirbýr nú verkföll er sú,að himinn og haf greinir að sjónarmið  aðila varðandi samningslengd. Vinnuveitendur vilja semja til langs tíma en Starfsgreinasambangið vill semja til stutts tíma. Verðbólga er það mikil og svo mikil óvissa  í efnahagsmálum að verkalýðshreyfingin þorir ekki að semja til langs tíma. Ef sérstakur skattafasláttur hefði náð fram að ganga hefði verkalýðshreyfingin getað sætt sig við hóflegar kauphækkanir. En nú verða verkalýðsfélögin að knýja fram verulegar kauphækkanir.
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 18. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband