Ísland nýtir gjaldeyrisskiptasamninga við Norðurlönd

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að nýta sér gjaldeyrisskiptasamninga við sem gerðir voru við Seðlabanka Noregs og Danmerkur fyrr á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Þar kemur fram að samningarnir nemi 400 milljónum evra, 200 milljónum frá hvorum banka. Þetta er jafnvirði um 60 milljarða króna samkvæmt gengi Seðlabankans í dag.

Það var þann 16. maí sem Seðlabanki Íslands gerði tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga við Seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Hver samningur um sig veitti aðgang að allt að 500 milljónum evra gegn íslenskum krónum eða alls 1,5 milljónum evra. Það er því ljóst að enn geta stjórnvöld fengið 1,1 milljón evra samkvæmt samningunum.(visir.is)

Það er ekki seinna vænna að nýta framangreinda gjaldeyrisskiptasamninga við Seðlabanka Svíþjóðar,Noregs og Danmmerkur.Forsætisráðherra Noregs hefur tekið vel í að hækka uppbæðina,sem samningurinn við Noreg tekur til. Áreiðanlega má hækka samningana við hin löndin einnig.

Björgvin Guðmundsson






Hverjir bera sökina?

Hvernig stendur á því að allt bankakerfið íslenska er komið á hliðina? Hverjr bera sökina? Upphafið má rekja til einkavæðingar bankanna. Það  voru stór mistök að einkavæða alla  ríkisbankana í einu og gefa þeim lausan tauminn við fjárfestingar og brask út um allan heim.Bankarnir  þöndust út og umsvif  þeirra voru orðin 12 föld þjóðarframleiðsla Íslands! Það mesta annars staðar var 4 föld þjóðarframleiðsla.

Þorvaldur Gylfason prófessor segir ,að Seðlabankinn hafi haft heimildir til þess að stöðva gífurlegar lántökur bankanna erlendis.Bankinn gat einnig aukið bindiskyldu bankanna en í staðinn var hún afnumin. Seðlabankinn gerði ekkert. Hann horfði á útþenslu bankanna með lokuð augun. Ef til vill ber Seðlabankinn mestu ábyrgðina.Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar,sem einkavæddi bankana ber einnig mikla ábyrgð og sú stjórn ber einnig mikla ábyrgð á því að hafa ekki látið Seðlabankann hafa strangt eftirlit með óhóflegum lántökum erlendis,svo óhóflegum að þær voru nær því búnar að gera Ísland gjaldþrota.Bankar og stjórnvöld bera mestu ábyrgðina,meiri en fyrirtækin sem tóku lán  hjá bönkunum.

 

Björgvin Guðmundsson


Jafnaðarmenn á Akureyri vilja í ESB

Jafnaðarmenn á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem formaður flokksins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nýverið sett fram um Evrópusambandið. Fram kemur í ályktun frá þeim að innganga í ESB sé eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar.

Með sama hætti og hin íslenska landsbyggð þurfi á jafnaðarhugsjóninni að halda, sé aðild að Evrópusambandinu efnhagsleg og félagsleg nauðsyn fyrir íbúa þessa lands.
 
„Að loknum ragnarökum nýfrjálshyggjunnar, sem við nú verðum vitni að, verður ríkisstjórnin að skilgreina samningsmarkmið aðildarviðræðna vegna inngöngu í ESB. Að þeim loknum fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um fulla aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru sem framtíðar gjaldmiðils þjóðarinnar,“ segir í ályktuninni sem Samfylkingin á Akureyri, 60+ á Akureyri og Ungir jafnaðarmenn á Akureyri undirrita.(mbl.is)

Æ fleiri mæla nú með aðild að ESB.Ingibjörg Sólrún,formaður,setti fram skýr sjónarmið í Mbl. í gær. Hún sagði,að verkefnið til skamms tíma  væri að taka upp samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. En til langs tíma væri verkefnið að sækja um aðild að ESB. Kristni Gunnarssyni alþm. kom þetta eitthvað á óvart. En það er á stefnuskrá Samfylkingar að sækja um aðild að ESB  ,ef þjóðaratkvæðagreiðsla samþykkir samningsmarkmið.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Innganga í ESB eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SPRON endurskipulagt

Unnið er að því að endurskipuleggja rekstur SPRON með tilliti til langtímahagsmuna og gjörbreyttu umhverfi fjármálafyrirtækja, segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Þar er bent á að þessar nýju aðstæður hafi neikvæð áhrif á rekstur SPRON. Enn fremur kemur fram að með falli Kaupþings séu forsendur fyrir sameiningu við bankann brostnar.

SPRON segir þó í tilkynningunni að starfsemi fyrirtækisins verði óbreytt og að starfsmenn muni kappkosta að þjónusta viðskiptivini sína. Þá hafi ríkisstjórnin áréttað að innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi séu tryggðar að fullu. „Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja sem trygging innstæðudeildar Tryggingasjóðs innstæðueigenda tekur til," segir í tilkynningunni.

Jóna Ann Pétursdóttir, forstöðumaður almannatengsla hjá SPRON, segir í samtali við Vísi að ekkert liggi fyrir um uppsagnir á starfsfólki og því geti bankinn ekki tjáð sig um það. Aðspurð hvort SPRON geti starfað áfram við núverandi aðstæður segir Jóna enn fremur að verið sé að gera ráðstafanir til þess að svo megi verða. ( ruv.is)

Það munaði hársbreidd,að búið væri að staðfesta samruna SPRON og Kaupþings. Ef það hefði verið búið hefði Spron að mestu glatast. En samruninn tók ekki gildi svo Spron starfar áfram.Vonandi tekst að endurreisa Spron. En Spron var byrjað að braska eins og bankarnir og var fariið að tapa ( hlutabréfin voru farin að falla).Græðgisvæðingin tók víða toll.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 14. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband