Jóhanna: Heimilin varin eins og kostur er

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að Íbúðalánasjóður muni taka yfir bæði innlend og erlend fasteignalán sem bankarnir hafa veitt. Með því geti bankarnir ekki gengið að heimilum.

Það sé meginverkefni ríkisstjórnarinnar að verja heimilin eins og kostur er. Íbúðalánasjóður fái víðtækari heimildir svo hann geti aðstoðað fólk í greiðsluerfiðleikum.(ruv,is)

Það er fagnaðarefni,að ríkisstjórnin ætli  að verja heimilin eins og kostur sé á. Margir eiga í miklum greiðsluerfiðleikum vegna falls krónunnar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Frv.um fjármálamarkað samþykkt í nótt

Búist er við að frumvarp um aðgerðir á fjármálamarkaði verði samþykkt í kvöld eða nótt. Össur Skarphéðinsson iðnaðaráðherra segir um framhaldið að allir viti örlög Glitnis og Landsbankinn hafi sætt áhlaupi í Bretlandi. Kaupþing hafi svo fengið fyrirgreiðslu út á mjög trygg veð. Ríkisstjórnin sé hinsvegar að tryggja með sínum aðgerðum að bankar þurfi ekki að loka og viðskiptavinir geti sótt þangað þjónustu á morgun sem og aðra daga.  Sparifé þeirra sé tryggt og Íbúðalánasjóður muni hlaupa undir bagga og endurfjármagna lán þeirra banka sem kunni að lenda í erfiðleikum.

Össur Skarphéðinsson segir að ríkisvaldinu beri skylda til að greiða fyrir fjármálastofnunum til að vernda hagsmuni almennings en því beri engin skylda til að hætta stórkostlegum upphæðum upp á von og óvon. Það verði því að vega og metra viðbrögð vel. Það hafi komið kröfur úr fjármálageiranum að ríkisvaldið liðsinni mönnum með upphæðir sem séu fimm eða sjöfalt meira hlutfallslega en Bandaríkjamenn séu að gera. Það komi ekki til greina að hneppa ófæddar kynslóðir í gríðarlega skuldafjötra. Ef innlánsstofnanir lenda í erfiðleikum þá taka menn þann part af bönkunum sem véli með innlán íslendinga og stofni um það sérstakt félag.(mbl.is)

Það hriktir í ísl fjármálamarkaði en væntanlega tekst ríkisstjórninni að tryggja eðlilega bankastarfsemi.Það er alveg ljóst,að bankarnir  hafa farið óvarlega í skuldsetningu erlendis. Það þarf að kanna það mál allt síðar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Verndum hagsmuni almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki samið við lífeyrissjóðina í dag

Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segist telja alveg ljóst að ekki verði gengið frá samkomulagi við lífeyrissjóðina í dag um að sjóðirnir flytji heim hluta eigna sinna í útlöndum. Enn sé beðið eftir niðurstöðu úr viðræðum stjórnvalda og bankanna.

Hrafn segir, að aldrei hafi staðið til að ganga frá samningum við lífeyrissjóðina nema að það yrði hluti af víðtækari aðgerðum en enn liggi engin svör fyrir frá bönkunum um hlutdeild þeirra. 

Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áttu fund með fulltrúum fjármálaráðuneytisins, Seðlabankanum og fjármálaeftirlitsins fyrir hádegi. Farið var yfir aðgerðaáætlun lífeyrissjóðanna.

Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa lýst sig tilbúna að flytja um 200 milljarða af eignum sjóðanna erldis til landsins til að styrkja gjaldeyrisforða að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, m.a. að bankarnir selji eitthvað af eignum sínum í útlöndum

Lífeyrissjóðrirnir eru því í biðstöðu á meðan beðið er eftir niðurstöðu úr viðræðum stjórnvalda við bankana.(mbl.is)

Eðlilegt er,að lífeyrissjóðirnir vilji hafa allt sitt á hreinu áður  en þeir láta  fé af hendi. Þeir eru allir af vilja gerðir en það virðist standa á bönkunum.Ef til vill skýrist í ávarpi Geirs hvernig málin standa.

Björgvin Gumundssonð

Fara til baka T


mbl.is Ekki samið við lífeyrissjóði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárlög: 4,4 milljörðum meira til ellilífeyris og tekjutryggingar

Í frv. til fjárlaga fyrir árið 2009 kemur fram,að áætlað er að verja  29,1 milljarði kr. til ellilífeyris og  tekjutryggingar ellilífeyrisþega.Er þetta  4,4 milljörðum meira en varið var í þennan málaflokk   samkv. fjárlögum yfirstandandi árs.Sérstök uppbót á eftirlaun  elli-og örorkulífeyrisþega nemur 217 millj.kr. Ellilífeyrir hækkar um 16,1% og tekjutrygging elllífeyrisþega hækkar um 18,2%.
.Verðbólgan er nú 14% á ársgrundvelli.
Björgvin Guðmundsson

Ísland á að sækja um aðild að ESB

Aðilar vinnumarkaðsins leggja til,að Ísland sæki um aðild að  ESB. Morgunblaðið  ritar forustugrein í dag,sem mælir með aðild að sambandinu.Æ fleiri leggjast á þessa sömu sveif. Samfylkingin styður málið og mikill hluti Framsóknar.

Það,sem menn sjá nú í stöðunni er  það,að umsókn um aðild mundi senda rétt skilaboð út í  alþjóðasamfélagið  og því hafa jákvæð  áhrif á krónuna og íslenskt fjármálakerfi. Ég held,að það sé rétt. Það á því að sækja um aðild og leggja samningsniðurstöður undir þjóðaratkvæði.Ef viðunandi niðurstaða næst fyrir sjávarútveg okkar eigum við að ganga inn.

En það þyrfti margt að breytast hér áður en við gengjum inn. T.d. yrði að bæta ríkisfjármálin. Það má ekki hafa halla á fjárlögum og fleira þyrfti að breytast. En þetta á að vera stefnan. Og ég tel,að að auðveldara yrði að fá fyrirgrreiðslu fjármálastofnana erlendis ef við  mundum sækja um aðild.

 

Björgvin Guðmundsson


Ráðherrar brettu upp ermarnar

Ráðherrar undir forustu forsætisráðherra hafa fundað stíft alla helgina um peningakreppuna hér.Voru þeir að fram að  miðnætti i kvöld og byrja aftur snemma í fyrramálið.Samkomulag mun hafa náðst við bankana um að þeir selji eitthvað af eignum sínum erlendis.Einnig er samkomulag um það að lífeyrissjóðirnir flytji heim 200 milljarða gegn ákveðnum skilyrðum.Ekkert hefur hins vegar fengist staðfest um  lán frá erlendum seðlabönkum.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 6. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband