Fimmtudagur, 23. október 2008
Var Sigmar of harður við Geir?
Fimmtudagur, 23. október 2008
Miðstjórn ASÍ vill sækja um aðild að ESB
Umræður standa nú yfir á ársfundi ASÍ um það hvort sambandið eigi að mæla með aðildarumsókn að ESB og upptöku evru.
Það var miðstjórn ASÍ sem lagði fram tillöguna og verður hún rædd í dag en atkvæði greidd um hana á morgun. Um 108 þúsund manns eru aðildarfélögum ASÍ og því má ljóst vera að ef sú tillaga verður samþykkt mun það hafa mikla þýðingu.(visir.is)
Grétar Þorsteinsson fráfarandi forseti ASÍ mælti með aðild að ESB í setningarræðu sinni á ársfundi ASÍ í dag. Má telja líklegt,að tillaga miðstjórnar verði samþykkt . Hér er um slík fjöldasamtök að ræða að það mun hafa gífurleg áhrif ef þing ASÍ samykkir tillöguna um aðild að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. október 2008
Eru Bretar og IMF að reyna að kúga okkur?
Fjölmiðlar skýra frá því í dag að Bretar vilji láta okkur borga meira vegna Landsbankans í Bretlandi en okkur ber samkvæmt EES samningnum.Þeir eru að reyna að kúga okkur til að borga meira og vilja að allar eignir Landsbankans í Bretlandi gangi til þess að greiða skuldir bankans í Bretlandi.En Landsbankinn í Bretlandi verður gjaldþrota og þá greiðir þrotabúið eftir ákveðnum reglum,fyrst sparifjáreigendum( 3 millj. á mann) og síðan laun og annað eftir því sem eignir bankans leyfa.Um þetta þarf ekkert að deila.Það er að mínu mati óeðlilegt að IMF setji skilyrði um það,að Ísland og Bretland semji um deilumál sín áður en IMF veitir lán Ísland getur ekki látið IMF kúga sig frekar en Breta.Ef deilan við Breta leysist ekki og IMF neitar að lána okkur verðum við að snúa okkur annað.Við verðum þá að fá lán hjá Norðmönnum,öðrum Norðurlöndum og Rússum og hugsanlega löðrum sem reynast vinir í raun.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 23. október 2008
Dæmi um misnotkun hryðjuverkalaga
Sérfræðingur í mannréttindamálum á vegum Sameinuðu þjóðanna segir, að ákvörðun breskra stjórnvalda um að nota lög um varnir gegn hryðjuverkum til að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi sýni hvernig hægt sé að misnota slíka löggjöf.
Þetta er vísbending um þá hættu, sem er á því að aðgerðum, sem upphaflega átti að beita í baráttunni gegn hryðjuverkum, kunni að verða beitt í málum, sem ekki tengjast hryðjuverkastarfsemi með neinum hætti," segir Martin Scheinin, sérlegur sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi í baráttunni gegn hryðjuverkum.
Scheinin, sem er finnskur lagaprófessor, segir aðgerðum Breta megi lýsa sem beitingu einskonar neyðaraðgerða í öðrum tilgangi en upphaflega var áformað.
Segir hann auðvelt, að misnota slíkar lagaheimildir með það að markmiði að bæla niður andmæli og mótmælaaðgerðir.
Við sjáum það í mörgum löndum, þar sem lagaheimild hefur verið víkkuð út í nafni baráttu gegn hryðjuverkum," segir Scheinin. (mbl.is)
Mig undrar ekki að misnotkun Breta á hryðjuverkalögum hafi vakið athygli sérfræðings í mannréttindamálum á vegum Sþ. Um svo grófa misnotkun á lögunum var að ræða og það gegn smáríki,sem Ísland er. Bretar hefðu aldrei hagað sér svona gegn stórveldi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Gott dæmi um misnotkun laga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |