Sunnudagur, 12. október 2008
Egill Helgason varð sér til skammar
Egill Helgason réðst með óbótaskömmum á Jón Ásgeir í Silfri Egils í dag. Agli var svo mikið niðri fyrir, að Jón Ásgeir fékk ekki að komast að til þess að svara fyrir sig. Egill Helgason sagði, að Jón Áseir og Baugur hefðu sett Ísland á hausinn. Egill kenndi Jóni um gjaldþrot allra bankanna. Hvers vegna var Egill að fá Jón Ásgeir í þáttinn. Hann hefði i alveg eins getað talað við sjálfan sig í þættinum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sunnudagur, 12. október 2008
Brutu ráðamenn bankanna af sér?
Norðmenn gengu í gegnum svipaða bankakreppu og við fyrir allmörgum árum. Þeir tóku málið föstum tökum. Ríkið yfirtók einhverja banka og rannsakað var mjög ítarlega hvort einhverjir ráðamenn bankanna hefðu brotið af sér. Svo reyndist vera í Noregi.Þeir voru látnir svara til saka.
Seðlabankastjóri kallaði ráðamenn viðskiptabankanna óráðsíumenn í kastljósi nýlega. Þessu mótmælti Kjartan Gunnarsson fyrrv, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins harðlega á fundi í Valhöll í gær, Það þarf ekki síður hér en í Noregi að rannsaka hvað fór úrskeiðis hjá bönkunum.Skuldir bankanna erlendis voru orðnar svo miklar að þær hefðu getað valdið þjóðargjaldþroti, ef ríkið hefði ekki gripið til ráðstafana. Hvar var eftirlit Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. október 2008
Kapitalisminn brást
Sunnudagur, 12. október 2008
Morgunblaðið og Fréttablaðið sameinast!
Samkomulag hefur náðst milli Árvakurs og 365 um að 365 eignist 35% í Árvakri.Pósthúsið verður aðili að samstarfinu. Eftir þessa breytingu verður dreifing blaðanna á einni hendi.Hér er merkilegt skref stigið. Mbl. og Fréttablaðið hafa verið aðalkeppinautarnir á dagblaðamarkaðnum. Að vísu mun sjálfstæði ritstjórna blaðanna haldast.Það vaktu mikla athygli á sínum tíma þegar Þorsteinn Pálsson var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Hann er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótti mörgum þá Fréttablaðið færast verulega nær Mbl. En Þosteinn hefur verið mjög sjálfstæður ritstjóri.Fróðlegt verður að sjá hvert framhaldið verður í þessari þróun.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. október 2008
Ísland fái lán hjá IMF án skilyrða
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir það sína skoðun, að Ísland eigi að sækja um stuðning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ólíklegt væri á þessu stigi að sjóðurinn setti of ströng skilyrði fyrir stuðningi.
Niðurstaða mín er sú að ef við óskum eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni aðrir seðlabankar og aðrar þjóðir renna í þá slóð, þannig að hér eiga að vera mjög tryggir möguleikar á að ná aftur upp gjaldeyrismarkaði á tiltölulega skömmum tíma, treysta gengið og fara í umtalsverða vaxtalækkun í framhaldinu, sagði Össur.
Að mati hans yrði einnig mjög athyglisvert ef Íslendingar yrðu fyrsta ríkið sem færi inn í aðstoðaráætlun Japana um lán úr 1000 milljarða dollara gjaldeyrisvarasjóði.( mbl.is)
Ég tel,að Ísland eigi að sækja um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) en við getum ekki samþykkt nein ströng skilyrði eins og hallalausan ríkisrekstur.Það er talsverður halli á fjárlagafrv, og við verðum að hafa slíkan halla til þess að geta haldð uppi öflugu vekferðarkerfi og aukið framkvæmdir og atvinnu nú þegar ýmislegt dregst saman vegna fjármálakreppunnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ísland á að sækja um stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |