Sunnudagur, 6. janúar 2008
Mbl. vill sprengja meirihlutann í Rvk.
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag er fjallað um áramótagrein Geirs Haarde forsætisráðherra.En Geir ræðir í greininni myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu eftir kosningar og hvers vegna ekki hafi verið mynduð stjórn með Vinstri grænum.Styrmir Gunnnarsson ritstjóri Mbl. barðist hatrammlega fyrir því eftir kosningar,að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með VG og hefur Styrmir aldrei almennilega sætt sig við núverandi rikisstjórn. Þeir Guðmundur Ólafsson og Sigurður G. Tómasson á Útvarpi Sögu segja,að í rauninni sé Styrmir foringi stjórnarandstöðunnar.
Í Reykjavíkurbréfi í dag segir Mbl. ( Styrmir) að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að mynda meirihluta með VG í borgarstjórn Reykjavíkur og sprengja meirihlutann sem nú er við völd. Ef slíkt tækist gæti það orðið upphafið að samstarfi Sjálfstæðisflokksins og VG á landsvisu.Mbl. er sem sagt enn að berjast fyrir samstarfi við VG. Blaðinu liggur í léttu rúmi þó málefnalegur ágreiningur sé mikill milli íhalds og VG. Aðalatriðið er að koma Samfylkingunni frá völdum og VG til valda. Málefnin skipta engu máli í því sambandi.
Björgvin Guðmundsson