Icelandair flytur störf til Íslands frá útlöndum

Icelandair hefur ákveðið að hætta starfsemi sérstaks þjónustuvers í Bandaríkjunum og styrkja með því grundvöll höfuðstöðvanna í Reykjavík. Með þessari ráðstöfun flytjast verkefni frá Bandaríkjunum til Íslands sem 16 einstaklingar hafa sinnt í Maryland í Bandaríkjunum.

Starfsemin á Íslandi verður efld, opnunartími lengdur og símtölum viðskiptavina bæði austan hafs og vestan svarað hér heima, samkvæmt tilkynningu.

Í þjónustuverinu starfa fargjaldasérfræðingar sem tala fjölmörg tungumál og er símtölum sjálfkrafa vísað á starfsmenn eftir því frá hvaða löndum þau berast. Eftir breytinguna verður lögð höfuðáhersla á markaðs- og sölustarf á skrifstofu félagsins í Maryland í Bandaríkjunum.

Á sama tíma verða breytingar á starfi Icelandair í Evrópu þegar sölusvæði félagsins í Frakklandi og Þýskalandi sameinast undir stjórn Einars Páls Tómassonar svæðisstjóra í Frankfurt.

Að undanförnu hefur Icelandair sett meiri þunga í markaðsstarf sitt erlendis, að hluta til með því að minnka tímabundið markaðssókn á Íslandi. Viðbrögð við aukinni markaðssókn erlendis hafa verið jákvæð, samkvæmt tilkynningu.

„Allar ákvarðanir sem teknar eru miða að því að styrkja stöðu Icelandair. Hagsmunir fyrirtækisins og Íslendinga eru að virkja markaði erlendis, til dæmis með því að vekja athygli á Íslandi sem hagstæðum áfangastað,“ segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair.(mbl.is)

Þetta er fagnaðarefni. Ættu fleiri fyrirtæki með starfsemi erlendis að taka sér Icalandair til fyrirmyndar í þessu efni og flytja störf heim eftir því, sem mögulegt er. Það  eykur vinnu á Íslandi og á því er mikil þörf.

Björggvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Þjónustuver í Bandaríkjunum flutt til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FEB:Stöndum vörð um ævisparnað og lífeyri eldri borgara

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni lýsir stuðningi sínum við alla viðleitni ríkisstjórnar Íslands til að leysa á réttlátan hátt úr fjárhagsþrengingum íslensku þjóðarinnar. Treystir félagið því að hlutur eldri borgara verði ekki fyrir borð borinn með skertum ævisparnaði þeirra og lífeyrisréttindum, segir í tilkynningu frá félaginu.

Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra sagði í viðtali ,að góðærið hefði ekki verið notað til þess að bæta kjör eldri borgara. Þar var hún að vísa til stjórnartíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En það sama á við um fyrsta ár núverandi stjórnar. Það var ekki notað til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja þó nógir peningar væru til.Aðeins kjör þeirra sem voru á vinnumarkaði voru bætt. En hinir sem hættir voru að vinna voru skyldir eftir.Þrátt fyrir fjármálakreppu verður að bæta úr þessu Það má ekki mismuna eldri borgurum. Það verður að bæta kjör eldri borgara,sem hættir eru að vinna á sama hátt og hinna sem eru á vinnumarkaði.

 

Björgvin Guðmundsson


Sþ.: Loforðin héldu ekki

Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ljóst að gefin loforð um stuðning við framboð Íslendinga til öryggisráðsráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki haldið. Hann telur ljóst að gjörningaveður undafarinna vikna hafi haft áhrif á framboð Íslands. ,,En það kemur dagur eftir þennan dag."

Ísland fær ekki sæti í öryggisráðinu árin 2009 til 2010 en þetta kom í ljós við atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu fyrir stundu.

,,Eftir stendur að að við höfum byggt upp samband við fjölmörg ríki og opnað dyr sem munu nýtast í framtíðinni," segir Árni Páll og bætir við að reynsla seinustu missera sanni að óvarlegt sé að treysta einungis á þjóðir í nágrenni Íslands.(ruv.is)

Ég tek undir með Árna Páli.Loforð um stuðning héldu ekki. Mörg ríki sem lofuðu okkur stuðningi hafa hætt við stuðning vegna fjárhagserfiðleika okkar.Það var lélegt hjá þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


Tilboði lífeyrissjóða í Kaupþing hafnað

Tilboði lífeyrissjóðanna í Kaupþing hefur verið hafnað en ekki liggur fyrir hvort viðræðum verður haldið áfram síðar. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að bankinn fari því í sama feril og hinir bankarnir en stofnað verður félag um hann í eigu ríkisins. Ný bankastjórn mun þá taka afstöðu til þess hvort rætt verður frekar við lífeyrissjóðina. Aðspurður sagðist ráðherrann telja að tilboð lífeyrissjóðanna hafi ekki verið talið fullnægjandi.

