Föstudagur, 25. janúar 2008
Hvers vegna hækkar ríkisstjórnin ekki lífeyri aldraðra?
Hvers vegna hækkar ríkisstjórnin ekki lífeyri aldraðra frá almannatryggingum eins og lofað var fyrir kosningar? Hvers vegna segir ríkisstjórnin, að hún sé að bæta kjör aldraðra, þegar hún er eingöngu að draga úr tekjutengingum,sem aðeins koma hluta eldri borgara til góða? Ellilífeyrisaldur er 67 ára. Þegar fólk hefur náð þeim aldri getur það farið á eftirlaun. Það hefur þá lokið starfsævi sinni. Þeir eru tiltölulega fáir,sem vilja halda áfram að vinna.Aðgerðir ríkisstjórnar til þess að bæta kjör aldraðra eiga að sjálfsögðu að miðast við þá, sem eru orðnir ellilífeyrisþegar og hættir störfum. Aðgerðirnar eiga ekki eingöngu eða fyrst og fremst að miðast við þá sem eru heilsuhraustir og kjósa að vinna áfram. Það er mikill minnihluti aldraðra Og það á ekki að blekkja eldri borgara og tala eins og það sé verið að bæta kjör allra eldri borgara, þegar aðeins er verið að bæta kjör þeirra, sem eru á vinnumarkaðnum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 25. janúar 2008
Reykvíkingar mótmæla
Þegar fyrsti fundur borgarstjórnar var haldinn í gær eftir myndun nýs meirihluta var mikill fjöldi Reykvíkinga saman kominn á áheyrendapöllum til þess að mótmæla siðlausum vinnubrögðum við myndun hins nýja meirihluta. Svo mikil háreisti var á pöllunum,að ekki var fundar fært um tíma. Munu aldrei önnur eins mótmæli hafa verið við fund borgarstjórnar a.m.k. ekki síðan Gúttóslagurinn var. Þessi mótmæli ásamt skoðanakönnun sem sýnir að 75% eru andvíg nýja meirihlutanum segja sína sögu.
Björgvin Guðmundsson