Miðvikudagur, 29. október 2008
Bygg segir upp öllum starfsmönnum sínum,160 talsins
Öllum starfsmönnum Byggingafélags Gunnars og Gylfa (BYGG), 160 talsins, var fyrr í dag sagt upp störfum vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Starfsmenn hafa val um að vinna út lögbundinn uppsagnarfrest. Þá var starfsmönnum tilkynnt um það að vinna sé í boð fyrir þá að nýju, breytist efnahagsaðstæður.
Við erum með gott starfsfólk sem sýndi þessu skilning. Flestir starfsmenn eru með uppsagnarfrest í þrjá mánuði. En vitanlega hafa allir miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin á Íslandi. Hvar endar þetta eiginlega?, segir Gunnar Þorláksson, annar eigenda BYGG.
Ég hef verið í þrjátíu ár í byggingariðnaðinum en ég man ekki eftir viðlíka tímum og núna. Það er gríðarlega erfitt að vera segja upp öllu því góða starfsfólki sem hjá okkur hefur starfað. En ég trúi því að við munum ná okkur upp úr þessu. Ísland hefur áður gengið í gegnum erfiðleika og náð vopnum sínum að lokum. Núna reynir á alla, vinnuveitendur og starfsfólk, segir Gunnar.
BYGG, sem stofnað var 1984, hefur verið stórtækt í uppbyggingu fasteigna á undanförnum árum. Fyrirtækið hefur byggt um 2.000 íbúðir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið.(mbl.i)
Fleiri byggingarfélög hafa verið að' segja upp undanfarið og búast má við miklum uppsögnum í byggingariðnaðinum á næstunni.Byggingariðnaðurinn mun að mestu leggjast niður í vetur.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Starfsmönnum BYGG sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 29. október 2008
Bankarnir fóru út fyrir sitt svið. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sváfu
"Það eru gerðar meiri kröfur til bankanna en annarra fyrirtækja í landinu. Bönkunum er trúað fyrir sparifé landsmanna. Það er mikilvægt að þeir fari vel með það fé. Bankarnir mega ekki misnota aðstöðu sína, sem sterkar og mikilvægar fjármálastofnanir. Þeir mega ekki glata trausti viðskiptavina sinna.Bankarnir eiga allt undir því að halda því trausti.Það hvílir mikil ábyrgð á þessum mikilvægustu fjármálastofnunum þjóðarinnar. Verksvið bankanna er skýrt. Þeir verða að gæta þess að fara ekki út fyrir sitt svið."
Þannig hljóðaði niðurlag greinar,sem ég skrifaði í Mbl. í nóvember 2003.Bankarnir höfðu þá keypt hluti í nokkrum mikilvægum íslenskum fyrirtækjum.Ég taldi,að bankarir væru komnir út á ranga braut. Þeir voru að fjárfesta í óskyldum rekstri og í fyrirtækjum,sem stóðu ágætlega.Bankarnir voru ekki að fjárfesta í þessum fyrirtækjum vegna þess að þau þyrftu aðstoð.Nei,þetta virtist stefna bankanna að kaupa sem mest af eignum hér heima og erlendis. Ég gagnrýndi þessa stefnu og vildi að bankarnir héldu sig við venjulega viðskiptabankastarfsemi.En þetta var aðeins upphafið. Bankarnir héldu áfram að kaupa og braska og taka meira og meira af lánum erlendis., Og þessi stefna setti að lokum bankana á hausinn. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sváfu á verðinum og gerðu ekki neitt.Stjórnvöld sváfu.
Bjögvin Guðmundsson
r
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Peningamálastefnan verði endurskoðuð strax
Viðskiptaráð Íslands tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og vill að peningamálastefnan verði endurskoðuð þegar í stað. Í því sambandi sé nauðsynlegt að sem fyrst náist niðurstaða um stefnu í Evrópumálum.
Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ, segir að stjórn VÍ hafi ekki tekið afstöðu til þess, hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru eða ekki, en vilji hafa allar mögulegar leiðir uppi á borðum og strika ekki eina leið út frekar en aðra.
Viðskiptaþing verður í febrúar. Finnur segir að fyrir atburði nýliðinna vikna hafi verið gert ráð fyrir að viðfangsefni þingsins yrði hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú væri hinsvegar líklegt að viðfangsefnið yrði skilgreint víðar, en auk þess að ákveða skýra stefnu í alþjóðasamskiptum væri nauðsynlegt að huga að enduruppbyggingu á orðspori Íslands, hvernig styrkja mætti grunnstoðir efnahagslífsins, umhverfi nýsköpunar, fjármögnun fyrirtækja og fleira.(mbl.is)
Það hefur vakið athygli,að þau Geir Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir eru ekki sammála um peningamálastefnuna og afstöðuna til ESB. Geir Haarde vill ekki sækja um aðild að ESB. En hann vill að vísu endurskoða peningamálastefnuna. Þorgerður Katrín hefur hins vegar gefið til kynna,að hún vilji taka upp evru. Hún vill endurskoða peningamálastefnuna strax.
Björgvin Guðmundssson
Til baka
![]() |
Peningamálastefnan verði endurskoðuð strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Seðlabankinn brást eftirlitsskyldu sinni
Seðlabankinn brást eftirlitsskyldu sinni með viðskiptabönkunum. Seðlabankinn átti að sjá til þess að bankarnir þendust ekki út og og stofnuðu til óhóflegra erlendra skulda. Fjármálaeftirlitið átti einnig að gæta að þessu.
Seðlabanka Íslands er heimilt samkvæmt lögum um Seðlabankann að ákveða að lánastofnanir skuli eiga fé á bundnum reikningi í bankanum. Honum er einnig heimilt að ákveða að tiltekinn hluti aukningar innlána eða ráðstöfunarfjár við hverja stofnun skuli bundinn á reikningi í bankanum, enda fari heildarfjárhæð sem viðkomandi stofnun er skylt að eiga í Seðlabankanum ekki fram úr því hámarki sem sett er . Enn fremur er Seðlabankanum heimilt að ákveða að verðbréfasjóðir skuli eiga fé á bundnum reikningi í bankanum.Í stað þess að nýta þessar heimildir og auka bindiskyldu lækKaði Seðlabankinn bindiskylduna og afnam hana.
Í 12.grein laga um Seðlabankann segir svo:.
Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um lágmark eða meðaltal lauss fjár lánastofnana sem þeim ber ætíð að hafa yfir að ráða í þeim tilgangi að mæta fyrirsjáanlegum og hugsanlegum greiðsluskuldbindingum á tilteknu tímabili, sbr. 4. gr. Í þeim má ákveða að mismunandi ákvæði gildi um einstaka flokka lánastofnana.
Seðlabankinn hafði því nægar heimildir til þess að' fylgjast með bönkunum og sjá til þess að þeir hefðu nægilegt laust fé.En einnig hafði Seðlabankinn sem fyrr segir heimildir til þess að takmarka lántökur bankanna erlendis. Ef Seðlabankinn taldi sig ekki hafa nægar heimildir átti hann að óska eftir að ríkisstjórnin aflaði frekari lagaheimilda á alþingi.
Ríkisstjórnin hafði að sjálfsög' einnig ríka eftirlitsskyldu með bönkunum og þá ekki hvað síst með Seðlabankanum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Stjórnvöld voru vöruð við algeru hruni bankanna
Geir H. Haarde forsætisráherra var kynnt ítarleg áætlun að kvöldi 29. september um hvernig afstýra mætti kerfisfalli íslenskra banka með þátttöku ríkisins í sameiningu banka.
Þetta var á fundi hans með Björgólfi Thor Björgólfssyni, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Árnasyni í stjórnarráðinu.
Á þessum tíma hafði íslenska ríkið nýtekið yfir 75 prósenta hlut í Glitni.
Fram kemur í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum að Landsbankamenn lögðu til samruna Glitnis, Landsbanka og Straums. Til þess þyrfti ríkið að leggja 100 milljarða til viðbótar við þá ríflega níutíu sem ríkið hafði áður lofað í Glitnishlutinn. Eftir þetta ætti ríkið ráðandi hlut í bankanum, 37,3 prósent.
Landsbankamenn fóru einnig yfir hag-stærðir með forsætisráðherra. Ekkert var undan dregið með að 200 milljarða framlag ríkisins næmi 65 prósentum gjaldeyrisforðans, tæpum þriðjungi af opinberum tekjum seinasta árs eða fimmtán prósentum af landsframleiðslu. Svo segir í gögnum Landsbankamanna: Þessi hlutföll blikna hins vegar í samanburði við það tjón sem verður á Íslandi komi til kerfisfalls íslensku bankanna."
Greint var frá fundi Geirs með Landsbankamönnum á forsíðu Fréttablaðsins og að þar hefði verið rætt um sameiningu Landsbankans og Glitnis til að styrkja eiginfjárstöðu nýs banka.
Geir H. Haarde var spurður út í þennan fund daginn eftir. Þar sagði hann að ekkert sérstakt" hefði verið til umræðu á fundinum. Ég nota gjarnan tækifærið og spjalla við Björgólf Thor þegar hann er á landinu," sagði Geir og bætti við að það væri ekkert óeðlilegt við það miðað við breytingar á markaði. (visir.is)
Svo virðist sem forsætisráðherra hafi ekki gert sér grein fyrir,að Landsbankinn og Kaupþing gætu farið í þrot ásamt Glitni.Almennt töldu menn,að Kaupþing ,mundi sleppa og sennilega hefði það gerst ef Bretar hefðu ekki ráðist gegn íslensku bönkunum með hryðjuverkalögum. Bretar settu Landsbankann og Kaupþing í þrot.
Björgvin Guðmundsson
Í.