Sagan af 5 milljörðunum

Fimm milljarðarnir!

Ríkisstjórnin gaf yfirlýsingu 5.desember sl. um að hún ætlaði einhvern tímann á næsta ári að draga úr skerðingum tryggingabóta aldraðra og öryrkja.Ríkisstjórnin sagði þessar ráðstafanir kosta 5 milljarða á ári. Að kvöldi sama dags var viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur,félagsmálaráðherra um þessar ráðstafanir  í kastljósi Sjónvarpsins.Fréttakonan, sem ræddi við Jóhönnu, spurði með öndina í hálsinum: Og getur ríkisstjórnin  bara tekið 5 milljarða sí sona ( úr loftinu) Jóhönnu vafðist   tunga um tönn en hafði ekki fyrir því að leiðrétta fréttakonuna.Ljóst var, að samúð fréttakonunnar var öll með ríkisstjórninni en ekki  með öldruðum og öryrkjum. Fréttakonan hafði áhyggjur af því hvernig í ósköpunum ríkisstjórnin gæti látið heila 5 milljarða til aldraðra og öryrkja.Hún reiknaði greinilega með því að það yrði að reiða þessa peninga fram strax .Ef hún hefði unnið heimavinnu sína hefði hún komist að því, að þessar  væntanlegu ráðstafanir, sem átti eftir að  samþykkja á alþingi, hefðu ekki kostað  ríkissjóð nema 2,6 milljarða að  hámarki á árinu 2008.Og ef hún hefði kafað dýpra í málið hefði hún komist að því, að  þessar miklu ráðstafanir í þágu öryrkja og aldraðra hefðu ekki kostað neitt á árinu 2008. Samkvæmt könnun og útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst aukast skatttekjur ríkissjóðs um 4 milljarða  á ári við það að draga úr skerðingu tryggingabóta aldraðra.
.
Björgvin Guðmundsson



Bloggfærslur 3. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband