Mótmælafundurinn: Kvótann aftur til þjóðarinnar

Mótmælafundi er í þann mund að ljúka á Austurvelli og hafa ræðumennirnir þrír lokið máli sínu. Gerður Pálma, atvinnurekandi frá Hollandi, talaði um að Ísland hefði nú verið í heimspressunni sem aldrei fyrr og ekki af góðu, en sú ímynd sem listafólk okkar hefði skapað gegnum árin væri enn sterkari í hugum heimsins.

Síðastur tók til máls Sindri Viðarsson, sagnfræðinemi. Sindri sagðist hafa þá tilfinningu að vorið yrði bjart og að dagar fáfræði og sandkassaleikja í stjórnvöldum væru taldir. „Þetta eitthvað erum við,“ sagði Sindri við mótmælendur á Austurvelli. „Við ætlum að byggja betra samfélag og þeim skilaboðum þurfum við að bera áleiðs, þeim sem heima sitja og bera þrælslund í hjarta gagnvart stjórnvöldum.“

Sindri vísaði einnig til orða Robert Z. Aliber hagfræðings sem ræddi málefni Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðustu viku. Sindri sagði orðræðu Alibers hafa haldið opnum möguleikanum fyrir einkavæðingu. „Ég vil ekki einkavæða orkugeirann, ég vil ekki einkavæða heilbrigðisgeirann og ég vil enn síður einkavæða menntakerfið. Ég vil kvótann aftur til þjóðarinnar!“ Undir þetta tóku fundarmenn fullum rómi.

Að síðustu áréttaði Sindri að Íslendingar hefðu nú valið til að byggja upp nýtt Ísland. „Höfum réttlæti í huga en ekki hefnd. Höfum náungakærleik í hjartastað og kaupum það síðasta sem keypt verður í langan tíma, betra samfélag sem byggir á jöfnuði en ekki spillijngu, það byggir á jöfnum auði en ekki flokksskírteinum, það byggir á samhjálp liðinna alda.“

Eftir að formlegum mótmælum lauk var eftir fámennur hópur unglinga á aldrinum 13-16 ára grýtir nú Alþingishúsið tómötum og banönum og virðist það vera sami hópur og fyrir viku síðan. Mótmælin sjálf fóru hinsvegar friðsamlega fram sem fyrr.(mbl.is)

Ég tek undir orð Sindra um að kvótinn verði fluttur aftur til þjóðarinnar. Nú þegar ríkið þarf að taka erlend lán vegna bankahrunsins þarf ríkið á öllum fjármunum sínum að  halda. Ríkið getur ekki látið úítgerðarmenn  ráðskast lengur með kvótann eins og hann sé þeirra eign.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


Mótmælin verða ekki þögguð niður

Mótmælafundur á Austurvelli,sá 7.röðinni á laugardegi,var haldinn í dag, Mikið fjölmenni sótti fundinn.Fundarboðendur sögðu,að fundum yrði haldið  áfram þar til markmið mótmælenda næðust en meðað þeirra er krafan um þingkosningar. Það var mikill þungi  í ræðum  þeim,sem fluttar voru,

Ég er hræddur um að ekki verði komist hjá kosningum.Ef valdhafarnir reyna að hunsa kröfur almennings um kosningar er hætt við,að upp úr sjóði.

 

Björgvin Guðmundssson


Ingibjörg Sólrún;Friðsamir mótmælendur eiga hrós skilið

 Ingibjörg Sólrún,formaður Samfylkingarinnar sagði á flokksstjórnarfundi i dag,að friðsamir mótmælendur ættu hrós skilið. Ef ég væri ekki ríkisstjórn mundi ég sjálf mæta á mótmælafundi,sagði Ingibjörg.
Visir.is.segir svo frá ræðu Ingibjargar:

Krafan um kosningar í vor endurrómar í Samfylkingunni enda á flokkurinn sér rætur í ríkri lýðræðishefð, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar.

Ingibjörg sagði í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar það væri mikilvægara en nokkru sinni fyrr að stjórnmálaöflin í landinu setji eigin hagsmuni til hliðar. Hún viðurkenndi að það hentaði flokknum að mörgu leyti að gengið yrði kosninga nú. Á síðustu kjörtímabilum hafi flokkurinn ítrekað bent á það sem misfórst við stjórn efnahagsmála. Auk þess nyti Samfylkingin mikils stuðnings meðal þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum.

Aftur á móti væri ekki hægt að láta það stjórna afstöðu flokksins til kosninga og kosningar í vor væru ekki tímabærar. Í hennar huga sé forgangsröðin skýr. ,,Fyrst kemur fólkið og svo flokkurinn."

Ingibjörg sagði að verkefni næstu vikna og mánuða vera að koma almenningi og öðrum stjórnmálaflokkum í skilning um að Íslendingar þurfi að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í stað krónu.

Ingibjörg telur miklar líkur á að bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn endurnýi stefnu sínu í málaflokknum á næstu mánuðum. Þá spurði hún hvort að Evrópustefna Vinstri grænna felist í stuðningi við ónýta krónu og traust á Seðlabankanum.

Jafnframt sagði Ingibjörg að þeir mótmælafundir sem haldnir séu reglulega þessa dagana væru til marks um lífskraft fólksins í landinu og það fólk sem mætti í friðsöm mótmæli ætti hrós skilið því með því væri fólkið að taka þátt í málefnalegri umræðu í landinu. Ef hún væri ekki í ríkisstjórn myndi hún sjálf mæta á mótmælafundina.

 

Björgvin Guðmundsson







Bloggfærslur 22. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband