Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Sláum skjaldborg um Íbúðalánasjóð
Kæra bankanna á hendur Íbúðalánasjóði, sem er til meðferðar hjá ESA Eftirlitstofnun EFTA, verður ekki dregin til baka. ESA ber að ljúka málinu. Þetta kom fram í svari Árna Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóns Bjarnasonar þingamanns Vinstri grænna á Alþingi í dag. Þingmaðurinn var óánægður með þessi svör ráðherra, aðstæður nú væru gjörbreyttar eftir hrun bankanna. Krafðist hann þess að kæran yrði dregin til baka.(ruv.is)
Ég tel,að ríkisbankarnir ættu að draga kæruna til baka. Aðstæður eru gerbreyttar og ljóst,að það er í þágu almennings,að Íbúðalánasjóður verði efldur sem mest.Við megum nú þakka fyrir,að Íbúðalánasjóður var ekki markaðsvæddur eins og bankarnir og margir sjálfstæðismenn vildu.Við værum illa stodd ef íbúðalánasjóður hefði horfið inn í einkabankana.Við þurfum að slá skjaldborg um sjóðinn.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Ingibjörg Sólrún sparar
Til stendur að skera niður í starfsemi utanríkiráðuneytisins fyrir um 2,2 milljarða króna. Ráðgert er að loka fjórum sendiskrifstofum og draga saman í varnartengdum verkefnum og þróunaraðstoð. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.
Utanríkisráðuneytið, sem er fyrst ráðuneyta til að tilkynna um aðhaldsaðgerðir, hyggst skera niður í varnartengdum verkefnum sem eru aðallega á sviði Varnarmálastofnunar og í þróunarsamvinnu. Varnarmálastofnun var stofnuð fyrr á þessu ári og tók til starfa í sumar.
Óljóst er hvaða sendiskrifstofum verður lokað. Einnig eru boðaðar skipulagsbreytingar og hagræðing innan ráðuneytisins.(visir.is)
Ingibjörg Sólrún á hrós skilið fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi og spara.Væntanlega fylgja önnur ráðuneyti og ríkisstofnanir fast á eftir.Þá þarf einnig að skera niður laun æðstu embættismanna.Ættu þau að hámarki að vera 800 þús. á mánuði og það gildir að sjálfsögðu um bankastjóra ríkisbankanna einnig.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Fjármálaeftirlitið brást eftirlitsskyldu sinni




Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
IMF verður að afgreiða mál Íslands þó atkvæði Hollands vanti
Fjármálaráðherra Hollands sagði í sjónvarpsviðtali í gær,að Holland væri andvígt láni IMF til Íslands.Gordon Brown forasætisráðherra Bretlands sagði hins vegar,að Bretar mundu styðja lánveitinguna.Við afgreiðslu á málum hjá IMF gildir einfaldur meirihluti.Það verður því að afgreiða lánið til Íslands þó atkvæði Hollands vanti.
Framkoma "vinaríkja" Íslands í þessu máli er forkastanleg.Þegar á reynir draga þessi ríki lappirnar þegar um lífshagsmunamál Íslendinga er að tefla.Ísland þarf að endurskoða vinahóp sinn og leita nýrra vina og bandamanna.Ég hefi trú á því að Ísland gæti náð góðu samstarfi við Bandaríkin,þegar Obama hefur tekið við.Mörg ríki Mið og Austur Evrópu eru okkur vinveitt,einnig ríki í Suður Evrópu eins og Spánn,Portugal og Grikkland.Japan var eitt fyrsta ríkið,sem hvaðst vilja aðstoða okkur. Ég hefi trú á að við gætum fengið aðstoð í Kanada og síðan eigum við hauk í horni þar sem Ísrael er.Og síðast en ekki síst ber að nefna Kína.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Forseti Íslands skammaði nágrannaþjóðirnar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi nágrannaþjóðirnar Svíþjóð, Danmörku og Bretland fyrir að snúa baki við Íslendingum. Þetta mun hann hafa gert í hádegisverði með erlendum erindrekum í Reykjavík á föstudag eftir því sem fram kemur í norrænum miðlum.
Á vef norska ríkisútvarpsins segir að erindrekarnir hafi vart trúað sínum eigin eyrum enda hafi forsetinn komið fram með móðgandi ásakanir á hendur Bretum. Vísað er til minnisblaðs norskra yfirvalda um fundinn og bent á að fulltrúar Svíþjóðar og Danmerkur hafi setið hann.
Mun Ólafur Ragnar hafa hótað því að leita nýrra bandamanna þar sem núverandi bandamenn hefðu svikið landið. Þá mun forsetinn hafa viðrað þá hugmynd að Rússum yrði boðin aðstaða í gömlu herstöðinni á Kelfavíkurflugvelli og mun sendiherra Rússlands, sem sat hádegisverðarfundinn, hafa verið hissa en brosað og gefið þannig til kynna að Rússar hefðu ekki þörf fyrir það.
Þá segir einnig í frétt norska ríkisútvarpsins að Ólafur Ragnar hafi einungis hrósað Norðmönnum og Færeyingum fyrir að hafa staðið við bakið á Íslendingum í fjármálakreppunni. Fréttinni lýkur á þeirri staðhæfingu að forsetinn hafi áður verið í systurflokki Sósíalíska vinstriflokksins og hann hafi engin formleg völd í utanríkismálum. (visir.is)
Það er full ástæða til þess að gagnrýna "vinaþjóðir" okkar Dani,Svía og Breta fyrir að draga lappirmar varðandi aðstoð IMF og aðra viðbótaraðstoð við okkur. Það er ekki nóg að þessar þjóðir tali fallega um okkur í skálaræðum.Það,sem segir til um sanna vináttu er hvernig vinir reynast þegar á reynir.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)