Sunnudagur, 20. janúar 2008
Foringjaræðið er blettur á stjórnmálaflokkunum
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Mikil hækkun fasteignamats
Fasteignaeigendur munu hafa tekið eftir því nú,að fasteignamat húseigna þeirra var orðið hærra en brunabótamatið.Samkvæmt nýrri fasteignaskrá frá 31. desember 2007 var heildarfasteignamat á landinu öllu 4.065 milljarðar kr. Þar af var húsmat 3.345 milljarðar og lóðarmat 720 milljarðar. Fasteignamat hækkaði samtals um 18,5% frá fyrra ári. Brunabótamat fasteigna var 3.876 milljarðar og hafði hækkað um 9,5% frá fyrra ári.Er þetta í fyrsta sinn sem svo er. Ástæðan er sú,að fasteignaverð hefur hækkað meira en byggingarkostnaður að undanförnu.
Flest sveitarfélög láta fasteignagjöldin hækka jafnmikið og fasteignamatið.Það er ekki sjálfsgefið,að svo sé.Þegar fasteignamat hækkar jafnmikið og gerst hefur að undanförnu ættu fasteignagjöldin að hækka minna. Raunar er það fullkomin spurning hvort miða á einhver gjöld sveitarfélaga við mat á fasteignun. Það mætti endurskoða þann gjaldstofn.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
![]() |
Fasteignamat í fyrsta sinn hærra en brunabótamat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)