Ísland getur fengið hraðferð inn í ESB

Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ítrekar í viðtali við AFP fréttastofuna í dag að viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu myndu ekki taka langan tíma. Rehn lýsti sömu skoðun í september þegar hann ræddi við íslenska þingmenn í svonefndri Evrópustefnunefnd.

„Ísland er augljóslega lýðræðisríki, sem hefur þegar gert samninga um líklega 2/3" af  regluverkinu sem þarf að að fá aðild að ESB. „Þetta þýðir, að ef Ísland myndi óska eftir aðild yrði hægt að ljúka viðræðum á skömmum tíma." 

Rehn segist þó enn reikna með því að Króatía, sem hóf aðildarviðræður fyrir þremur árum, verði næsta aðildarríki ESB en þau eru nú 27. Stjórnvöld í Zagreb vonast til að fá aðild árið 2010. (mbl.is)

Áður hefur verið sagt,að viðræður um aðild Íslands að ESB mundu ekki taka nema 8-9 mánuði. Ef Ísland hefði verið aðili að ESB hefði landið ekki lent í þeirri fjármálakreppu,sem við erum lent í. ESB hefði aldrei leyft allar þær lántökur erlendis,sem bankarnir hafa stofnað til. En auk þess hefði Seðlabanki Evrópu séð bönkunum fyrir nægu lausafé.Ef við fáum viðunandi samning um sjávarútvegsmál,eigum við að fanga inn í ESB.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður kosið í vetur eða vor?

Björn Bjarnason ráðherra mun hafa sagt í Mannamáli á Stöð 2 í gærkveldi,að ef til vill færu fram þingkosningar næsta vetur eða næsta vor. Þessi ummæli Björns koma ekki á óvart. Það eru það mikil umbrot í stjórnmálum og efnahagsmálum  hér á landi,að óvíst er að stjórnin sitji veturinn. Auk þess getur verið að stjórnin vilji freista þess að fá endurnýjað umboð sitt vegna ástandsins í landinu.

Ef ríkisstjórnin skerðir kjör fólksins í landinu verulega vegna ástandsins í efnahagsmálum  getur orðið mikil ólga.Það er vitað,að atvinnuleysi mun aukast mikið en ef við bætist  lífskjaraskerðing til viðbótur gengishruni krónunnasr,.t.d með skattahækkunum eða skerðingu lífeyrisréttinda verður ólgan meiri en svo,að stjórnin standist það.Auk þess er það mikil krafa fólksins að  stjórn og Seðlabanki axli ábyrgð af því hvernig komið er.

 

Björgvin Guðmundsson


Rætt um 6 milljarða $ lán frá IMF og seðlabönkum

Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir því að fá sex milljarða dala, 673 milljarða króna, lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) og seðlabönkum annarra ríkja samkvæmt frétt á vef breska viðskiptablaðsins Financial Times.  Er þetta hluti af björgunaraðgerðum stjórnvalda en auk þess verður leitað eftir aðstoð  til þess að koma á stöðugleika í íslensku efnahagslífi eftir að bankakerfi landsins hrundi fyrr í mánuðinum, samkvæmt frétt FT.

FT hefur eftir heimildarmönnum, sem þekkja til samningaviðræðna íslenskra stjórnvalda og IMF, að búist sé við því að um einn milljarður dala komi frá IMF en norrænir seðlabankar og Seðlabanki Japans muni lána um fimm milljarða dala. Óljóst er hvort rússneski seðlabankinn muni taka þátt í björgunaraðgerðunum, samkvæmt FT.

Engin formleg beiðni hefur borist frá íslenskum stjórnvöldum til IMF en búist er við að formlegt erindi verði sent annað hvort síðar í dag eða á morgun.(mbl.is)

Þessar tölur koma ekki á óvart miðað við það,sem íslenska ríkið þarf að greiða. Ekkert er minnst á rússneska lánið í þessu sambandi.En trúlega verður það hluti af aðstoð IMF,ef þörf er a því.Ég tel ástæðulaust,að Islendingar séu feimnir við að þiggja aðstoð Rússa. Það mundu áreiðanlega engin skilyrði fylgja  láni frá Rússum.Við höfum góða reynslu af viðskiptum við Rússa.

 

Björgvin Guðmundsson 


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin stakk hausnum í sandinn

Þjóðinni bárust ýmis varnaðarorð vegna yfirvofandi fjármálakreppu.Það bárust viðvaranir frá ýmsum  erlendum sérfræðingum svo sem við Den Danske Bank.Og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur ritaði viðvaranir  hvað eftir annað.En íslenska þjóðin vildi ekki trúa neinu slæmu. Hún stakk hausnum í sandinn.Þetta átti við ríkisstjórnina,Seðlabankann,Fjármálaeftirlitið og allan almenning.

Bílainnflutningur jókst þegar boðað var að slæmir tímar væru í vændum!.Þegar sem mest var skrifað erlendis um slæma þróun á Íslandi gerðu Íslendingar út sendirnefndir til útlanda til þess að fegra mynd Íslands. En það hvarflaði ekki að neinum að láta rannsaka  þróun bankanna og hvort mögulegt væri fyrir þá að  komast út úr "krísunni".Bankarnir sögðu alltaf að endurfjármögnun yrði í lagi. Og því var trúað .Stjórnvöld gerðu ekkert.Seðlabankinn gerði ekki neitt.

 

Björgvin Guðmundsson


Colin Powell styður Obama

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn George Bush, styður demókratann Barack Obama í baráttunni fyrir kjöri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Powell lýsti þessu yfir í dag í fréttaskýringaþættinum Meet The Press á sjónvarpsstöðinni NBC.

Powell er fyrrverandi hershöfðingi og yfirmaður bandaríska herráðsins. Hann kveðst vera andvígur hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna í Írak. Þær hófust meðan hann gegndi ennþá embætti utanríkisráðherra.(ruv.is)

Það er mjög mikilvægt fyrir Obama,að fá stuðning Powells. Colin Powell er mikilsmetinn í Bandaríkjunum  en hann sagði af sér sem utanríkisráðherra vegna ágreinings við Bush um stefnuna í utanríkismálum. Var ágreiningurinn m.a. um afstöðuna til innrásarinnar í Írak.Powell er á móti hernaðaragerðum Bandaríkjanna þar.

Björgvin Guðmundsson

 


Einhugur í ríkisstjórn um lán frá IMF?

Erinhugur ríkir um það innan ríkisstjórnarinnar að sækja um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem allra fyrst. Forysta Samfylkingarinnar sagði í gær að flokkurinn hefði lagt þunga áherslu á að ríkisstjórnin leitaði aðstoðar sjóðsins. Þá eru sjálfstæðismenn sama sinnis samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Aðeins á eftir að fara yfir þær forsendur sem sjóðurinn gefur sér sem og þau skilyrði sem hann setur fyrir láninu og eru sérfræðingar ríkisstjórnarinnar að fara yfir þau með henni. Stíf fundahöld voru um málið innan ríkisstjórnarinnar í gær. Búist hafði verið við að ákvörðun yrði tekin um helgina en eitthvað varð til þess að tefja málið.

 

 

Heimildamenn Morgunblaðsins segja að verið sé að semja við fulltrúa sjóðsins um skilyrði hans fyrir láni, en Geir sagði í gær af og frá að sjóðurinn setti ríkisstjórninni einhverja afarkosti. Í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi sagði Geir ákvörðunina ekki einfalda og að ekki væri um neyðaraðstoð að ræða heldur fremur „samstarf um efnahagsaðstoð sem grípa þurfi til“.(mbl.is)

Brýnt er nú orðið að ganga fra lánsumsókn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) svo unnt sé að  koma gjaldeyrismálum landsins í eðlilegt horf.Auk þess bendir allt til þess að íslenska ríkið þurfi að greiða verulegar upphæðir vegna þrots bankanna.Sagt er,að engin óaðgengileg skilyrði fyrir láni verði sett.Ég fagna því og ítreka,að  ekki má koma í veg fyrir,að  ríkið auki framkvæmdir vegna mikils samdráttar og algert skilyrði okkar er,að velferðarkerfið haldist óskert.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Einhugur um að sækja um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún komin heim í pólitíkina

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að ljóst sé að staðan sé mun alvarlegri heldur en talið var í upphafi og ljóst sé að veturinn verði erfiður og næsta ár eigi eftir að reynast okkur mjög erfitt. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar á fundi flokksfélaganna í dag.

Ingibjörg Sólrún þakkaði Össuri Skarphéðinssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur og Björgvini G. Sigurðarsyni, fyrir hvernig þau hafi staðið sig í þessu ólguveðri sem nú hefur geisað í hennar fjarveru.

„Sérstaklega vil ég vekja sérstaka athygli á Björgvini G. Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, er til efs að nokkur ungur ráðherra hafi nokkurn tíma þurft að fara í gegnum sömu eldskírn og hann hefur þurft að gera að undanförnu."

 

„Þá skiptir auðvitað máli hverjir eru að takast á við verkefnin í ríkisstjórn Íslands. Ég tel það algjört grundvallaratriði að jafnaðarmenn siti í ríkisstjórn á Íslandi (mbl.is)

Ég býð Ingibjörgu Sólrúnu velkomna  heim og til starfa á ný í pólitíkinni. Vonandi fær hún sem fyrst fullan bata.Það er rétt,að það er mikilvægt,að jafnaðarmenn séu í stjórn þegar fyrir höndum eru erfiðar ráðstafanir. Það þarf að verja lífskjör launfólks og það þarf að slá skjaldborg um velferðarkerfið.

 

Björgvin Guðmundsso


Bloggfærslur 20. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband