Föstudagur, 14. nóvember 2008
Er ekkert gagn í norrænni samvinnu?
Íslendingar hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með Norðurlandaþjóðirnar aðrar en Norðmenn í sambandi við lánsumsókn Íslands hjá IMF og öðrum þjóðum.Satt best að segja hefur aðeins ein sjálfstæð Norðurlandaþjóð staðið með Íslendingum,þ.e. Norðmenn.Færeyingar hafa einnig staðið með okkur og veitt okkur lán.En allar hinar Norðurlandasþjóðirnar hafa dregið lappirnar og sagt,að fyrst yrði IMF að afgreiða lánið til Íslands en Norðurlandaþjóðirnar vissu,að IMF vildi ekki afgreiða máliðð nema Norðurlandaþjóðirnar væru áður búnar að afgreiða lán til Íslands.Þetta var því einn skollaleikur og engum hvorki Norðurlandaþjóðunum né IMF virðist hafa dottið í hug að þessi afstaða væri að stórskaða Ísland eða þá að þeim hefur verið sama.
Til hvers er þetta norræna samstarf.Er það fyrir skálaræður og snakkfundi sem enga þýðingu hafa.Þegar til kastanna kemur verða Norðurlandaþjóðirnar,sem eru í ESB að sitja og standa eins og ESB vill og þær geta ekki eða vilja ekki veita litla "bróður" aðstoð þegar hann er í alvarlegum vandræðum.Það er lítið gagn í Norðurlandaráði í dag.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Icesave deilan að leysast?
Hún segir að mikilvægt að Ísland nái tökum á þeim eignum sem hafa verið frystar í Bretlandi og gera sér mat úr þeim. Þessari milliríkjadeilu verður að ljúka, segir Ingibjörg Sólrún.
Búið er að boða til blaðamannafundar kl. 16 í dag. Við erum með mörg mál í gangi samtímis eins og hefur verið í þessu undanfarnar vikur. Það er er að greiðast aðeins úr þessu, finnst mér. Eitt mál í einu að leysast, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að ríkisstjórnin geri sér vonir um að skuldir vegna Icesave-reikninga bankans lendi ekki á íslensku þjóðinni því að eignir bankanna standi algjörlega undir því, segir Björgvin og bætir við að það sé ekki hægt að fullyrða um slíkt að svo stöddu. Það verði ekki hægt fyrr en eignamatið liggi fyrir. Það mun taka ákveðinn tíma að lenda því, en flestir bendir til þess, já, að það geri það.(mbl.is)
Það hefði verið unnt að leysa deiluna við Breta og Hollendinga fyrir löngu með því að fallast á kröfu þeirra um að greiða rúmar 20 þús. evrur á hvern Ice safe reikning( hverja kennitölu). En Íslendingar töldu sér ekki skylt að greiða svo mikið.Fremstu lögfræðingar Íslands tölu nóg að greiða sem svaraði tryggingasjóði innstæðna.Nú slakar Ísland á og þá leysist deilan væntanlega.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Sjálfstæðisflokkurinn ræðir ESB
Búast má við tíðindum af vettvangi Sjálfstæðisflokksins um Evrópumálin í dag. Boðað hefur verið til reglulegs fundar þingflokks og miðstjórnar í dag þar sem Evrópusambandsmálið verður tekið til umræðu, skv. traustum heimildum. Innan flokksins er þó sagt að ekki sé von á að þar verði ákveðinn viðsnúningur á stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart aðild að ESB. Þau mál verði hins vegar tekin til umræðu vegna gjörbreyttra aðstæðna í samfélaginu eftir að fjármálakreppan skall á og endurmetin og þeim fundinn einhver farvegur, eins og það er orðað.
Mikill þrýstingur er af hálfu Samfylkingarinnar innan ríkisstjórnarinnar á að stefnan verði sett á aðildarumsókn að ESB í tengslum við aðgerðaráætlun vegna kreppunnar. Heimildarmenn innan Samfylkingar segja jafnframt að þeir setji samstarfsflokknum enga afarkosti í þessum málum. Sjálfstæðismenn sem rætt var við taka fram að Samfylkingunni hafi ekki verið gefin nein fyrirheit um að stefnubreyting sé í vændum gagnvart ESB-aðild, þó opnað sé á umræðuna um nýtt hagsmunamat gagnvart ESB með þessum hætti á vettvangi miðstjórnar.(mbl.is)
Það verður fróðkegt að sjá hvað kemur út úr fundi Sjálfstæðisflokksins um ESB.Ólíklegt er að flokkurinn taki upp nýja stefnu í málinu nú er það mun verða eftir því tekið hvað framámenn flokksins leggja til í málinu.
Björgvin Guðmundsson