48% með Obama,44 % með McCain

Fjögur prósentustig skilja að forsetaframbjóðendurna John McCain og Barack Obama, samkvæmt nýjustu könnun Reuters fréttastofunnar. Bilið milli þeirra hefur mjókkað eftir sjónvarpskappræðurnar í vikunni.

Könnunin, sem Reuters fréttastofan birti í morgun, sýnir að 48% af líklegum kjósendum ætla að greiða Barack Obama atkvæði. 44% styðja keppinaut hans, John McCain. Skekkjumörk í könnuninni eru 2,9%.

John Zogby, sem vinnur kannanir um fylgi forsetaframbjóðendanna fyrir Reuters og C-Span sjónvarpsstöðina, hefur stöðugt spurst fyrir um fylgið við þá síðastliðna 12 daga. Hann segir að forysta Obama hafi verið nokkuð stöðug, allt frá tveimur og upp í 6 prósentustig. Ljóst sé að stuðningur Repúblíkana við sinn mann, John McCain, sé 91%. Aftur á móti styðji ekki nema 88% Demókrata Barack Obama. Hann hafi hins vegar 16 prósentustiga forskot á McCain meðal óháðra kjósenda. Dagana 18 fram að kosningum verði McCain því að einbeita sér að því að ná til þeirra ætli hann að hreppa forsetaembættið.

John Zogby segist merkja að fylgi við John McCain hafi aukist eftir sjónvarpskappræður andstæðinganna. Þá bendir hann á að Barack Obama hafi 7% forskot meðal kvenna sem hugsa sér að kjósa. Það fylgi hafi þó dregist saman um 4% síðustu daga. Það þýði væntanlega að konur úr röðum Repúblíkana séu að skipta um skoðun þessa dagana.

Ralph Nader, frambjóðandi óháðra, mælist með 2% fylgi um þessar mundir, og Bob Barr, frambjóðandi frjálshyggjumanna, fær 1 prósent.(ruv.is)

Ég horfði á síðustu kappræður frambjóðendanna. Rætt var um innanlandsmál.Þarna heyrði ég vel hver helstu stefnumál Obama eru. Gat ég ekki betur heyrt en að hann hefði  svipaða stefnu í innanlandsmálum og jafnaðarmenn í V-Evrópu hafa.Vona ég,að Obama hafi sigur.

Björgvin Guðmundsson

´« 


Helmingur vill í ESB

Tæplega fimmtíu prósent þjóðarinnar er hlynnt aðild að Evrópusambandinu (ESB) en tæplega þriðjungur er henni mótfallinn. Sjötíu prósent vill að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður um inngöngu Íslands í ESB. Aðeins 17,5 prósent eru andvíg þessari leið. Meirihluti er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu innan allra flokka.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann fyrir hóp áhugafólks um Evrópumál innan Framsóknarflokksins. Þar kemur fram að 48,7 prósent kjósenda eru hlynnt aðild að ESB en 27 prósent eru andvíg aðild. Mest fylgi við ESB-aðild er meðal kjósenda Samfylkingarinnar, væri gengið til kosninga nú, eða 78,5 prósent. Rúm 35 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks eru mjög eða frekar hlynnt aðild en 32,2 prósent frekar eða mjög andvíg. Tæplega tíu prósent kjósenda Samfylkingar eru andvíg ESB-aðild. Svipað hlutfall kjósenda Vinstri grænna og Framsóknarflokks er mjög eða frekar hlynnt ESB-aðild. Mun fleiri kjósendur Vinstri grænna eru andvígir aðild samanborið við aðra flokka.

Athygli vekur að meirihluti kjósenda allra flokka eru mjög eða frekar hlynntir því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um inngöngu Íslands í ESB. Þar fara kjósendur Samfylkingar fremstir með 83 prósent og Vinstri grænna með 78 prósent. Tæp sjötíu prósent framsóknarmanna vilja þjóðaratkvæðagreislu en rétt rúmlega helmingur þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, væri gengið til kosninga í dag.

Mun fleiri karlar eru mjög eða frekar hlynntir aðild að ESB eða 54,6 prósent á móti 41,5 prósentum kvenna. Þegar hugur kynjanna til þjóðaratkvæðagreiðslu er skoðaður snúast hlutföllin við þar sem 76,3 prósent kvenna eru mjög eða frekar hlynnt á móti 64,3 prósentum karla. Rúm 12 prósent karla eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu en aðeins 2,8 prósent kvenna.

Könnunin var unnin um síðustu mánaðamót með 1.200 manna úrtaki. Svarhlutfall var 68,9 prósent.(visir.is)

Ljóst er það er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi því að Ísland gangi í ESB.Og enn fleiri eru fylgjandi því  að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort hefja eigi aðildarviðræður.Sennilega væri skynsamlegast að láta slíka atkvæðagreiðslu fara fram næsta vor.

 

Björgvin Guðmundsson


Margir að hætta í byggingariðnaði

Miklir óvissutímar eru framundan í byggingariðnaði og erfitt að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér. Loftur Árnason, framkvæmdastjóri ÍSTAK, segir ljóst að mikið samdráttarskeið sé framundan. Á þriðja hundrað starfsmenn hætta störfum hjá ÍSTAK um næstu mánaðarmót.

Loftur segir  líklegt að mikil stöðnun verði í byggingariðnaði næstu árin ef ekki komi til opinberar stórframkvæmdir. „Staðan er sú að það verður mjög mikið atvinnuleysi í byggingariðnaði ef ekki koma til mannaflafrekar framkvæmdir.“

Loftur segir orðið ljóst að mikið umfram framboð sé á fasteignamarkaði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og í þeirri stöðu sé ekki ráðlegt að byggja íbúðarhúsnæði til sölu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Á þriðja hundrað að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband