Fimmtudagur, 16. október 2008
Ingibjörg Sólrún til starfa hér á sunnudag
Samfylkingin efnir til fundar með flokksmönnum á sunnudag kl. 15 þar sem rætt verður um þau miklu tíðindi sem orðið hafa í fjármálakerfi landsins með tilheyrandi afleiðingum fyrir heimilin í landinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar mun setja fundinn með stuttu ávarpi.
Í kjölfarið munu Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fara yfir stöðuna, aðgerðir ríkisstjórnarinnar og atburði síðustu vikna. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar stýrir fundi, að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. (mbl.is)
Ingibjörg Sólrún dregur ekki af sér. Hún er í New York í dag vegna kosningarinnar í öryggisráðið,sem fram fer í dag.Og síðan heldur hún heim og strax á sunnudag mætir hún á fundi hjá Samfylkingunni.Það er útrúlegur kraftur í henni.
Björgvin Guðmundsson
T
![]() |
Ingibjörg Sólrún ávarpar fund Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. október 2008
Íslendingar kvarta undan Bretum við NATO
Íslendingar óskuðu eftir því á fundi NATO-ráðsins í gær að salurinn yrði rýmdur þannig að þar sætu aðeins fastafulltrúar aðildarríkjanna og framkvæmdastjóri bandalagsins.
Eftir að salurinn hafði verið rýmdur tók Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá NATO, til máls og gerði harða hríð að Bretum. Hann sagði Breta hafa misnotað hryðjuverkalöggjöf sína gegn Íslandi og valdið landinu miklu tjóni. Taldi hann aðgerðir Breta ógna öryggi þjóðarinnar í víðtækum skilningi.
Hugsanlegt fjögurra milljarða evra lán Rússa til Íslands mun einnig hafa komið til umræðu á þessum fundi. NATO mun lítt hrifið af þeim möguleika.
Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við fréttastofuna að þótt ekki sé algengt að fundir séu lokaðir hjá NATO-ráðinu gerist það þó öðru hvoru ef þurfi að ræða sérstaklega viðkvæm mál. Slíkt gerist einnig hjá öðrum alþjóðasamtökum eins og til dæmis Evrópusambandinu.
Morgunblaðið segir að eftir fundinn hafi Jaap de Hoop Scheffer hringt í Geir H. Haarde, forsætisráðherra og þeir rætt málið. Ekki hefur verið upplýst hvað þeim fór í milli. (visir.is)
Það var vel til fallið að kvarta formlega hjá NATO yfir Bretum. Þeir hafa hagað sér fólskulega við Íslendinga sem eru með þeim í NATO. Íslendingum gramdist þegar Bretar sendu herskip á okkur í þorskastríðinu.En það er ekki síður ástæða til þess að reiðast nú,þegar þeir beita hryðjuverkalögum gegn okkur.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 16. október 2008
Enn slæmt ástand í gjaldeyrismálum
Innlend greiðslumiðlun milli bankastofnana og viðskiptavina þeirra gengur vel, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Það sama á við um notkun íslenskra greiðslukorta, innanlands sem utan. Þótt innlend greiðslumiðlun sé með eðlilegum hætti verður ekki það sama sagt um greiðslur til og frá Íslandi. Þegar greitt er fyrir erlendan gjaldmiðil þurfa notendur kortanna að sjálfsögðu að gæta að genginu nú sem endranær.
Seðlabanki Íslands hefur tekið upp tímabundna hjáleið í greiðslumiðlun gagnvart útlöndum með því að beina greiðslum bankastofnana til og frá Íslandi um eigin reikninga og reikninga erlendra samstarfsaðila Seðlabankans sem að öðru jöfnu hafa ekkert með starfsemi íslenskra bankastofnana að gera.
Vandamálin við greiðslur til og frá Íslandi stafa bæði af aðstæðum hér á landi og erlendis. Gangsetning nýrra banka flýtir því að unnt verði að leysa hnúta sem myndast hafa. Nauðsynlegt er að sem fyrst verði ljóst hvernig starfsemi Kaupþings verði háttað, að því er segir í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. (mbl.is)
Ástandið með gjaldeyrisfærslur er orðið mjög alvarlegt.Útflutningur og iðnaður er að stöðvast vegna þess að gjaldeyrisgreiðslur berast ekki. Úr þessu verður að bæta strax.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Enn vandamál á gjaldeyrismarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. október 2008
Hárskerar hækka verðið.Allt hækkar.Á að afnema verðlagsfrelsið?
Ég fór til hárskera í morgun. Mér brá þegar ég fékk reikninginn.Hann var kominn upp í 3850 kr. fyrir einfalda klippingu.Verðið hefur verið að hækka ört á síðustu misserum.Raunar hefur allt verið að hækka,brauð hafa hækkað,matvörur hækka mikið o.s.frv. Það væri synd að segja að þeir sem búa við frjálst verðlag væru að reyna að halda verðbólgunni niður. Þessir aðilar athuga ekki,að með því að hækka allt núna eru þeir að stuðla að því að vextir haldist háir og hækki aftur.Það er slæmt fyrir atvinnulífið.Þegar allt hækkar kippir fólk að sér hendinni. Það kaupir minna og dregur það að kaupa ýmsa þjónustu. Raunar er mikil spurning hvort öll verðlagning á að vera frjáls í ástandi eins og er í dag. Það er neyðarástand og það kallar á neyðarráðstafanir.Ef til vill ætti að setja verðlagningu undir verðlagsákvæði á meðan ástandið er eins og það er. Verkafólk getur ekki hækkað laun sín frjálst eins og kaupmenn og framleiðendur og seljendur þjónustu. Verkafólk sætir kjaraskerðingu
.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 16. október 2008
Einkavæðingin setti bankana á hausinn
Fimmtudagur, 16. október 2008
245 milljarðar í sérsjóðum bankanna
Skilanefndir Kauþings, Landsbankans og Glitnis hafa sent Fjármálaeftirlitinu tillögur um hvernig gera eigi upp við þá sem eiga peninga í peningamarkaðs-og skuldabréfasjóðum í bönkunum. Í sjóðunum eru um 245 milljarðar króna. Lokað hefur verið fyrir viðskipti í skuldabréfa- og peningamarkssjóðum bankanna síðan á mánudaginn í síðustu viku.
Heildarupphæð í sjóðum Glitnis er um 90 milljarðar króna, í Landsbankanum er upphæðin 115 milljarðar og í Kaupþingi er talan rúmir 40 milljarðar króna. Sjóðirnir samanstanda af skuldabréfum fyrirtækja, banka, ríkisskuldabréfum og innistæðum í bönkum.
Það er misjafnt hvernig sjóðirnir standa, stærstu skuldarar í peningamarkssjóði 9 hjá Glitni eru t.d. Glitnir, Straumur og Baugur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa allar skilanefndir bankanna útfært leiðir til að gera upp við sjóðseigendur og er málið nú á borði Fjármálaeftirlitsins. Meðal þess sem rætt er um er að finna sameiginlega lausn fyrir alla bankana.(ruv.is)
Ekki er vitað hvað mikið fæst greitt úr umræddum sjóðum. Ef til vill verður það um helmingur.Það bætir stöðuna,að ekki munu vera nein hlutabréf í þessum sjóðum.
Björgvin Guðmundsson
Innlendar fréttir
Erlendar fréttir
Íþróttir
Leit
Breyta leturstærð
Fimmtudagur, 16. október 2008
Bandarískur fjárfestingarsjóður vill yfirtaka rekstur Landsvirkjunar
Bandarískur fjárfestingarsjóður, Riverstone Holdings, vill kaupa tekjustrauma Landsvirkjuna eða einstakra virkjana til 10-15 ára og greiða fyrirfram. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 en þar sagði, að fulltrúar sjóðsins hefðu átt fund með forsvarsmönnum Landsvirkjunar í síðustu viku.(mbl.is)
Það kemur ekki til greina að ganga að þessu tilboði. Landsvirkjun er eitt af okkar mikilvægustu fyrirtækjum. Og við þurfum einmitt á því að halda nú þegar erfiðleikar steðja að.Landsvirkjun á að vera í höndum ríkisins og hafa forgöngu um virkjanir bæði innan lands og utan.
Björgvin Guðmundssson
![]() |
Fjárfestingarsjóður vill yfirtaka rekstur virkjana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |