Nýi meirihlutinn bruðlar með fé skattgreiðenda

Skýrt er frá því,að fyrsta ákvörðun nýs meirihluta borgarstjórnar hafi verið að kaupa kofana,Laugaveg 4 og 6  á  55o milljónir króna. Núverandi  eigandi keypti húsin á 250milljónir. Það er sem sagt verið að rétta honum  300 milljónir vegna þess að  Sjálfstæðisflokkurinn þurfti að ganga að þeirri fráránlegu kröfu Ólafs Magnússonar  að kaupa þess  ónýtu kofa.Það var búið að vísa  þessu máli til húsafriðunarnefndar. Hún var búin að samþykkja friðun húsanna þó ekki væri unnt að  sjá nein  rök fyrir því. Síðan átti málið að fara fyrir menntamálaráðherra sem átti að  taka lokaákvörðun um málið. Ef ráðherra hefði ákveðið friðun þessara húsa hefði ríkið þurft að greiða kostnaðinn. Það hefði verið eðlilegra ef á annað borð var  talin þörf á friðun. Ég tel enga þörf á henni. Þetta eru ónýtir kofar sem átti að rífa.Égsé ekki að þeir bjargi neinni húsalínu.

550 milljónirnar eru fyrsta greiðslan sem verður að inna af hendi fyrir valdaskiptin.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Borgin borgar um 550 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband