Réðu Íslendingar ekki við algert frelsi í viðskiptum?

Margir  velta því nú fyrir sér hvernig það gat gerst,að allir helstu bankar landsins kæmust í þrot á örfáum árum? Hvað fór úrskeiðis?

Ísland gerðist aðili að EES,Evrópska efnahagssvæðinu 1994.Þar með gekkst Ísland undir frjálsa fjármagnsflutninga og frjálsan rétt til þess að stofna til atvinnurekstrar og útibúa hvar sem væri á EES svæðinu.Bankarnir voru einkavæddir fyrir 6 árum og höfðu fullt frelsi til þess að setja upp útibú hvar sem væri á EES svæðinu svo og að taka lán erlendis.Bankarnir töldu sig hafa fullt frelsi til viðskipta.En þeir virðast ekki hafa kunnað með frelsið að fara.Þeir  tóku ótakmörkuð erlend lán og fjárfestu og fjárfestu hömlulaust erlendis.Ábyrgir og varfærnir stjórnendur hefðu aldrei komið bönkunum í þau umsvif að þau yrðu 12-föld þjóðarframleiðslan.Einu aðilarnir sem hefðu getað stöðvað   óhóflegar lántökur bankanna erlendis eru Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið. En þessir aðilar gerðu það ekki. Þeir sváfu á verðinum.Bankarnir kunnu ekki með frelsið að fara. Ráða Íslendingar ef til vill ekki við fullt viðskiptafrelsi?

 

 

Björgvin Guðmundsson


Bretar flokka Landsbankann með Al Kaida,hryðjuverkasamtökum!

Landsbankinn er nú á hryðjuverkalista breska fjármálaráðuneytisins yfir stofnanir og ríki sem Bretar beita refsiaðgerðum. Listinn sem birtur er á heimasíðu ráðuneytisins er ekki langur en þar er Landsbankinn meðal Al Kaída hryðjuverkasamtakanna og Talibana, auk stjórnvalda sem eru útskúfuð fyrir alvarleg mannréttindabrot eins og herforingjastjórnin í Brma og stjórnvöld í Súdan og Zimbabwe .

Þá er Landsbankinn þarna í flokki með alræðisstjórninni í Norður-Kóreu, sem sökuð er um að styðja alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og ógna heimsbyggðinni með kjarnorkuvopnum.(ruv.is).. 

Það  að Bretar skuli setja Landsbankann í flokk með Al Kaida,Talibönum o.fl. slíkum sýnir hvað Bretar leggjast lágt og hvað þeir leggja sig fram um að svívirða Íslendinga.Ég veit ekki hvort er alvarlegra að senda hingað bresk herskip eins og gert var í þorskastríðinu eða að beita hryðjuverkalögum gegn Íslendingm  eins og  nú er gert. Við slitum stjórnmálasambandi við Breta í fyrra skiptið.Eigum við að gera það einnig nú?

Björgvin Guðmundsson


Samkomulag um lán frá IMF?

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á von á því að samkomulag náist við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við Íslendinga síðar í dag eða á morgun. Þetta sagði hann eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum.

Björgvin sagði enn fremur að skilmálar sjóðsins væru ekki óyfirstíganlegir en sagðist ekki getað greint frá þeim því það var brot á trúnaði. Þá sagði hann að hugsanlegt lán frá Rússum ekki inni í pakka Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur væri það á hendi Seðlabankans.

Bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sögðu eftir ríkisstjórnarfundinn að hægt væri að sætta sig við skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Aðspurð hvort ekki hefði farið of langur tími í aðgerðir sagði Ingibjörg: „Jú, auðvitað hefði maður viljað sjá þetta ganga hraðar fyrir sig."

Þá benti Ingibjörg enn fremur á að aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri aðgöngumiði að því að fá lán úr fleiri áttum. (visir.is)

 

Stjórnarandaðan

   kvartar yfir því,að ekki sé haft samráð við hana um þetta stórmál.Ég tel það réttmæta athugasemd. Auðvitað á að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um málið.Þetta mál er ekki flokkspólitískt. Þetta getur verið þverpólitískt mál.

Björgvin Guðmundsson

 


Einkavæðing bankanna mistókst

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: Einkavæðing bankanna mistókst.Þar segir svo m.a.:

Einkavæðing  bankanna mistókst.Helmingaskiptastjórn  Sjálfstæðisflokks og Framsóknar stóð fyrir einkavæðingu bankanna  og samkvæmt gömlu helmingaskiptareglunni voru bankarnir afhentir einkavinum stjórnarflokkanna.Það var ekkert hugsað um það að bankarnir lentu í höndum aðila,sem kynnu að reka banka.Þorvaldur Gylfason prófessor hefur bent á það, að  það hafi verið  mikil mistök að  tryggja ekki að bankarnir færu í hendur aðila,sem væru hæfir til þess að reka banka.Einkavæðingarnefnd var mjög óánægð með framgöngu flokksforingjanna við einkavæðinguna og sögðu lykilmenn í nefndinni sig úr henni af þeim sökum. Framkvæmd einkavæðingarinnar voru fyrstu og einhver alvarlegustu mistökin,sem gerð voru í þessu ferli, en næstu mistökin voru þau,að  bankarnir voru eftir einkavæðingu látnir dansa lausir og stofna til óheyrilegra skulda erlendis.Seðlabankinn hefur heimildir til þess að auka bindiskyldu bankanna og á þann hátt að takmarka fjárráð þeirra  og bankinn hefði einnig getað takmarkað lántökur  þeirra erlendis.En Seðlabankinn sat aðgerðarlaus með hendur í skauti og gerði ekkert til þess að takmarka umsvif bankanna og lántökur erlendis.Sama er að segja um Fjármálaeftirlitið. Það gerði ekkert  þegar umsvif bankanna erlendis margfölduðust og lántökur jukust dag frá degi
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 21. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband