Miðvikudagur, 1. október 2008
Kristinn: Kaupin á GLITNI ólögleg
Kristinn Gunnarsson alþingismaður sagði í kastljósi í kvöld,að hann teldi kaup Seðlabankans á 75% hlut í Glitni vera ólögleg.Það væri aðeins gert ráð fyrir því,að Seðlabankinn gæti veitt lán,þegar um lausafjárskort væri að ræða en ekki væri gert ráð fyrir,að Seðlabankinn gæti notað hluta af gjaldeyrisvarasjóðnum til hlutafjárkaupa eins og nú ætti sér stað.Eiginfjárstaða Glitnis hefði verið góð og ekki þörf á því að bæta hana með aðkomu ríkis eða Seðlabanka. Kristinn hvaðst telja,að fjalla yrði um mál þetta á alþingi.
Sigurður G.Guðjónsson hrl. tók í sama streng í Íslandi í dag á Stöð 2. Hann sagði,að um bankarán hefði verið að ræða.Hluthafar Glitnis mundu leita annarra leiða fram að hluthafafundi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. október 2008
Fjárlögin:Tekjur 450 milljarðar.Halli 57 milljarðar
Ríkisstjórnin hefur í fyrsta sinn samþykkt rammafjárlög til næstu fjögurra ára. Þar kemur fram að halli á ríkissjóði verði 56,9 milljarðar króna á næsta ári, sem nemur 3,7% af vergri landsframleiðslu. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs árið 2009 verða 450,5 milljarðar en gjöldin verða 507,4 milljarðar.
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi í dag og tók fram að gert sé ráð fyrir minni hallarekstri næstu tvö árin þar á eftir, þ.e. 2010 og 2011, en síðan verði tekjuafkoma orðin jákvæð árið 2012.
Árni segir að staða ríkissjóðs sé sterk vegna góðrar afkomu undafarinna ára. Af þeim sökum sé hægt að mæta þeim samdrætti sem áætlaður er að verði í tekjum ríkissjóðs á næstu árum. Ætla megi að innistæða ríkisins í Seðlabankanum muni nema rúmum 170 milljörðum kr. í lok þessa árs. Til samanburðar var innistæðan 17 milljarðar árið 2004.
Í máli fjármálaráðherra kom fram að með því að leggja fram rammafjárlög til næstu ára sé verkefnum forgangsraðað í samræmi við áherslumál í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá er þeim ætlað að stuðla að þeirri meginstefnu ríkisstjórnarinnar að ríkisfjármálin gegni sveiflujafnandi hlutverki á tímabilinu.
Sem fyrr segir er áætlað að tekjur ríkissjóðs árið 2009 verði 450,5 milljarðar króna, sem er 13 milljörðum króna minna en í endurskoðaðri áætlun fyrir árið 2008. Skýrist það m.a. af lakari þjóðhagshorfum með minnkandi sköttum á tekjur og hagnað. Þannig muni persónuafsláttur hækka um 24 þúsund krónur frá næstu áramótum, en hann er jafnframt verðtryggður sem leiðir til þess að tekjuskattur einstaklinga skilar talsvert minna í ríkissjóð en ella. Raunar er áætlað að skattleysismörk hækki um 18 prósent.(mbl.is)
Það vekur athygli,að fjárlagafrumvarpið er lagt fram með halla. Það er vegna þess,að frumvarpinu er ætlað að vega á móti miklum samdrætti.Margir munu gagnrýna,að sú stefna sé valin en ég er sammála henni.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
57 milljarða króna halli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 1. október 2008
Óróinn jókst við þjóðnýtingu Glitnis
Seðlabanki og ríkisstjórn virðast hafa talið,að kaupin á 75% hlut í Glitni mundi róa markaðinn.En það varð þveröfugt.Óróinn jókst.hlutabréf féllu og gengið hélt áfram að falla,meira en áður eða um 5% í gær og 5% í morgun.Ég tel,að vinnuaðferðirnar við kaupin á hlut í Glitni hafi aukið óróann.Það var unnið að þessy með leifturhraða,m.a. að næturþeli eins og um myrkraverk væri að ræða,menn voru rifnir upp úr rúmunum um hánótt.Þetta var eins og í kvikmynd en ekki í raunveruleikanum. Og hvers vegna lá svo mikið á.Jú það átti að róa markaðinn áður en opnað væri á mánudagsmorgun. En áhrifin voru þveröfug.--Erlendu matsfyrirtækin hafa í kjölfar þjóðnýtingarinnar lækkað lánhæfiseinkunn ríkissjóðs og bankanna.Þjóðnýting Glitnis hefur ekki aukið tiltrú á fjármálamarkaðinn hér heldur þveröfugt.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 1. október 2008
Noregsdvöl 10 ára
Í dag eru 10 ár frá því ég fór til starfa í Noregi.Ég byrjaði störf í Osló 1.oktober 1998. og settist þar að ásamt konu minni,Við bjuggum á Oscarsgate,skammt frá konungshöllinni en ég starfaði í sendiráði Íslands,sem sendifulltrúi um 3 ja ára skeið.Sendiherra var Kristinn F. Árnason,mjög góður maður. Það var gott að vera í Osló og skemmtilegt að vinna í sendiráðinu.Synir okkar 6 komu allir í heimsókn til okkar í Osló,ásamt fjölskyldum sínum.
Ég hafði engan bíl fyrstu mánuðina,sem ég var í Osló.Ég gekk því daglega í vinnuna í sendiráðinu,sem var á Stortingsgata.Gekk ég þvert yfir hallargarðinn á morgnana og heim á kvöldin. Var þetta hressandi göngutúr og gerði mér mjög gott. Ég hafði verið með bakverki en þeir hurfu eins og dögg fyrir sólu við gönguferðirnar.Osló hefur tekið stakkaskiptum frá því sem áður var. Nú er borgin mjög eftirsótt ferðamannaborg og gefur Kaupmannahöfn ekkert eftir sem slík.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 1. október 2008
Straumur kaupir hlut í Landsbanka fyrir 55,4 milljarða
Straumur-Burðarás fjárfestingabanki og Landsbanki
Íslands hafa skrifað undir samkomulag um kaup Straums á meirihluta af erlendri starfsemi Landsbankans á sviði fyrirtækjaráðgjafar og verðbréfamiðlunar fyrir 380 milljónir evra, 55,4 milljarða króna.
Kaupin eru háð samþykki eftirlitsaðila í viðkomandi löndum. Straumur mun eignast Landsbanki Securities (UK) Limited og Landsbanki Kepler að fullu, og einnig 84% hlut Landsbankans í Merrion Landsbanki.
Kaupverðið er greitt með reiðufé, útgáfu víkjandi láns og sölu útlána. Eiginfjárstaða bankans er afar sterk eftir þessi viðskipti og er eiginfjárhlutfallið yfir 20%, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands.
Kaupin styrkja verulega starfsemi Straums á sviði fyrirtækjaráðgjafar og verðbréfamiðlunar í Evrópu. Hjá fyrirtækjunum sem um ræðir starfa alls um 680 manns í 9 Evrópulöndum auk Bandaríkjanna, sem þýðir að eftir kaupin starfa 1.200 starfsmenn í 18 löndum hjá Straumi og dóttur- og hlutdeildarfélögum bankans.
Fyrirtækin þrjú, sem samkomulagið lýtur að, búa að traustum viðskiptasamböndum og stórum hópi viðskiptamanna í öllum helstu fjármálamiðstöðvum Evrópu. Rétt eins og Straumur hafa þau einkum einbeitt sér að meðalstórum fyrirtækjum og lagt áherslu á staðbundna þekkingu og ráðgjöf. Samanlagt munu greinendur hinnar nýju samstæðu veita ráðgjöf um fjárfestingar í yfir eitt þúsund evrópskumfyrirtækjum," að því er segir í tilkynningu.
Samanlagðar tekjur fyrirtækjanna þriggja sem keypt eru námu á síðasta ári 232 milljónum evra. Samanlagður hagnaður þeirra fyrir skatt nam 30 milljónum evra.
William Fall, forstjóri Straums, segir í tilkynningu: Straumur hefur með þessu nýtt einstakt tækifæri sem bauðst til að auka umsvif bankans verulega, hasla honum völl á sviði fjárfestingabankastarfsemi og verðbréfamiðlunar á öllum helstu mörkuðum Evrópu og auka jafnframt vægi þeirrar starfsemi sem snýr að þjónustu við viðskiptavini.
Þetta er stórt skref fram á við fyrir bankann og samrýmist þeirri stefnu okkar að leggja aukna áherslu á þóknunartekjur og draga úr vægi langtímalánveitinga og eigin viðskipta í rekstrinum. Við teljum mikil verðmæti í því fólgin að veita þjónustu á grundvelli staðbundinnar sérþekkingar og ljóst er að fyrirtækin sem um ræðir, sem öll eru þekkt og mikils metin á starfssvæðum sínum, efla okkur verulega að þessu leyti."(mbl.is)
Viðræður voru í gangi um sameiningu bankanna en greinilegt er að aðilar hafa orðið áráttir um að stíga þetta milliskref,sem styrki báða aðila. Það kemur sér vel fyrir Landsbankann að fá 55,4 milljarða nú í lausafjárkreppunni en verulegur hluti er greiddur með reiðufé.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Straumur eignast hluta Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 1. október 2008
Sameinast Fréttablaðið og Morgunblaðið ?
Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, segir að engir samningar hafi verið undirritaðir um samstarf Árvakurs og 365 en fyrirtækin hafa um nokkurra missera skeið skoðað möguleika á að lækka kostnað í starfseminni með samvinnu á sviði dreifingar og prentrekstrar og í fleiri þáttum.
Þær aðstæður sem skapast hafa á auglýsinga- og pappírsmarkaði upp á síðkastið hafa gert þetta enn brýnna. Ég geri því ráð fyrir að félögin muni halda áfram samræðum um málið, segir Einar.
Segir hann að það sé skoðun stjórnenda Árvakurs hagkvæmasta rekstrarmódel Árvakurs sé útgáfa tveggja blaða og fréttavefjar til að tryggja hámarksnýtingu dýrra framleiðslukerfa og hámarksnálgun við markhópa auglýsenda.
Mbl. og Fréttablaðið eru helstu samkeppnisaðilar á dagblaðamarkaði.Það kemur því á óvart,að þessi blöð ræði samstarf hvað þá sameiningu. Sjálfsagt gæti falist hagræðing í því að hafa samstarf um prentun og dreifingu. En ekki má rugla saman ritstjórnarskrifstofum,þar eð þá væri í raun orðið um eitt blað að ræða. Blöðin eru mjög ólík og þannig þarf það að haldast.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Engir samningar undirritaðir um samstarf Árvakurs og 365 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |