Foringjaræðið er blettur á stjórnmálaflokkunum

Bókin um Guðna  fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir  Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans,Ágústs Þorvaldssonar, sem   átti oft ekkert að  borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða.En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftarlegu átök í Framsóknarflokknum. Menn vissu,að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en  menn höfðu ekki  ímyndunarafl til þess að  reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða  átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem formaður, þegar hann hætti.Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki  einstakt fyrir Framsóknarflokkinn. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýðræðisþróun  íslenskra stjórnmála.Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við formennsku í Framsókn,  þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og  hann gerði kröfu til  þess  að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann ( Halldór). Guðni segir í bókinni, að  Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær hann,Guðni,hætti.
Auðvitað er það mjög undanlegt,að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi  og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík.
Björgvin Guðmundsson

Mikil hækkun fasteignamats

Fasteignaeigendur munu hafa tekið eftir því nú,að fasteignamat húseigna þeirra var orðið hærra en brunabótamatið.Samkvæmt nýrri fasteignaskrá frá 31. desember 2007 var heildarfasteignamat á landinu öllu 4.065 milljarðar kr. Þar af var húsmat 3.345 milljarðar og lóðarmat 720 milljarðar. Fasteignamat hækkaði samtals um 18,5% frá fyrra ári. Brunabótamat fasteigna var 3.876 milljarðar og hafði hækkað um 9,5% frá fyrra ári.Er þetta í fyrsta sinn sem svo er. Ástæðan er sú,að fasteignaverð hefur hækkað meira  en byggingarkostnaður að undanförnu.

Flest sveitarfélög láta fasteignagjöldin hækka jafnmikið og fasteignamatið.Það er ekki sjálfsgefið,að svo sé.Þegar fasteignamat hækkar  jafnmikið og gerst hefur að undanförnu ættu fasteignagjöldin að hækka minna. Raunar er það fullkomin spurning hvort miða á einhver gjöld sveitarfélaga við mat á fasteignun. Það mætti endurskoða þann gjaldstofn.

 

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Fasteignamat í fyrsta sinn hærra en brunabótamat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband