Kvótakerfið tekur tollinn sinn

540 starfsmenn hafa misst vinnuna síðan  ríkisstjórnin skar niður þorskveiðiheimildir.Niðurskurðurinn hefur bitnað verst á landsbyggðinni en þar var kvótakerfið áður búið að fara mjög illa með mjög mörg sjávarþorp.Mótvægisaðgerðirnar hafa ekki dugað nægilega. Meira verður að koma til.Hið rangláta kvótakerfi hefur ekki verndað þorksstofninn  á þann hátt,sem  vonir stóðu til. Kvótakerfið hefur brugðist en það hefur fært fáum aðilum ómældan gróða á kostnað fjöldans. Komi er tími til að stokka kerfið upp.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is 540 missa vinnu í fiskvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík skerða fjárhagsaðstoð til sjúkra og atvinnulausra

Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segist hafa velt fyrir sér hvort til greina komi að skilyrða fjárhagsaðstoð sem borgin veitir. Hún segir að þetta eigi að vera tímabundin aðstoð fyrir fólk í vanda  og að ekki ætti að hafa 200 einstaklinga á fjárhagsaðstoð   lengur en í eitt ár.Þessar skoðanir setti Jórunn fram á fundi Sjálfstæðisflokksins.Þetta er álíka gáfulegt og að samþykkja að engin megi vera veikur lengur en eitt ár.

Mér finnast sjónarmið Jórunnar nokkuð mikil íhaldssjónarmið og gamaldags.Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir löngu búinn að varpa slíkum sjónarmiðum fyriir róða.Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar hefur  um langt skeið verið skilyrt. Fyrir mörgum árum var það tekið upp að fjárhagsaðstoðin væri ákveðin samkvæmt ákveðnum kvarða þannig,að menn ættu rétt á vissri upphæð miðað  við fjárhagsafkomu og bætur frá almannatryggingum teknar inn í dæmið. Þótti þetta framför,þar eð áður var þetta  meira hentistefnu afgreiðsla hjá borginni.Jórunn virðist gleyma því,að samkvæmt lögum er sveitarfélögum skylt að veita aðstoð ( framfærslustyrki) ef menn geta ekki framfært sig.Margar         ástæður    geta  valdið  erfiðleikum fólks,veikindi,atvinnuleysi,slys  o.fl. Vegna þess hve bætur almannatrygginga eru naumt skammtaðar verða sveitarfélögin iðulega að hlaupa undir  bagga. Það þýðir ekkert fyrir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að  segja,að aðstoð eigi að vera tímabundin,t.d. í eitt ár. Veikindi og aðrir erfiðleikar geta  staðið lengur.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Hugsanlegt að skilyrða aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband