Sunnudagur, 27. janúar 2008
Ætti að vera unnt að kjósa?
Ekki er heimild fyrir því í núgildandi sveitarstjórnarlögum að fram fari kosningar til sveitarstjórnar á miðju kjörtímabili. En atburðir þeir sem átt hafa sér stað í borgarstjórn Ríkur leiða hugann að því,að það þyrfti að vera undanþáguheimild í lögunum fyrir því að kosningar færu fram við sérstakar aðstæður.Best væri að félagsmálaráðuneytið hefði heimild til þess að leyfa kosningar við alveg sérstakar aðstæður.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Skýr lög um kosningar til sveitarstjórna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Spaugstofan of gróf í gærkveldi
Margt skemmtilegt var í spaugstofunni í gærkveldi,þegar hún fjallaði um atburðina í borgarstjórn.En mér fannst spaugstofan fara yfir markið í umfjöllun sinni um Ólaf F.Magnússson,borgarstjóra.Hún var of gróf í umfjöllun sinni um heilsu Ólafs og eyddi of miklum tíma í að fjalla um heilsu hans.
Það hefur að vísu komið fram áður,að spaugstofan er miskunnarlaus í umfjöllum sinni um menn og málefni. hún hlífir engum. Hún hefur t.d. fjallað um biskup,kirkjuna og kristni á þann hátt sem ég tel ósæmilegt.Ef til vill þarf spaugstofan að taka sér tak.
Björgvin Guðmundsson