Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Björgólfur segir eignir Icesave duga
Skuldir vegna Icesave munu ekki lenda á þjóðinni, eignir Landsbankans duga fyrir þeim. Þetta fullyrti Björgólfur Guðmundsson í Kastljósi í kvöld. Hann segir neyðarlögin hafa gert útslagið um hvernig fór, það hafi hvergi verið gert nema hér á landi.
Björgólfur sagðist telja að eignir Landsbankans í Bretlandi væru töluvert meiri en skuldir Icesave ef Bretar myndu aflétta frystingu á eignunum. Björgólfur sagði deiluna fyrst og fremst hafa snúist um setningu neyðarlaganna, Landsbankinn hafi ekki átt neitt bakland í Seðlabankanum þar sem ekki var til gjaldeyrir. Hann segist ekki skorast undan ábyrgð en kennir um forystuleysi yfirvalda.
Björgólfur sagði yfirlýsingu Davíðs Oddsonar um að ekki væri ætlunin að borga skuldir óreiðumanna einsdæmi í heiminum. Um eigin stöðu í dag sagði Björgólfur lítið vita. Hann hafi átt mikið en skuldi nú miklar upphæðir og viti ekki hvorum megin striksins hann muni lenda eftir uppgjör.(ruv.is)
Upplýsingar Björgólfs um að eignir Landsbankans dugi fyrir icesave innstæðum koma heim og saman við yfirlýsingu forsætisráðherra á blaðamannafundi skömmu eftir að neyðarlögin voru sett.Þær koma einnig heim og saman við upplýsingar á heimasíðu Landsbankans um eignir bankans.Var deilan við Breta um Icesafe þá ef til vill óþörf allan tímann. Spurningin er aðeins sú hvað sú ráðstöfun Breta að kyrrsetja eignir íslensku bankanna með hryðjuverkalögum hefur rýrt eignirnar mikið í verði. Það þarf að fara í skaðabóamál við Breta.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Duga eignir Landsbankans fyrir innstæðum sparifjáreigenda hér og ytra?
Samkvæmt lögum ber Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta að greiða allt að 20.000 EUR til innstæðueigenda ef banki fer í þrot. Lögfræðingar eru þó ekki á eitt sáttir um það hvort þetta gildi,þegar allt bankakerfi og fjármálakerfi lands fer á hliðina eins og gerst hefur á Íslandi.Gunnar Þór Pétursson sérfræðingur í lögum við Háskólann í Reykjavík telur,að þetta ákvæði um innstæðutryggingar gildi ekki við það neyðarástand,sem nú ríkir á Íslandi. Stefán Már Stefánsson prófessor í lögum telur,að tryggingasjóði innstæðueigenda sé aðeins skylt að greiða sem svarar því sem er í sjóðnum en að ríkinu beri ekki skylda til þess að bæta fjármagni við.Forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi fljótlega eftir að neyðarlögin voru sett,að eignir Landsbankans mundu nægja til þess að greiða erlendum innistæðueigendum.Ég tel,að ef eignir Landsbankans duga eins og forsætisráðherra sagði, sé rétt að greiða erlendum innstæðueigendum allt að 20.000 Eur pr. kennitölu en ef eignir bankans duga ekki í þessu skyni verði útgreiðsla lækkuð sem því svarar.
Innstæður í pundum í Landsbankanum námu 989 mö.kr. við birtingu hálfsársuppgjör en hafa lækkað frá þeim tíma. Stærð tryggingasjóðsins á að nema 1% af meðaltali tryggðra innstæða á næstliðnu ári.
Eignir Landsbankans námu 3.970 mö.kr. í lok júní. Eitthvað af þeim eignum hafa þó rýrnað umtalsvert frá því 29. október þegar tilkynnt var að ríkið hygðist leggja Glitni til nýtt hlutafé. En vonandi fara eignir bankans langleiðina til þess að greiða bæði íslenskum og erlendum innstæðueigendum.
Björgvin Giðmundsson
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Íbúðalánasjóður ekki markaðsvæddur
Rætt var um Íbúðalánasjóð á alþingi í gær.Jón Bjarnason þingmaður VG tók málefni sjóðsins upp og spurði hvort ætlunin væri að markaðsvæða Íbúðalánasjóð.Jóhanna Sigurðardóttir,ráðherra,sagði ,að engar ráðagerðir séu upp um það.
Ég fagna yfirlýsingu Jóhónnu. Það er mikil þörf á því að efla Íbúðalánasjóð nú og íta út af borðinu öllum ráðagerðum um einkavæðingu eða markaðsvæðingu sjóðsins. Það þarf að aðstoða heimilin í landinu og auðvelda þeim að halda íbúðum sínum og til þess þarf atbeina Íbúðarlánasjóðs.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Sveitarfélögin í vanda
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélög sem hafa átt við rekstrarvanda að stríða á undanförnum árum muni lenda í verulegum vandræðum á næstunni. Þetta kom fram í máli hans á fjármálaráðstefnu sambandsins í morgun.
Ef sveitarfélag kemst í greiðsluþrot skal sú staða tilkynnt til eftirlitsnefndar og leitað samninga lánardrottna og ríkisvald um hvernig megi rétta stöðu viðkomandi sveitarfélags af. Gangi það ekki er hægt að fyrirskipa henni að leggja allt að 25% álag á útsvar og fasteignaskatt innan sinna vébanda. Þá er hægt að svipta sveitarstjórnina fjárforræði, skipa fjárhaldsstjórn, setja það í greiðslustöðvun og leitað samninga við nágrannasveitarfélög þess um sameiningar. Karl sagði fundargesti rétt geta ímyndað sér þann grát og gnístran tanna sem yrði uppi við slíkar aðstæður.
Hann nefndi að í samningi íslenska ríkisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, um alþjóðlega fjárhagsaðstoð, séu ákvæði um útgjöld hins opinbera, sem skuldbinda sveitarfélögin að einhverju leyti. Þetta sagði hann ekkert hafa verið rætt við sveitarfélögin. Hann sagði nauðsyn á nýjum og betri vinnubrögðum ríkisins gagnvart sveitarfélögum almennt. Það hafi sýnt sig að ekki dugi að gera samninga á milli sveitarfélaga og ríkis um samskiptin þar á milli. Þau þurfi að lögbinda.(mbl.is)
Sveitarfélögin verða sjálfsagt að skera niður einhver útgjöld þar eð gjaldendur þola ekki hærri útsvör eða fasteignagjöld eins og staðan er nú.
Björgvin Guðmundsson
S
![]() |
Sveitarfélög í kröggum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Þorvaldur Gylfason vill utanþingsstjórn og nýjar kosningar
Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag.Þar segir hann,að ríkisstjórninni hafi verið ráðlagt snemma á þessu ári að sækja um aðstoð til IMF og ef það hefði verið gert hefði ef til vill mátt afstýra hruni bankanna. Þorvaldur segir,að ríkisstjórnin verði að víkja og veita forseta Íslands færi á að skipa utanþingsstjórn,sem þjóðin getur treyst.Síðan eigi að kjósa.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
IMF: Búið að kúga Ísland
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að reyna til þrautar að ná samningum við Bretland og Holland á næstu dögum um hvernig íslenska ríkið muni bæta eigendum innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans skaðann sem þeir urðu fyrir er bankinn fór í þrot. Mat forystumanna ríkisstjórnarinnar er að eina leiðin til að fá lánafyrirgreiðslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) og öðrum ríkjum sé að ljúka þessum samningum fyrst.
Hafa íslensk stjórnvöld verið undir miklum þrýstingi frá aðildarríkjum og stofnunum Evrópusambandsins að ná samningum. Því hefur verið komið á framfæri að það sé sameiginleg afstaða allra ESB-ríkjanna 27 að leggjast gegn því að Ísland fái aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nema fyrst verði samið um Icesave-skuldirnar.
ESB-ríkin eru ósammála lögfræðilegum rökum Íslands í málinu og segja þetta pólitíska afstöðu. Hún er rökstudd þannig að ljúka verði málinu á þann veg að enginn minnsti vafi sé um gildi tilskipunar ESB, sem gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, um gagnkvæmar innistæðutryggingar. Ef óheppilegt fordæmi væri gefið með því að gefa eftir í samningum við Ísland kæmist allt í uppnám á evrópskum bankamarkaði við núverandi aðstæður og innistæðueigendur hættu að treysta bönkum með starfsemi í öðru landi en heimalandinu.
Fulltrúar allra norrænu ríkjanna hafi komið því á framfæri að ekki þýði að ræða um lánafyrirgreiðslu frá þeim nema fyrst verði gengið frá Icesave-málinu. Hins vegar mun líka hafa verið gefið í skyn af hálfu ESB, að viðurkenni Ísland á annað borð kröfur Breta og Hollendinga muni aðildarríkin hlutast til um að skilmálar verði með þeim hætti að skuldsetning og endurgreiðslubyrði verði ekki of íþyngjandi fyrir Ísland.( mbl.is)
Samkvæmt framangreindu hafa Íslendingar verið kúgaðir. Geir Haarde hafði lýst því yfir,að' Ísland mundi ekki láta kúga sig til þess að greiða eitthvað vegna Ice safe reikninga,sem væri Íslandi óviðráðanlegt.Íslenskir lögfræðingar hafa sagt,að Ísland sé ekki skuldbundið til þess að greiða fulla þá upphæð,sem tilgreind er í EES samningnum heldur dugi að greiða sem svarar því,sem er í tryggingasjóði innlánsreikninga.En nú hefur íslenska stjórnin breytt um stefnu.Hún hefur látið kúga sig.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Samningar um Icesave eina leiðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |