Sunnudagur, 19. október 2008
Fjármálakreppan: Hverjir bera ábyrgðina?
Þjóðin spyr nú hverjir beri ábyrgðina á fjármálakreppunni á Íslandi? Það er spurt um þetta í fjölmiðlum,á útifundum,á alþingi og Jón Baldvin spurði þessarar spurningar,þegar hann ávarpaði stóran hóp jafnaðarmanna í gær.
Ég ætla að reyna svara spurningunni í þessum pistli: Upphafið felst í einkavæðingu bankanna. Þar voru að verki stjórnarflokkarnir,Sjálfstæðisflokkur og Framsókn undir forustu Davíðs og Halldórs. Þeir einkavæddu bankana og opnuðu flóðgáttirnar.Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn áttu að hafa eftirlit með starfsemi bankanna.Þessar eftirlitsstofnanir brugðust.Þær horfðu aðgerðarlausar á bankakerfið þenjast út þar til það var orðið tólfföld þjóðarframleiðslan.Bankastjórarnir bera einnig ábyrgð.Seðlabankinn afnam bindiskyldu bankanna í stað þess að auka hana.Seðlabankinn gafst upp við að koma böndum á bankana.Síðan segir Seðlabankinn að hann hafi varað við.En Seðlabankinn átti ekki að vara við. Hann átti sjálfur að taka í taumana. Slökkvilið kallar ekki aðgerðarlaust til annarra aðila og segir að það sé eldur. Það ræðst sjálft gegn eldinum.En Seðlabankinn gerði ekkert.Ríkisstjórnir voru einnig aðgerðarlausar.Þær höfðu einnig eftirlitsskyldu og ráð yfir fjármálaeftirliti og Seðlabanka. Ríkisstjórnir áttu að víkja yfirmanni Fjármalaeftirlits og bankastjórum Seðlabanka frá þegar í ljós kom,að þessir aðilar gerðu ekki neitt. Ríkisstjórnirnar bera einnig ábyrgð.Þær voru einnig aðgerðarlausar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)