Vísbendingar hafa komið fram um að staða í sjóðum Landsbankans sé betri en talið var, segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun.  Hann sagði von á tilkynningu frá skilanefndum bankanna eða bönkunum þetta.

Það sé von til þess að hægt sé að bæta einstaklingum, líknarfélögum og sveitarfélögum að talsverðu leyti þann skaða sem leit út fyrir að hefði orðið á peningamarkaðssjóðum en fólk eigi von í því sem eftir standi.(mbl.is)

 

Ég harma það,að lífeyrissjóðirnir og skilanefnd Kaupþings skyldu  ekki ná saman. Það hefði verið æskilegt,að lífeyrissjóðirnir eignuðust banka.En sennilega hafa lífeyrissjóðirnir boðið of lágt. Ef til vill gefst lífeyrissjóðunum tækifæri síðar til þess að koma að bönkunum.Lífeyrissjóðirnir höfðu einnig í hyggju að tryggja hagsmuni sína hjá Kaupþingi  en þeir áttu þar mikið hlutafé. Sennilega er það glatað.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Tilboði lífeyrissjóða hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóku Davíð og Geir ranga ákvörðun?

Það er álit margra sérfræðinga, að sú ákvorðun Seðlabankans  að synja Glitni um 150 mill.evra lán og að þjóðnýta bankann með samþykki forsætisráðherra,hafi verið röng ákvörðun.Þessi ákvörðun hafi hrundið af stað atburðarrás sem leitt hafi til gjaldþrots allra bankanna.

Formaður bankastjórnar Glitnis,Þorsteinn Már,fór á fund formanns bankastjórnar Seðlabankans og skýrði frá því,að Glitnir réði ekki við að greiða 150  millj.evra lán hjá Landesbank í Þýskalandi,á gjalddaga 15.oktober.Samkvæmt lögum á Seðlabankinn að aðstoða viðskiptabankana við að hafa nægt lausafé.Þorsteinn Már fékk aldrei svar við erindi sínu. En í staðinn barst honum fregn um að Seðlabankinn hefði ákveðið að þjóðnýta Glitni með því að kaupa 75% í bankanum.( á 84 milljarða,fjórum sinnum meira en farið var fram á)  Forsætisráðherra samþykkti þetta. Afleiðingar þessarar ráðstöfunar urðu þær,að þegar bankar og kauphallir opnuðu eftir umrædda helgi þá féll íslenska krónan meira en fyrr og verðbréf  hrundu í kauphöll. Mikið vantraust skapaðist   erlendis á íslenskum bönkum við þjóðnýtingu Glitnis.Það fór skriða af stað,sem ekki varð stöðvuð.

 

Björgvin Guðmundsson


Viljum engar herflugvélar frá Bretum

Bretar eiga að senda hingað herflugvélar til eftirlits  í desember samkvæmt samkomulagi við NATO.Eftir framkomu Breta við Íslendinga tel ég ekki koma til greina að þiggja einhver  varnarflug af hálfu Bretlands til Íslands. Það mundi misbjóða þjóðarstolti Íslendinga eftir það sem á undan er gengið.
Starfandi utanríkisráðherra,Össur Skarphéðinsson, virtist í morgun þeirrar skoðunar að afþakka ætti herflugvélar Breta í desember. Geir Haarde var ekki eins ákveðinn.
Björgvin Guðmundsson

Tökum ekki lán hjá IMF með hvaða skilyrðum sem er

Miklar umræður eiga sér nú stað um það hvort Ísland eigi að taka lán hjá Alþjóððagjaldeyrissjóðnum (IMF).Sumir eru orðnir óþolinmóðir og vilja að lánið verði tekið strax. En það er betra að flýta sér hægt og athuga vel hvaða skilyrði fylgja láninu. Við tökum ekki lán með hvaða skilyrðum sem er. Við þurfum að halda uppi mikilli vinnu í landinu vegna mikils samdráttar af völdum fjármálakreppunnar. Geir Haarde vill þess vegna  að ríkið auki framkvæmdir þó það  þýði halla á fjárlögum. Ég er sammál honum. IMF vill ef til þess að fjárlög verði hallalaus og dregið úr framkvæmdum. Og ef til vill fer IMF fram á að við hækkum skatta og vaxta. Hvorugt kemur til greina. Við þurfum að lækka vexti meira og við getum ekki hækkað skatta þegar allur almenningur á í miklum erfiðleikum vegna mikilla verðhækkana og  hækkana á húsnæðislánum.Lífskjör hafa þegar versnað hér mikið og við getum ekki skert þau meira. Við þurfum fremur að bæta lífskjörin. Ef IMF vill ekki lána okkur nema með framangreindum skilyrðum eigum við ekki að taka lán hjá þeim.
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 17. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband