Laugardagur, 4. október 2008
DV:Davíð sveik Þorstein Má
Helgarblað DV,sem kom út í dag,segir á forsíðu,að Davíð Oddsson hafi svikið Þorstein Má,stjórnarformann Glitnis.Þorsteinn hafi farið á fund Davíðs og greint honum frá vanda Glitnis vegna erlendrar afborgunar um miðjan oktober (150 millj. evra,1/4 af framlagi Seðlabankans vegna hlutafjárkaupanna) án þess að fara fram á lán. En það næsta,sem hafi gerst hafi verið það að Þorsteini bárust boð um það ,að Seðlabankinn ætlaði að kaupa 75% í Glitni! Plagg barst þar sem stóð,að Seðlabankinn ( ekki ríkið)ætlaði að kaupa 75% í bankanum og voru stærstu hluthafar Glitnis beðnir að samþykkja þetta.Þetta kom Þorsteini alveg í opna skjöldu og hann var bugaður maður á eftir og taldi,að hann hefði brugðist hluthöfum Glitnis.Hreinn Loftsson lögmaður telur,að Seðlabankinn hafi ekki heimild til kaupa á hlutabfréfum og hafi aðeins leyfi til þess að lána. Hann og fleiri lögmenn telja gjörning Seðlabankans ekki standast lög. Eftir á virðist hafa verið reynt að bjarga málum í horn með því að segja að ríkisstjórnin hafi samþykkt þetta. En það liggur fyrir,að það er verið að nota gjaldeyrisvarasjóðinn,sem er í vörslu Seðlabankans til þess að kaupa hlutabréf í Glitni.Þessi ráðstöfun varð til þess að gengi krónunnar hrundi og hlutabréf einnig.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 4. október 2008
Lífeyrir aldraðra 2008: 93,74% af lágmarkslaunum -- 103% frá 1.oktober
Laugardagur, 4. október 2008
Fundarhöld um björgunaraðgerðir í fjármálum
Fundahöld hófust í rauðabýtið vegna aðgerða sem í undirbúningi eru til að leysa úr kreppunni á fjármálamarkaði og finna leiðir út úr efnahagsvandandum. Þannig komu fulltrúar Alþýðusmbands Íslands og Samtaka vinnumarkaðarins saman klukkan 8 í morgun í húsakynnum ASÍ. Gert er ráð fyrir fundum með ráðherrum síðar í dag.
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sagði við Morgunblaðið í dag, segir að það komi til álita að skoða forsendur fyrir því að lífeyrissjóðirnir komi að lausn á efnahagsmálum með því að selja erlendar fjárfestingar og færa fjármunina til Íslands.
Það er ákaflega mikilvægt að það sé liður í heildaraðgerð, sem hafi það umfang og trúverðugleika að hún sé líkleg til að leysa úr þeim vanda sem að okkur steðjar. Slík lausn er ekki orðin til þannig að ég get ekki sagt meira, sagði Gylfi í gærkvöldi.
Bæði hann og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sögðu ljóst að yrði fallist á að færa hluta af erlendum eignum lífeyrissjóðanna yfir í íslenskar krónur, væri ljóst að engin áhætta yrði tekin með það fé. Hvorugur vildi tjá sig um hvort áhugi væri á því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði hluti af slíkri heildaraðgerð.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að verið væri að ræða ýmsar hugmyndir og það væri óeðlilegt að ræða um einstök efnisatriði fyrr en niðurstaða væri komin í málið. Allar skynsamlegar leiðir væru ræddar. (mbl.is
Þessi mál voru rædd í þættinum Í vikulokin í morgun. Þar voru mættir Ögmundur Jónasson,Lúðvík Bergvinsson og Andrés Magnússon. Var mikill sáttatónn í máli þeirra allra og mikill vilji fyrir því að menn snéru bökum saman til þess að leysa fjármálakreppuna.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mætt snemma til funda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)