Gengið féll um 3% í dag

Mikið óvissuástand ríkir í íslenska hagkerfinu. Gengi krónunnar féll um tæp 3 % í dag. Samráðshópur ráðuneyta, Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins um fjármálaáföll hefur verið kallaður saman.

Lítil viðskipti voru með íslensku krónuna í gjaldeyrisviðskiptum í dag. Krónan hefur verið í frjálsu falli undanfarna daga og inngrip ríkisins í Glitni virðist ekki hafa styrkt stöðu krónunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu úr bankaheiminum hefur sú hugmynd verið viðruð að Seðlabanki stöðvi algerlega gjaldeyrisviðskipti með krónuna. Ekki hefur fengist staðfest hvort það hafi verið rætt formlega við seðlabanka eða stjórnvöld.

Stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa setið  á fundum í allan dag samkvæmt svörum sem þar fengust og hafa ekki gefið sér tíma til að svara spurningum fréttastofu.   

Heimildir fréttastofu herma að staða Landsbankans og Kaupþings hafi versnað eftir kaup ríkisins á 75% hlutafé í Glitni og að nú leiti bæði bankamenn og stjórnvöld leiða til að treysta stöðuna.  Dow jones fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum sænska SEB bankans að ef Kaupþingsbanki yrði seldur erlendum fjárfestum myndi það leysa fjármálakreppu íslendinga á einu bretti.  Stjórnendur Kaupþings segja hinsvegar að engar viðræður um sölu bankans til erlendra aðila hafi farið fram.  

Önnur leið væri að styrkja gjaldeyrisstöðuna samkvæmt heimildum fréttastofu með því að lífeyrissjóðir losi erlendar eignir sem nemi allt að 500 milljörðum króna og hluta þeirra yrði veitt í hagkerfið.  Einnig hefur verið bent á að leita mætti til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem veitir neyðarlán til ríkja sem standa illa fjárhagslega.  Björn Ólafsson hjá Alþjópða gjaldeyrissjóðnum sagði í dag engar upplýsingar hafa um hvort samið hefði verið við sjóðinn um lán og vísaði að öðru leiti til seðlabankans. Allir heimildarmenn fréttastofunnar eru sammála um að fyrir helgina hljóti stjórnvöld að kynna aðgerðir til að treysta stöðu efnahagslífisins.  Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld.  (ruv.is)

Ljóst er,að það er orðið mjög brýnt að fá stórt gjaldeyrislán. Þegar hefur orðið vart vissra erfiðleika í innflutningi vegna skorts á gjaldeyri.Forstjóri N1 sagði   í kvöld,að landið gæti fljóltega orðið olíulaust,ef ekki rættist úr málum.

 

Björgvin Guðmundsson


 


Aðalhagfræðingur Seðlabankans ekki með í ráðum!

Arnór Sighvatsson er aðalhagfræðingur Seðlabankans en Þórarinn G. Pétursson er staðgengill hans.

Hvorki aðalhagfræðingur Seðlabankans né staðgengill hans tóku þátt í að meta þjóðhagsleg áhrif þjóðnýtingar Glitnis eða áhrif hennar á fjármálakerfið.

Samkvæmt heimildum var málið í höndum bankastjórnar Seðlabankans og koma nöfn starfsmanna hagfræðisviðs bankans ekki fyrir á minnisblöðum um afleiðingar þjóðnýtingarinnar.

Heimildarmaður innan stjórnarráðsins bendir á að málið sé á ábyrgð forsætisráðuneytisins. Þegar spurt var hvort nöfn hagfræðinga seðlbankans kæmu fyrir á minnisblöðum um þjóðhagsleg áhrif og áhrif á fjármálakerfið, sagði heimildarmaðurinn að margir hagfræðingar hefðu komið að málinu. Hann vildi hins vegar ekkert segja um það hverjir það hefu verið. „Þú verður að spyrja Seðlabankann," sagði hann.

Tveir bankastjórar Seðlabankans, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson eru hagfræðingar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra er hagfræðingur og líka Tryggvi Þór Herbertsson, efnahgasráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Sama á við Bolla Þór Bollason, ráðuneytisstjóra í forsætisráðueytinu.

Starfsmenn Seðlabankans sátu í hádeginu fund sem bankastjórnin boðaði óvænt til. Þar fór Davíð Oddsson yfir þær opinberu upplýsingar sem fyrir liggja um Glitnismálið. Etir því sem komist verður næst, hnykkti hann á því að ákvarðanir hefðu verið teknar af ríkisstjórninni en ekki Seðlabankanum.

Síðan tíðindi bárust um þjóðnýtinguna, á mánudagsmorgun, hefur gengi krónunnar lækkað um 15 prósent.

Lánshæfismat ríkisins og allra banka hefur verið lækkað, raunar hefur Moody's ekki lækkað lánshæfiseinkunn ríkisins, en íhugar að lækka hana.

Þá hefur skuldartryggingaálag ríkisins rokið upp. Hafa má í huga að alls óvíst er um stöðuna til lengri tíma litið.(visir.is)

Miðað við þróu mála frá því þjóðnýting Glitnis átti sér stað virðist þetta hafa verið röng ákvörðun. Lánveiting hefði verið skynsamari.Úr því að aðalhagfræðingur Seðlabankans  kom ekki að lausn málsins virðist málið eingöngu hafa verið í höndum bankastjóranna undir forustu Davíðs.

 

Björgvin Guðmundsson


Agnes misreiknaði sig um 126 milljarða

Stoðir hafa sent frá sér athugasemd við rangfærslur Agnesar Bragadóttur í Íslandi í dag og grein í Morgunblaðinu. Þar hélt Agnes því fram að skuldir Stoða sem greiða þurfi fyrir áramót nemi 130 milljörðum króna. Hið rétta er að afborganir af lánum Stoða sem koma til gjalddaga síðustu þrjá mánuði ársins nema alls um 3,8 milljörðum að sögn félagsins.

Hér að neðan má sjá athugasemd Stoða í heild sinni:

„Athugasemd Stoða við rangfærslur Agnesar Bragadóttur:

Í viðtali á Stöð 2 í gær og í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag heldur Agnes Bragadóttir því fram að skuldir Stoða, sem greiða þurfi fyrir áramót, nemi 130 milljörðum króna. Hið rétta er að afborganir af lánum Stoða sem koma til gjalddaga síðustu þrjá mánuði ársins 2008 nema alls 3,8 milljörðum króna (3.796 milljónir m.v. 26.09.08). Hér skeikar rúmlega 126 milljörðum króna.

Á óvissutímum í efnahagslífi er mikilvægt að rétt sé farið með upplýsingar. Reyndur blaðamaður á borð við Agnesi Bragadóttur hefði auðveldlega getað fengið réttar upplýsingar um skuldir Stoða, t.d. með því að skoða síðasta árshlutareikning Stoða á vef félagsins eða með því að hafa samband við Stoðir. "(visir.is)

Öllum geta orðið á mistök. Væntanlega leiðréttir Agnes þetta   í    Mbl. á  morgun.

 

Björgvin Guðmundsson


217 mill.kr til þess að tryggja lágmarksframfærslu lífeyrisþega

Ég  leit í fjárlagafrumvarpið og athugaði hvað lágmarkframfærslutrygging lífeyrisþega kostaði ríkissjóð á næsta ári. Það eru 217millj.kr.

Það er aðeins lítill hópur,sem fékk einhverja hækkun vegna þessarar tryggingar.Og sumir fengu mjög lítið. Nokkrar hafa hringt til mín og skýrt mér frá því hvað þeir  hafa fengið. Ein kona,sem hringdi fékk 1440 kr. hækkun á mánuði. Margir fengu ekkert og voru að leita skýringa á því.

 

Björgvin Guðmundsson 

 


NS: Það verður að hjálpa heimilunum

Það ástand sem nú ríkir hér er slíkt að miðað við óbreytt ástand, að ekki sé talað um enn verra ástand, munu mörg heimilin einfaldlega lenda í gjaldþroti og raunar er slíkum gjaldþrotum þegar byrjað að fjölga, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í pistli á vef þeirra.

Undir fyrirsögninni „Nú þarf að bjarga heimilunum og það strax“, segir Jóhannes ennfremur:

„Ljóst er að mörg heimili munu ekki geta staðið undir þeirri miklu kjaraskerðingu sem launþegar standa nú frammi fyrir. Krónan er í frjálsi falli og gengisvísitalan í fyrsta skipti komin yfir 200 stig þegar þetta er skrifað. Gengislækkunin fer beint út í verðlagið með tilheyrandi verðhækkunum og tilkynningar um verðhækkanir birgja hrannast upp. Eldsneytisverð hækkar enn og hefur aldrei verið hærra. Jafnvel opinber fyrirtæki liggja ekki á liði sínu varðandi hækkanir eins og dæmið um Orkuveituna sýnir. Þeir sem eru í yngri kantinum hafa aldrei upplifað aðra eins verðbólgu og nú er. Vegna verðtryggingarinnar hækka svo afborganir af íbúðalánunum í takt við verðhækkanir, að ekki sé talað um gengistryggðu lánin þar sem skellurinn kemur fram fyrr.“(mbl.is)

Ég tek undir með Jóhannesi og Neytendasamtökunum.Það verður að gera ráðstafanir  til aðstoðar heimilunum.

 

Björgvin Guðmundsson


Þorvaldur Gylfason vill stjórnarslit og nýjar kosningar

Þorvaldur Gylfason prófessor ritar  athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag. Þar ræðir hann m.a. þjóðnýtingu Glitnis. Hann segir,að  enga nauðsyn hafi borið til þess að fara þá leið.Eðlilegra hefði verið miðað við stöðu bankans, að Glitni hefði verið veitt víkjandi lán,sem breyta hefði mátt síðar í hlutafé ef  þörf hefði krafist þess. Hann segir,að það hafi verið mistök  hjá Glitni að snúa sér til Seðlabankans  miðað við afstöðu formanns bankastjórnar til  helstu  eigenda Glitnis.Seðlabankinn var því vanhæfur í málinu og Glitnir átti að snúa sér til ríkisstjórnarinnar. Þorvaldur segir Seðlabankann bera ábyrgð á  óhóflegum lántökum bankanna erlendis. Seðlabankinn brást eftirlitshlutverki  sínu. Hann átti að koma í veg fyrir miklar lántökur erlendis og auka bindiskyldu en ekki minnka hana. Þorvaldur segir alþingi geta rift    gerræðinu sem framið var.En til þess þarf Samfylkingin að rjúfa stíórnarsamstarfið,knýja fram kosningar strax og mynda nú þegar nýja stjórn með stjórnarandstöðunni til að sýna Sjálfstæðisflokknum í tvo heimana og hreinsa til í Seðlabankanum, segir Þorvaldur.Ég tel Þorvald   einn besta hagfræðinginn.sem nú er við störf hér.Hann er hámenntaður  og hefur ef til vill meira vit efnahagsmálum og peningamálum en nokkur annar hagfræðingur.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 2. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband