Mánudagur, 17. nóvember 2008
Fjölmiðlarnir brugðust
Um 700 manns voru samankomnir á fjölmennum borgarafundi á NASA í kvöld. Fjölmiðlar voru harðlega gagnrýndir á fundinum. Þorbjörn Broddason, prófessor félagsfræði og kennari í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, sagði að fjölmiðlar hefðu á vissan hátt brugðist í aðdraganda fjármálakreppunnar.
Þrír borgarfundir hafa nú verið haldnir í Reykjavík vegna efnahagsástandsins. Tveir fyrstu fundirnir voru í Iðnó. Fundurinn á Nasa í kvöld var fjölmennasti fundurinn hingað til.
Fundarefnið var ábyrgð fjölmiðla í aðdraganda fjármálakreppunnar. Frummælendur sögðu fjölmiðla hafa brugðist eftirlitshlutverki sínu. (ruv.is)
Það vekur athygli hvað fundir um fjármálakrepppuna eru fjölsóttir,hvort sem þeir eru haldnir á Austurvelli,í Iðnó eða á Nasa.Þetta sýnir,að áhugi almennings er gífurlegur.Almenningur vill aðgerðir í þágu almennings og fyrirtækja og afsögn stjórnar Seðlabanka og yfirmanns Fjármálaeftirlits.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Reynt að hræða fólk með miklum skuldum!
Vísir.is skrifar eftirfarandi í dag:
Íslendingar verða skuldsettasta þjóð veraldar í vikulok gangi stjórnvöldum allt að óskum. Upphæð lánanna sem sóst er eftir hljóðar upp á ríflega 1.400 milljarða króna. Það þýðir að vegna bankahrunsins tekur hver Íslendingur á sig fjórar og hálfa milljón í skuld.
Nú er ljóst að íslenska þjóðin mun greiða þær upphæðir sem lágu inn á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, að hámarki um 20 þúsund evrur á hvern reikning. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi eru um 600 milljarðar króna.
Við eigum ekki fyrir þeim skuldum og því verður næsta skref að reyna að komast að samkomulagi við Breta og Hollendinga, jafnvel fá þá til að lána Íslendingum fyrir þeim.
Algerlega virðist á huldu hvort eða hversu skammt eignir Landsbankans hrökkva upp í þessa upphæð og skiptir í dag ekki öllu máli. Það mun taka fleiri ár að koma eignunum í verð og lán verður tekið fyrir Icesave milljörðunum.
Það að íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt að þjóðinni beri að standa við Icesave skuldbindingar gerir það að verkum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun að öllum líkindum taka umsókn Íslands um 2,1 milljarða dollara lán fyrir í vikunni. Það gera um 280 milljarða króna. En það þarf meira. Vonast er eftir um 4 milljörðum dollara frá Norðulöndunum og Evrópusambandinu.
Þessi lánapakki hljóðar upp á 800 milljarða íslenskra króna.
Lán vegna Icesave skuldbindinga er metið á 600 milljarða íslenkra króna.
Þetta eru um 1.400 milljarðar króna.
Það þýðir á mannamáli að hver Íslendingur, kornabörn og ellilífeyrisþegar meðtaldir, tekur á sig fjóra og hálfa milljón, í skuld, vegna bankahrunsins.
Ég gagnrýni þessa útreikninga og aðferðarfræði af 2 ástæðum: 1) Landsbankinn á eignir fyrir innstæðum á icesave Ef.þær rýrna eitthvað og duga ekki alveg greiðir íslenska rikið mismuninn.Hvað sá mismunur verður mikill veit enginn. Ef til vill verður enginn mismunur.Ef til vill verður hann 100 milljarðar en örugglega ekki meiri.Lánið hjá IMF og fleiri ríkjum er eins og yfirdráttarlán.Það verður notaður hluti af því eftir þörfum en ekki allt lánið.Það verður gjaldeyrisvarasjóður.
2lÉg tel ekki rétt að vera að hræða fólk með því að birta háar tölur um hugsanlegar skuldir. Það má nánast reikna hvað sem er.
Fólk hefur nægar áhyggjur þó ekki sé verið að hræða það sem vangaveltum um hugsanlegar erlendar skuldir.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Guðni segir af sér sem formaður og þingmaður
Guðni Ágústsson hefur sagt af sér sem formaður Framsóknarflokksins og jafnframt hefur hann sagt af sér þingmennsku.Þetta eru mikil pólitísk tíðindi.Svo virðist sem hann telji að mikil óeining og mikið ósætti innan Framsóknar komi í veg fyrir að flokkurinn nái nægum styrk.Hann telur að núverandi forysta þurfi að stíga til hliðar svo eining skapist í flokknum og flokkurinn eflist á ný. Mikil átök hafa verið milli Guðna og Valgerðar Sverrisdóttur.Bjarni Harðarson segir,að Valgerður hafi látið hóp manna gera aðför að Guðna.
Það er mikil eftirsjá af Guðna úr pólitikinni.Hann hefur verið litríkur og skemmtilegur stjórnmálamaður.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Olli þjóðnýting Glitnis bankahruninu?
Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu sagði í morgun,að sú ráðstöfun Seðlabankans að þjóðnýta Glitni ( kaupa 75% hlutafjár í bankanum) hafi verið búin að vera í undirbúningi í nokkurn tíma og höfuðtilgangurinn hafi verið sá að skaða Jón Ásgeir Jóhannesson,sem var stór hluthafi í Glitni.Með þjóðnýtingu Glitnis tapaði Jón Ágeir öllu hlutafé sínu í bankanum.(mörgum tugum milljarða)En Arnþrúður bætti við: Það,sem Seðlabankinn sá ekki fyrir var það,að þjóðnýting Glitnis olli hruni Landsbankans og Kaupþings. Það var ekki meiningin.Það átti aðeins að klekkja á Jóni Ásgeiri og Baugi.
Þorsteinn Már stjórnarformaður Glitnis fór á fund Seðlabankans og óskaði eftir láni fyrir Glitni ( ca. 20 milljörðum) til þess að greiða af lán hjá Landesbank í Þýskalandi.Þýski bankinn hafði áður tekið vel í að framlengja lán,sem nam þessari upphæð en hætti við það þar eð Seðlabankinn fékk lán hjá bankanum sem nam svipaðri fjárhæð. Vísaði þýski bankinn Glitni á Seðlabankann. Þorsteinn Már heyrði ekkert frá Seðlabankanum í 1-2 daga eftir að hann bar upp erindi sitt. En síðan frétti hann skyndilega frá Seðlabankanum að ákveðið hefði verið að þjóðnýta Glitni!Þetta var hið furðulegasta mál
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Nýtt bankahrun eftir nokkur ár?
Ef bankarnir hefðu verið í ríkiseign,þ.e. ekki einkavæddir,hefði ekkert hrun átt sér stað.Meðan bankarnir voru í ríkiseign var lítið um lántökur erlendis.Þær voru mjög hóflegar og auðvelt að greiða þær til baka.Bankarnir sem ríkisbankar voru ekki að kaupa útibú erlendis eða önnur erlend fyrirtæki. Þeir voru að sinna viðskiptamönnum hér heima fyrst og fremst. Sparifé landsmanna var öruggt í ríkisbönkunum.En nú segir ríkisstjórnin í plaggi til IMF,að bankarnir verði einkavæddir á ný við fyrsta tækifæri.Hvaða rugl er þetta? Er verið að storka þjóðinni? Er verið að gera því skóna,að leikurinn verði endurtekinn á ný? Eiga einhverjir einstaklingar,sem ekkert vit hafa á því að reka banka,að fá bankana á ný til þess að leika sér með þá og setja þá aftur á hausinn eftir 6 ár? Ég segi nei. Það kemur ekki til greina að einkavæða bankana aftur í bráð. Eftir langan tíma kemur ef til vill til greina að einn banki yrði einkavæddur. En þó er það mikil spurning hvort það á að gera .það. Við treystum ekki einstaklingum til þess að reka bankana eftir það sem á undan er gengið.Við viljum ekki nýtt bankahrun eftir 6 ár. Bankarnir eru öruggastir í höndum ríkisins.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Sótt um aðild að ESB á næsta ári
Allt bendir nú til þess að sótt verði um aðild að ESB snemma á næsta ári. Stjórnmálaskýrendur telja meiri líkur en minni fyrir því að landsfundur Sjálfstæðisflokksins í lok janúar ákveði,að sækja skuli um aðild. Hinar gerbreyttu aðstæður í íslensku þjóðfélagi hafa leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að endurskoða stefnu sína í Evrópumálum. Þar vegur þyngst,að mönnum er orðið það ljóst,að krónan er orðin gagnlaus og að það verður að skipta um gjaldmiðil.
Framsóknarflokkurinn tekur einnig stefnu á ESB. Flokkurinn hefur einnig ákveðið að flýta flokksþingi sínu og verður það haldið í janúar. Evrópumálin verða á dagskrá og Guðni formaður talar nú þannig,að allt bendir til þess að Framsókn samþykki aðild að ESB.Stefna Samfylkingar í þessu máli er skýr. Hún vill aðild en að málið verði lagt fyrir þjóðina.
Erfiðasta málið í viðræðum við ESB verður sjávarútvegsmál. Ég tel það forsendu fyrir aðild að viðunandi samningar náist um þau mál.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 17. nóvember 2008
800 milljarða lánapakki tilbúinn í vikunni
Haft er eftir Geir Haarde forsætisráðherra í samtali á Bloomberg-fréttaveitunni að lánapakkinn upp á 6 milljarða dollara, eða tæplega 800 milljarða kr. verði tilbúinn í vikunni. Jafnvel að allt sé klappað og klárt þann 19. nóvember n.k..
Það mikið af pakkanum liggi þá fyrir..."til að hægt sé að ljúka samningum," eins og það er haft eftir Geir.
Eins og kunnugt er af fréttum mun Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) taka umsókn Íslands um 2,1 milljarða dollara aðstoð á miðvikudag eða þann 19. nóvember. Hinn hlutinn af lánapakkanum mun að stærstum hluta koma frá Norðurlöndunum. Norðmenn hafa þegar samþykkt 80 milljarða kr. en hin Norðurlöndin bíða ákvörðunnar IMF. Einnig er reiknað með einhverju framlagi frá Evrópusambandinu.
Eins og fram kom í fréttum í gærdag hefur íslenska stjórnin náð samkomulagi við Breta og Hollendinga um Icesave-reikningana. IMF hefur beðið eftir slíku samkomulagi.(ruv.is)
Það er fagnaðarefni,að lánapakkinn upp á 800 milljarða verði tilbúinn í vikunni.Það standa þá vonir til þess,að' unnt verði að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf.Þau hafa verið i lamasessi undanfarið. Gjaldeyris fyrir innflutningi hefur verið skammtaður. Það er svo komið,að iðnaðarmenn fá ekki nauðsynlegt efni til þess að vinna með og hefur vinna stöðvast af þeim sökum. Margt fleira hefur vantað. Þess vegna er lífsnauðsyn að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Sparað í ráðuneytunum um 50 milljarða
Ráðuneytunum hefur verið gert að spara rúma 50 milljarða króna á næsta ári. Sparnaðartillögurnar eiga að liggja fyrir í lok þessarar viku. Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér bréf til allra ráðuneyta þar sem óskað er eftir sparnaðartillögum sem nemi 10% af ársveltu hvers ráðuneytis. Miðað er við fjárlagafrumvarp ársins 2009.
Útgjöld allra tólf ráðuneytanna fyrir komandi ár eru 507 milljarðar á verðlagi þess árs. Áætlaðar tekjur ríkisins á fjárlögum eru tæpum 57 milljörðum króna lægri en útgjöldin.
Ef tillaga fjármálaráðuneytisins nær fram að ganga, væri um tæplega 51 milljarðs króna sparnað að ræða en eftir sem áður halli á ríkissjóð sem næmi um sex milljörðum.
Ráðuneytin hafa frest fram til 20. nóvember að skila inn tillögum sínum. Komi tillaga fjármálaráðuneytis til framkvæmda, dragast útgjöld heilbrigðisráðuneytis saman um sem nemur tæpum 12 milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að rekstur Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri kostar tæpa 5 milljarða. Félags- og tryggingamálaráðuneytinu er uppálagt að spara sem nemur rúmum 10 milljörðum króna eða sem samsvarar heildarútgjöldum ríkisins í barnaverndarmálum og málefnum fatlaðra.(ruy.is)
Það er eðlilegt að sparað sé í ráðuneytunum eins og ástandið er í þjóðfélaginu. 10% sparnaður er lágmarkssparnaður. Skorið var niður um 20% í utanríkisráðineytinu.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Icesave-deilan leyst
Samkomulag hefur tekist við Breta og Hollendinga í deilu um Icesave-reikninga Landsbankans. Samkomulagið var kynnt í Ráðherrabústaðnum.. Íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu umfram eignir Landsbankans eða rúmlega 20 þúsund evrur á hvern reikning. Heildarupphæð ábyrgðar Íslendinga liggur ekki fyrir. Þá tryggja ESB-ríki lánveitingar til Íslands, þeirra á meðal Bretar og Hollendingar.(mbl.is)
Það má segja,að gott sé,að deilan sé leyst.En umbúðalaust verður að segja eins og er,að Ísland var kúgað í þessu máli af Bretum og Hollendingum og að lokum af öllu Evrópusambandinu.Ísland hefði kosið að deilan færi fyrir dómstóla en á það gátu Bretar og Hollendingar ekki fallist.Ég gef ekkert fyrir þau rök,að ESB hafi sagt að það sem væri fastákveðið í EES samningi væri ekki unnt að leggja fyrir dómsstóla.Bretar voru ekkert að hugsa um réttarreglur EES eða ESB þegar þeir frystu eignir íslenskra banka í Bretlandi og þegar þeir settu Kaupþing banka í Bretlandi í greiðslustöðvun.Málið hefði átt að fara fyrir dómstól ESB eða Efta dómstólinn en Bretar tóku lögin í eigin hendur.Enda þótt það standi í EES samningnum,að banki sem fer í þrot eigi að ábyrjgast rúmar 20.000 evrur per reikning ber lögfræðingum ekki saman um að það gildi,þegar allt bankakerfi þjóðar fari á hliðina.Íslenskir lögspekingar tejlja,að svo sé ekki.Ég er sammmála þeim.-Vonandi duga eignir Landsbankans fyrir Icesave reikningunum svo ekki þurfi að deila meira um málið.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Icesave-deilan leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)