Var Sigmar of harður við Geir?

Geir Haarde forsætisráðherra var gestur Sigmars í kastljósi RUV í gærkveldi.Rætt var um fjármálakreppuna. Sigmar þjarmaði verulega að forsætisráðherra.Og það var í lagi en það sem var verra var,að Sigmar greip svo mikið fram í fyrir Geir,að hann hafði iðulega ekki ráðrúm til þess að svara.Það var ekki kurteisi hjá RUV.Ekki kom mikið nýtt fram í þættinum.Mér fannst Sigmar ekki nógu vel undirbúinn.Raunar finnst mér vanta fyrirspyrjanda hjá RÚV sem sé vel inni  í efnahagsmálum og stjórnmálum.Fyrirspyrjendur kastljóss RÚV leggja meiri áherslu á það að vera með frekju við viðmælendur sína en að koma með vel ígrundaðar spurningar. Það hefur oft verið svo,að fram hafa komið fréttamenn,sem telja aðalatrðið að vera frakkir og frekir fremur en að vera vel inni í málum.
Það eina nýja sem kom fram í þættinum var það að Geir sagðist ekki ætla að reka Davíð.Einnig sagði Geir,að  Íslendingar mundu ekki láta Breta kúga sig í deilunni um ice save. Sigmar spurði Geir hvort hann ætlaði að axla ábyrgð af ástandinu. Geir sagðist ætla að koma okkur út úr kreppunni.Hann sagði ekki rétt að kjósa eins og ástandið væri. Aðdáunarvert var hvað Geir hélt  ró sinni,þegar Sigmar greip ítrekað fram í fyrir honum og sýndi mikla frekju.
Björgvin Guðmundsson

Miðstjórn ASÍ vill sækja um aðild að ESB

Umræður standa nú yfir á ársfundi ASÍ um það hvort sambandið eigi að mæla með aðildarumsókn að ESB og upptöku evru.

Það var miðstjórn ASÍ sem lagði fram tillöguna og verður hún rædd í dag en atkvæði greidd um hana á morgun. Um 108 þúsund manns eru aðildarfélögum ASÍ og því má ljóst vera að ef sú tillaga verður samþykkt mun það hafa mikla þýðingu.(visir.is)

Grétar Þorsteinsson fráfarandi forseti ASÍ mælti  með aðild að ESB í setningarræðu sinni  á ársfundi ASÍ í dag. Má telja  líklegt,að tillaga miðstjórnar verði samþykkt . Hér er um slík fjöldasamtök að ræða að það mun hafa gífurleg áhrif ef þing ASÍ samykkir tillöguna um aðild að ESB.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 




Eru Bretar og IMF að reyna að kúga okkur?

Fjölmiðlar   skýra frá því í dag að Bretar  vilji láta okkur borga meira vegna Landsbankans í Bretlandi en okkur ber samkvæmt EES samningnum.Þeir eru að reyna að kúga okkur til að borga meira og vilja að allar eignir Landsbankans  í Bretlandi gangi til þess að greiða skuldir   bankans í Bretlandi.En Landsbankinn í Bretlandi verður gjaldþrota og þá greiðir þrotabúið eftir ákveðnum reglum,fyrst  sparifjáreigendum( 3 millj. á mann) og síðan laun og annað eftir því sem eignir bankans leyfa.Um þetta þarf ekkert að deila.Það er að mínu mati  óeðlilegt að IMF setji skilyrði um það,að Ísland  og Bretland semji um deilumál  sín áður en IMF veitir lán Ísland getur ekki látið IMF kúga sig frekar en Breta.Ef deilan við Breta leysist ekki og IMF neitar að  lána okkur verðum við að snúa okkur annað.Við verðum þá að fá lán hjá Norðmönnum,öðrum Norðurlöndum og Rússum og hugsanlega  löðrum sem reynast vinir í raun.

Björgvin Guðmundsson


Dæmi um misnotkun hryðjuverkalaga


mbl.is Gott dæmi um misnotkun laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband