Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Íslendingar mjög þakklátir Færeyingum
Færeyingum stendur til boða að nota sendiráð Íslands í Moskvu og Genf, samkvæmt frétt færeyska útvarpsins í dag. Þetta mun vera meðal niðurstaðna af fundi þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, í dag.
Færeyingum mun standa til boða skrifstofuaðstaða í sendiráðinu í Genf og að þeir geti nýtt sér þjónustu íslenska sendiráðsins í Moskvu. Í netfrétt Sosialurin er haft eftir færeyska utanríkisráðherranum að þessi fyrirgreiðsla geti haft mikla þýðingu fyrir færeyska utanríkisþjónustu í framtíðinni þegar leitað verður inngöngu í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) og Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Sá möguleiki að njóta aðstoðar sendiráðs Íslands í Moskvu geti komið sér vel þar til Færeyingar komi sjálfir á fót sendiskrifstofu í Rússlandi. Þetta tilboð Íslendinga sé staðfesting á góðri samvinnu bræðraþjóðanna Íslands og Færeyja.
Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, átti síðdegis fundi með Geir H. Haarde forsætisráðherra og Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, að sögn netfréttar Sósialsins.(mbl.is)
Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Jörgen Niclasen utanríkisráðherra Færeyja. Ræddu þau samvinnu ríkjanna. Íslendingar eru mjög þáttlátir Færeyingum fyrir þann fjárhagsstuðning sem Færeyingar veita Íslendingum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Íslensk sendiráð aðstoði Færeyinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
FEM: Bankarnir bera mestu ábyrgðina
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir ábyrgð á bankakreppunni fyrst og fremst liggja hjá stjórnendum bankanna. Seðlabankinn hafi þó átt að hafa eftirlit með lausafjárstöðu þeirra. Davíð Oddsson geri því of lítið úr ábyrgð Seðlabankans.
Það sé Seðlabankinn sem geti veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða lán með sérstökum kjörum og því sé eftirlit Seðlabankans með lausafjárstöðu bankanna sérstaklega mikilvægt. Sameiginlega beri Seðlabankinn og Fjármálaeftrilitið ábyrgð á að hafa ekki náð í gegn með þau varnaðarorð sem höfð voru uppi.
Davíð gagnrýndi stjórnvöld, Fjármálaeftirlit, fjölmiðla, banka og eigendur þeirra harðlega í morgun vegna bankahrunsins.
Jón Sigurðsson bendir hinsvegar á að seðlabankastjórinn sé heldur hógvær fyrir hönd sinnar stofnunar að gera lítið úr eftirlitshlutverki Seðlabankans.
Bankanum sé ætlað að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hann ákveði bindiskyldu, setji reglur um lausfjárstöðu og gjaldeyrisjöfnuð og líti eftir með framkvæmd þeirra.
Jón segir Fjármáleftirlitið vissulega bera ábyrgð á eftirlit með eignum og skuldum einstakra banka og álagsprófum til að meta viðnámsþrótt eiginfjár þeirra gagnvart áföllum. Það verði þó að segjast eins og er að þessar aðferðir hafi ekki dugað nægilega vel þegar heimskreppa á sviði fjármála skall á. Endurmeta þurfi allt bankaeftirlit
Ábyrgðin á bankahruninu hér heima sé þó fyrst og fremst bankanna sjálfra og stjórnenda þeirra en ekki Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. ( ruv.is)
Vissulega bera bankarnir ábyrgð á eigin rekstri.En eftirlitsstofnanir og stjórnvöld brugðust eftirlitsskyldu sinni.
Björgvn Guðmundsson
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Stjórntækin eru í Seðlabankanum
Davíð Oddsson seðlabankastjóri fór í ræðu sinni á fundi Viðskiptaráðs í morgun yfir bankahrunið og sagði ríkisstjórnina, Fjármálaeftirlitð og bankana ekki hafa sinnt ítrekuðum viðvörunum Seðlabankans. Davíð sagði einnig að Seðlabankinn hefði ekki haft þau þau úrræði í bankaeftirliti sem til hefði þurft heldur Fjármálaeftirlitið. Bankinn hefði til að mynda ekki getað stöðvað stofnun útibúa í útlöndum á vegum viðskiptabankanna.
Yngvi Örn, sem tók þátt í pallborði á fundinum í morgun, bendir á að fundurinn hafi snúist um úrlausn fjármálakreppunnar en ræða bankastjóra Seðlabankans hafi mest snúist um aðdragandann og hverjir bæru ábyrgð á stöðunni. Á henni virtust allir aðrir bera ábyrgð en Seðlabankinn.
Eitt af því sem ég benti á er að Seðlabankinn er birgur af stjórntækjum sem hefði mátt beita til að bregðast við stöðu bankanna. Seðlabankinn getur stjórnað bindiskyldu bankanna og hann hafði heimild til þess að setja á þá lausafjárreglur þannig að þeir legðu meira til hliðar af lánum til þess að mæta hugsanlegum erfiðleikum. Stjórntækin eru hvergi betri en í Seðlabankanum," segir Yngvi.
Um lausnir í yfirstandandi kreppu segir Yngvi að þær liggi á borðinu. Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið hafi óskað eftir aðstoð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þar liggi fyrir efnahagsáætlun til næstu þriggja ára. Það er ekki um annað að ræða en að fylkja sér á bak við hana," segir Yngvi. Næstu verkefni séu að koma krónunni í lag og bregðast við vanda fyrirtækja og heimila. (visir.is)
Ég er sammála Yngva.Stjórntækin eru fyrir hendi í Seðlabankanum og nægar lagaheimildir fyrir bankann til þess að taka í taumana.En ekkert var gert.
Björgvin Guðmundssonl
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Geir hlýddi Seðlabankanum
Geir Haarde forsætisráðherra segir það rétt að Seðlabankinn hafi varað stjórnvöld við slæmri stöðu bankakerfisins í febrúar. Hann segist þó ekki muna annað en að það sem Seðlabankinn lagði til, hafi verið hrint í framkvæmd. Geir segir að stjórnvöld og seðlabankastjórar hafi fundað og í framhaldi af því hefðu stjórnvöld fundað með bankastjórum annara banka. Á þeim fundum hefði hins vegar komið fram að staðan væri betri en hún raunverulega var.(ruv.is)
Það er ljóst,að engin þykist bera neina ábyrgð. En hið rétta er að allir bera ábyrgð,Fjármálaeftirlit,Seðlabanki og ríkisstjórn. Auðvitað áttu ekki Seðlabanki og ríkisstjórn að láta bankana segja sér hvernig staða bankanna væri.Staðan kom fram í uppgjöri banka.Þó bankarnir segðu,að lausafjárstaðan væri í lagi voru skuldir bankanna erlendis orðnar margfaldar af því sem ásættanlegt var.Allir þessir aðilar áttu að taka í taumana. Ekki var nóg að bankastjórn Seðlabankans mælti varnaðarorð. Seðlabankinn atti að beita þeim úrræðum sem bankinn hafði og Fjármálaeftirlitið átti að taka í taumana. Sú stofnun virðist hafa verið gagnslaus
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Jón Ásgeir og Kolkrabbinn
Frá því að bankahrunið skall á hefur Jón Ásgeir Jóhannesson verið undir stöðugri skothríð í fjölmiðlum,m.a. í Morgunblaðinu.Maður gæti haldið,að Jón Ásgeir hefði einn staðið í útrásinni.Hvers vegna beina fjölmiðlar spjótum sínum fyrst og fremst að Jón Ásgeiri en láta aðra útrásarvíkina í friði.Skýringar á þessu eru nokkrar. Sennilega á Egill Helgason verðlauna sjónvarpsmaður stóran þátt í þessu,þar eð hann réðist með offorsi að Jóni Ásgeiri í þætti sínum og kenndi honum um bankahrunið og spurði hvort hann ætlaði að borga og fara að vinna á ný sem óbreyttur starfsmaður. Egill hefur ekki rætt svona við Björgólf eða Bakkabræður.Einnig var með 6 ára málaferlum gegn Baugi búið að gefa skotleyfi á Jón Ásgeir.
Undanfarið hefur verið rætt mikið um það í Morgunblaðinu hvað Jón Ásgeir skuldi mikið í bönkunum.Það eru nefndar stórar tölur í þessu sambandi og er þá verið að tala um skuldir ýmissa fyrirtækja sem Jón á í svo sem Baug og mörg önnur. Jón Ásgeir á hlut í þessum fyrirtækjum,misjafnlega stóran en hann er samt talinn skulda allt,það sem þessi fyrirtæki skulda.Hvers vegna er ekki birt það,sem aðrir stóreignamenn og skuldarar skulda i bönkunum.
Ég minnist þess ekki þegar Kolkrabbinn átti öll helstu fyrirtæki landsins,að fjölmiðlar væru að birta skuldir helstu eignamanna Kolkrabbans.Það var ekkert minnst á skuldir þessara aðila í bönkunum. Það var hins vegar rætt mikið um skuldir Sambands íslenskra samvinnufélaga.
Ég taldi að vísu,að útrásarvíkingarnir hefðu fyrst og fremst fjármagnað útrásina,kaup fyrirtækja erlendis, með lántökum erlendis og kom á óvart að þeir hefðu tekið mikil lán hér heima. En ég kenni bönkunum um þetta fyrst og fremst.Bankastjórarnir áttu að gæta þess að lána ekki einstökum aðilum of mikið. Þeir hafa gætt þess vel þegar almenningur hefur átt í hlut.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Gat Seðlabankinn ekki tekið í taumana?
Seðlabankinn segist hafa varað við því ástandi,sem, væri að skapast hér í bankakerfinu,m.a. með útþenslu bankanna.Seðlabankinn er banki bankanna og hefur ríkar heimildir til aðgerða.Hann getur aukið bindiskyldu bankanna og hann á að fylgjast með því að viðskiptabankarnir geti staðið við skuldbundingar sínar.Hann á að gæta þess,að gjaldeyrisvarasjóðurinn sé nægilegar öflugur.Spurningin er sú hvort Seðlabankinn gat ekki tekið í taumana,þegar i óefni stefndi.
Björgvin Guðmundsson
Í
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Verður Valgerður foringinn?
Nú er rætt um það hver verði framtíðarforingi Framsóknar,þegar Guðni er hættur.Valgerður er orðin formaður fram að flokksþingi.Spurning er hvort hún býður sig fram og vill verða framtíðarforingi Framsóknar eða hvort einhver yngri maður tekur við keflinu.Valgerður er öflugur stjórnmálamaður og hefur staðið sig vel í stjórnarandstöðunni.En hún hefur blett á sér vegna einkavæðingarinnar. Hún var bankamálaráðherra þegar einkavæðingin var ákveðin og margir telja,að einkavæðingin sé upphaf ófaranna í bankakerfinu.Þess vegna væri ef til vill betra fyrir framsókn að fá nýjan ungan mann til þess að taka við flokknum.Hver á það að vera: Bjön Ingi Hrafnsson eða Páll Magnússon? Báðir eru frambærilegir. Sif er einnig góður kostur.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Davið vill erlenda rannsókn á Seðlabankanum
Davíð Oddsson seðlabankastjóri krefst þess að fram fari ítarleg rannsókn á vegum erlendra aðila á störfum Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Komi í ljós að mistök hafi verið gerð þurfi ekki að reka neinn, menn muni segja af sér.
Þetta kom fram í ræðu Davíðs á árlegum morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands sem að þessu sinni bar yfirskriftina Fjármálakreppan - er lausn í sjónmáli? Davíð fór yfir það í ræðu sinni að Seðlabankinn hefði ítrekað varað við í hvað stefndi, bæði út á við og inn á við, en bankarnir hefðu ætíð svarað því að staðað þeirra væri sterk. Þá sagði seðlabankastjóri enn fremur að fjölmiðlar hefðu lítið gert úr varnaðarorðum Seðlabankans. Áróðursmaskína hefði verið notuð grímulaust eins og verðlaunasjónvarpsmaðurinn Egill Helgason hefði bent á.(visir.is)
Það eru stórtíðindi,að Davíð Oddsson skuli óska erlendrar rannsóknar á Seðlabankanum og segja,að bankastjórn Seðlabankans muni segja af sér,ef bankastjórnin hafi gert mistök.Fróðlegt verður að sjá hvernig ríkisstjórnin bregst við þessari ósk Davíðs.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)