Hagfræðingur mótmælir vaxtahækkuninni

 Jón Daníelsson, dósent við London School of Economics, segir undarlegt að Seðlabankinn skuli hafa hækkað stýrivexti þegar Seðlabankar um allan heim hafi lækkað vextina. Hann segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi alltaf krafist mikilla vaxtahækkana og byggt á gamaldags hagfræði sem segi að hærri vextir styrki gengi gjaldmiðla.

Það hafi haft hræðilegar afleiðingar í Asíu þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hækkaði vexti þar. Gengið hefði haldið áfram að hrynja og hagkerfið fylgt á eftir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist því ekki hafa lært lexíuna af þeirri reynslu, segir Jón.

Jón segir hugmyndina rétta um að hækkun vaxta styrki krónuna til skamms tíma. Það hafi hins vegar miklu alvarlegri afleiðingar fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu og óvíst að þetta takist. Jón segir það því heppilegra að halda vöxtunum lágum, auka peningaframboð og taka verðbólguskellinn til skamms tíma og grípa til aðgerða til hjálpar heimilum og fyrirtækjum í landinu.(ruv.is)

Ég er sammmála Jóni.Ég tel,að vaxtahækkunin sé alltof mikil og geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtækin og heimilin  í landinu.Einstaklingur,sem er með 1  milljón i yfirdrátt verður að greiða 280 þús. á ári í drattarvexti. Það gengur ekki.

 Björgvin Guðmundsson


Staða heimilanna verði varin

Á nýafstöðnum ársfundi Alþýðusambandsins  var samþykkt ályktun í kjaramálum.Þar sagði svo m.a.:

Ársfundur ASÍ leggur þunga áherslu á að staða heimilanna verði varin eins og

kostur er í þeim efnahagsþrengingum sem framundan eru. Ljóst er að kaupmáttur

launa mun skerðast á komandi misserum. Forgangsverkefnið við þessar aðstæður

er því að lágmarka þann skaða sem heimilin standa frammi fyrir og leggja grunn að

því að kaupmáttur geti sem fyrst vaxið aftur.

Ársfundurinn telur því mikilvægt að skapa víðtæka samstöðu meðal allra

stéttafélaga á almennum- og opinberum vinnumarkaði um launastefnu sem tryggi

öllu launafólki sambærilegar launahækkanir og kjarabætur á þessu ári og næstu

tveimur árum. Slík launastefna yrði mikilvægt framlag til þess að treysta stöðu

þeirra tekjulægstu samfara því að skapa aukið félagslegt og efnahagslegt öryggi og

stöðugleika næstu árin.

Ársfundurinn telur að slík aðgerð sé mikilvægt innlegg í þá kjarasamninga sem nú

eru að losna og einnig í komandi endurskoðun kjarasamninga. 

Barátta verkalýðshreyfingarinnar á næstunni verður erfið.Þar verður fyrst og fremst um varnarbaráttu að ræða.En það auðveldar ekki baráttuna,að Seðlabankinn skuli hækka stýrivexti um 6 prósentustig. Það þýður enn aukna kjaraskerðingu. Gengið hefur fallið um meira en 50% á  árinu. Það eitt hefur skert kjörin gífurlega. Nú bætst við stýrivaxtahækkun sem eykur enn kjaraskerðinguna.

Björgvin Guðmundsson


Peningamarkaðsbréf LÍ greidd út á morgun

Landsbankinn hefur ákveðið að slíta peningamarkaðssjóðum sínum og greiða inn á innlánsreikninga viðkomandi einstaklinga. Uppgreiðsluhlutfallið er mismunandi eftir mynt en flestir áttu Peningabréf í íslenskum krónum. Þeir fá 68,8 prósent af bréfum sínum greidd.

Þeir sem eiga Peningabréf í evrum fá 67,6 prósent greidd. Þeir sem áttu í dollurum fá 60,0 prósent greidd og þeir sem áttu í pundum fá 74,1 prósent greidd. Þá fá þeir sem áttu Peningabréf í dönskum krónum 70,1 prósent.

„Greiðslur munu berast sjóðfélögum þann 29. október næstkomandi inn á innlánsreikninga í viðkomandi gjaldmiðli. Greiðslur vegna Peningabréfa ISK verða greiddar inn á hávaxta innlánsreikning í Landsbankanum þar sem innstæður eru að fullu tryggðar," segir í tilkynningu frá bankanum.

Þá segir einnig: „Í framhaldi af setningu laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., sem sett voru á Alþingi hinn 6. október sl. og þess umróts sem orðið hefur á fjármálamarkaði, hefur verið lokað fyrir innlausnir allra peningamarkaðssjóða síðan 6. október.(mbl.is)

Það er ánægjulegt,að Landsbankinn skuli ætla að greiða út á morgun ákveðinn hlut peningamarkaðsbréfa.Hér er um að ræða sparifé,sem menn hafa talið nafntryggt og peninga á sparisjóðsbókum. Enda þótt peningamarkaðsbréfin verði ekki greidd út að fullu mun menn fagna því,sem gert verður á morgun.

 

Björgvin Guðmundsson

 




Er Seðlabankinn að knésetja heimili og fyrirtæki?

Tilkynning Seðlabankans um að stýrivextir verði hækkaðir í 18% kom eins og köld vatnsgusa framan í þjóðina. Seðlabankinn var byrjaður að lækka vexti,þeir voru komnir í 12%. Og allflestir ráðamenn þjóðarinnar voru farnir að mæla með frekari vaxtalækkunum.Forrráðamenn aðila vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt þessa vaxtahækkun harðlega.Eru þeir sammmála um að þessi vaxtahækkun muni  auka vanda fyrirtækja og heimila  og geta aukið atvinnuleysi í landinu.

Félagsmálaráðherra hefur boðað aðgerðir til  verndar heimilunum

í landinu  en áður en gripið' hefur verið til þeirra fá heimilin og fyrirtækin kjaftshögg fra Seðlabankanum.Það er ekkert hugsað um heimilin og fyrirtækin.Þessir aðilar lenda í miklum vandræðum. Sumir hagfræðingar telja,að þessi vaxtahækkun muni aðeins hella olíu  á eldinn.

Ég tel að í stað vaxtahækkunar hefði átt að grípa til gjaldeyrishafta til þess að stöðva útstreymi gjaldeyris úr landinu. Þetta er versta aðgerðin,sem unnt var að grípa til.

 

Björgvin Guðmundsson


Bankarnir fóru út fyrir verksvið sitt

Hinn  20.nóv. 2003 birti ég eftirfarandi grein í Mbl. um bankana.Einnig birt á heimasíðu minni.Ég birti þessa grein hér vegna þess,að ég tel,að útþenslustefna bankanna og fjárfestingaræði hafi sett þá á hausinn:

Fóru bankarnir út fyrir sitt svið?

Miklar umræður hafa orðið undanfarið um breytingarnar á eignarhaldi í Eimskipafélagi Íslands,í Sjóvá- Almennum og fleiri stórum fyrirtækjum. Landsbankinn hefur eignast stóran hlut í Eimskip og SH og Íslandsbanki hefur eignast meirihlutann í Sjóvá-Almennum,stóran hlut í Flugleiðum gegnum Straum og Kaupþing Búnaðarbanki hefur eignast stóran hlut í SÍF. Gagnrýnt hefur verið, að bankarnir væru að hasla sér völl í  óskyldum atvinnurekstri. með kaupum á ráðandi hlutum í slíkum  fyrirtækjum. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra hafa sagt,að ekki væri æskilegt að bankarnir væru   að kaupa  stóra hluti í óskyldum fyrirtækjum nema  þá til skamms tíma.Viðskiptaráðherra segir,að bönkunum sé ekki heimilt að eiga í atvinnufyrirtækjum til langs tíma með áhrif í huga. Það sé ekki hlutverk þeirra.Morgunblaðið hefur einnig gagnrýnt kaup bankanna á miklu hlutafé í óskyldum fyrirtækjum.

 

  GETUR VALDIÐ HAGSMUNAÁREKSTRUM

 

 Það hefur komið fyrir,að bankarnir hafi keypt hlutabréf í fyrirtækjum undanfarin misseri. En það hefur ekki gerst  fyrr,að það væri í eins ríkum mæli og nú.Það er því rétt  að staldra við og spyrja hvort það sé rétt stefna,að bankarnir hasli sér völl í atvinnufyrirtækjum í landinu í svo ríkum mæli,að bankarnir beinlínis taki fyrirtækin  yfir og reki þau.Þeirri spurningu verður að svara neitandi.Það er einungis réttlætanlegt,að bankarnir kaupi ráðandi hlutí   í óskyldum fyrirtækjum,ef það er til skamms tíma og vegna einhvers konar björgunaraðgerða,þ.e. ef fyrirtækin eru mjög illa stödd fjárhagslega og bankarnir vilja hjálpa þeim  yfir erfiðasta hjallann og koma þeim á frían sjó  á ný.Hafa verður í huga,að það getur valdið margvíslegum hagsmunaárekstrum,ef stórir bankar hasla sér völl í óskyldum atvinnurekstri. Bankarnir geta  verið með marvíslegar trúnaðarupplýsingar um keppinauta þeirra fyrirtækja,sem bankarnir eignast. Enda þótt  ganga verði út frá því,að bankarnir virði trúnað við viðskiptavini sína getur slík aðstaða valdið tortryggni og jafnvel trúnaðarbresti.

 

HLUTVERKIÐ ER AÐ REKA BANKAVIÐSKIPTI

 

 Lögum samkvæmt er hlutverk bankanna að reka hvers konar bankaviðskipti.Það er ekki hlutverk bankanna að vera kjölfestufjárfestar í fyrirtækjum. Ekki hefur þó verið amast við því þó bankar hafi eignast hluti í fyrirtækjum,ef það hefur verið gert til þess að tryggja hagsmuni bankanna,t.d. þegar  hætta hefur verið á því  að bankarnir töpuðu fé,sem þeir hefðu lánað viðkomandi fyrirtækjum og fyrirtækin hefðu ella verið að stöðvast vegna fjárhagserfiðleika.Slíkar björgunaraðgerðir eiga þó ávallt að vera til mjög skamms tíma.Kaup bankanna á hlutabréfum í Sjóvá-Almennum,    Eimskip, SH og SÍF eru annars eðlis. Ekki er þörf neinna björgunarðgerða fyrir  þessi fyrirtæki.Sjóvá- Almennar gengur t.d. mjög vel og skilar  miklum hagnaði. Ekki er heldur þörf björgunaraðgerða fyrir Eimskip. Rekstur félagsins hefur að vísu verið í járnum undanfarið en ekki verður þó séð að Landsbankinn hafi þurft að koma að rekstri þess félags til þess að bæta rekstur þess.SH og SÍF eru heldur ekki í neinum erfiðleikum. Hér hljóta því önnur sjónarmið að hafa ráðið för.

 Það   eru gerðar meiri kröfur til bankanna en annarra fyrirtækja í landinu. Bönkunum er trúað fyrir sparifé landsmanna. Það er mikilvægt að þeir fari vel með það fé. Bankarnir mega ekki misnota aðstöðu sína, sem sterkar og mikilvægar fjármálastofnanir. Þeir mega ekki glata trausti viðskiptavina sinna.Bankarnir eiga allt undir því að halda því trausti.Það hvílir mikil ábyrgð á þessum mikilvægustu fjármálastofnunum þjóðarinnar. Verksvið bankanna er skýrt. Þeir verða að gæta þess að fara ekki út fyrir sitt svið.

 

Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur


 

Birt í Morgunblaðinu  2003 

 

www.gudmundsson.net        

 




Til baka á pistlasafn

Vefstjórn


Ég

Eigendur bankanna bera fulla ábyrgð

Síðustu daga  hafa stærstu eigendur Landsbankans flutt langar varnarræður,þar sem tilgangurinn hefur verið að sýna fram  á,að þeir hafi enga  ábyrgð borið á þroti bankans.Þetta er auðvitað alger þvæla. Auðvitað bera eigendur bankans ábyrgð á rekstri hans og hið sama gildir um eigendur annarra banka. .Bankaráð og bankastjórar bera einnig ábyrgð á rekstri bankanna.

Björgólfur Thor sagði í Kompásþættinum að eigendur bankanna gætu lítil sem engin áhrif haft á rekstur þeirra. Regluverkið væri svo mikið og strangt,að eigendur gætu lítil áhrif haft. Það kann að vera,að eigendur geti lítil áhrif haft á daglegan rekstur en  þeir geta haft áhrif á stefnu bankanna. Það var stefna eigenda allra einkabankanna að þenja þá út,stækka þá sem mest með fjárfestingum erlendis.Til þess að geta fjárfest sem mest erlendis tóku  bankarnir mikil lán erlendis,svo mikil,að umsvif bankanna allra voru orðin 12-föld landsframleiðslan.Þegar umsvif bankanna voru orðin jöfn landsframleiðslu átti að stöðva frekari fjárfestingar bankanna erlendis.Þá áttu eigendur Landsbankans,og eigendur Glitnis og Kaupþings að stöðva frekari útþensku. Þessu gátu þeir ráðið en þeir gerðu ekkert í málinu. Þeir héldu útþenslustefnunni áfram og settu bankana á hausinn.Þeir bera ábyrgðina á því hvernig komið er.

 

Björgvin Guðmundsson


Björgólfur Thor: Ríkið gat losnað við allar ábyrgðir af Ice save reikningunum

Björgólfur Thor Björgólfsson segir í yfirlýsingu standa við orð sín í sjónvarpsþættinum Kompási um að breska fjármálaeftirlitinu hafi boðið flýtimeðferð við að flytja ábyrgð á Icesave bankakreikningum Landsbankans til Bretlands. Hafi bankastjórum Seðlabankans verið kunnugt um þetta boð breska fjármálaeftirlitsins og fleiri geti staðfest það.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Seðlabanki Íslands sendi síðdegis í dag frá sér athugsemdir vegna ummæla minna í sjónvarpsþætti sem birt voru í gær. Þar segir að í bréfi frá mánudegi 6. október sl. og í samtölum við forsvarsmenn Landsbankans hafi ekki verið minnst á flýtimeðferð breska fjármálaeftirlitsins, FSA. Þetta er ekki rétt. Bankastjórum Seðlabankans var kunnugt um boð breska fjármálaeftirlitsins um flýtimeðferð og geta fleiri staðfest það. Þá var einnig þeim ráðherrum í ríkisstjórn Íslands sem helst hafa unnið að úrlausn vanda íslensku fjármálafyrirtækjanna kunnugt um boð breska eftirlitsins. Allar líkur voru á því að útstreymi fjármuna úr útibúi Landsbankans í London hefði minnkað stórlega við tilkynningu í Englandi um flýtimeðferð FSA og því mun minni líkur á að fjárþörf Landsbankans margfaldaðist eins og Seðlabankinn lætur í veðri vaka í svari sínu.

Þá segir Seðlabanki Íslands að frásögn mín af rás atburða sé röng. Sú fullyrðing er án nokkurs rökstuðnings. Slíkur málfutningur dæmir sig sjálfur.
Einnig kemur á óvart að Seðlabanki Íslands beri fyrir sig búið hafi verið að ákveða í samráði við forsætisráðherra að lána Kaupþingi 500 milljónir evra þegar Landsbankinn fékk synjun Seðlabankans eftir hádegi mánudaginn 6. október. Tilkynning um lán til Kaupþings kom ekki fyrr en síðar þennan dag. Þá kemur einnig á óvart að Seðlabanki hafi um hádegi þennan mánudag reiknað með að ríkið legði 600 milljónir evra í hlutafé í Glitni þegar fáeinum klukkustundum síðar var kynnt á Alþingi frumvarp um neyðarlög sem boðaði þjóðnýtingu bankanna.

Mikilvægasta verkefni íslenska fjármálalífsins um þessar mundir er að efla traust á fjármálastofnunum. Þar ríður mest á að Seðlabanki Íslands fari fyrir öðrum. Svo er ekki þegar hann gerir ekki með neinum hætti viðunandi grein fyrir ákvörðunum sínum heldur svarar með hálfkveðnum vísum og aðdróttunum.

Að ofansögðu má sjá að ég stend við orð mín í sjónvarpsþættinum Kompás.

Björgólfur Thor Björgólfsson.“(mbl.is)

Yfirlýsing Björgólfs Thor er athyglisverð.Samkvæmt henni buðu Bretar að taka yfir og á sig alla ábyrgð á Icesave sjóðunum,ef Landsbankinn legði fram 200 millj. punda tryggingu. Landsbankinn bað Seðlabankann um að lána þessa upphlæð,þe. 200 milj. punda.Sé þetta rétt hefði íslenska ríkið getað losnað við allar ábyrgðir af Icesace reikninunum.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 

I
I
I

mbl.is Björgólfur segist standa við ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn kúvendir í vaxtamálum.Vextir í 18%!

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 6 prósentur í 18%. Bankinn lækkaði nýlega vextina um 3,5 prósentur, úr 15,5% í 12%. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að færð verði rök fyrir ákvörðun bankans klukkan 11.

Sérfræðingar telja, að vaxtahækkunin sé að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem náði bráðabirgðasamkomulagi við íslensk stjórnvöld sl. föstudag um að lána íslenska ríkinu 2 milljarða dala.

Sky fréttastofan hefur eftir breskum sérfræðingum að vaxtahækkunin komi á óvart í ljósi lækkunarinnar nýlega en nú sé mikilvægast að íslensk stjórnvöld varpi ljósi á hvert eðlilegt gengi íslensku krónunnar sé. 

Þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti 15. þessa mánaðar vöruðu hagfræðingar við því. Gylfi Magnússon, dósent í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, sagði m.a. að gengisfall krónunnar væri að öllu jöfnu mjög verðbólguhvetjandi. Það gæti verið mjög hættulegt að hafa vexti undir  verðbólgustigi og slíkt gæti endað í mjög mikilli verðbólgu.

Fram kom í gær að vísitala neysluverðs hækkaði um rúm 2% í október og 12 mánaða verðbólga er nú 15,9%.  (mbl.is)

Mér líst illa á þessa miklu vaxtahækkun Seðlabankans.Það hefur sýnt sig áður,að  vaxtahækkun hefur engin áhrif í því efni að ná niður verðbólgu.Þessi mikla vaxtahækkun mun hins vegar koma illa við fyrirtæki og heimili.Sennilega er þessari vaxtahækkun ætlað að koma í veg fyrir,að gjaldeyrir streymi úr landi.Þetta mun vera skilyrði IMF að vextir séu hækkaðir.

 

Björgvin Guðmundsson'

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband