Eignir Kaupþings erlendis duga fyrir innstæðum ytra

Steinar Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings, segir að ekki sé þörf á að taka lán til að greiða út innstæður sparifjáreigenda í erlendum útibúum. Kaupþing hefur þegar greitt út innstæður af Edge reikningum í 4 af 5 löndum.

Dr. Stefan Olbermann, segir að samkomulag liggi fyrir milli þjóðanna sem málið varðar, það er að segja Þýskalands, Bretlands, Hollands og Íslands. Það hafi líka verið eitt skilyrðanna fyrir samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þjóðverjar ætla að lána Íslendingum 300 milljónir evra, 50 milljarða króna, til að greiða eigendum reikninga hjá Kaupþingi. 

Dr. Stefan Olbermann, talsmaður fjármálaráðuneytisins í Þýskalandi, sagði í samtali við fréttastofu að samkomulag liggi fyrir milli þjóðanna sem málið varðar, það er að segja Þýskalands, Bretlands, Hollands og Íslands. Það hafi líka verið eitt skilyrðanna fyrir samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þegar hefur verið greitt út í Svíþjóð 31 milljarður króna, svipaða upphæð í Noregi, rúmur hálfur milljarður króna í Austurríki og 26,7 milljarða króna í Finnlandi.  Hæsta upphæðin er í þýskalandi  50 milljarðar króna. Hvort formlegur samningur hefur verið undirritaður sé ekki ljóst og málið eigi eftir að fara fyrir þýska þingið. (ruv.is)

Það er ángjulegt að eignir Kaupþings erlendis   skuli duga fyrir innstæðum á sparireikningum bankans  ytra.

Björgvin Guðmundsson

 


Þorvaldur Gylfason vill afsögn bankastjórnar Seðlabanka og ríkisstjórnar

Þorvaldur Gylfason prófesor sagði í Silfri Egils  í dag,að það  hefðu verið gerð mestu mistök lýðveldistímans af stjórn Seðlabankans og ríkisstjórninni. Hann sagði,að forsætisráðherra Bretlands hefði lagt til við forsætisráðherra Íslands sl. vor,að Ísland leitaði til IMF   vegna erfiðleika í bönkum og fjármálakerfi.En íslensk stjórnvöld hefðu lagst gegn því  einkum Seðlabankinn.Ef þetta hefði verið gert sl. vor er líklegt,að komist hefði verið hjá bankahruninu.

Þorvaldur sagði ,að stjórn Seðlabankans  ætti að fara frá og einnig ríkisstjórnin vegna framangreindra mistaka

 

 

Björgvin Guðmundsson.


Mistök að þjóðnýta Glitni

Það voru mistök að þjóðnýta Glitni. Sú ráðstöfun sendi þau skilaboð til   erlendra banka,að komið væri upp neyðarástand í íslenska bankakerfinu og  erlendu bankarnir lokuðu umsvifalaus öllum lánalínum til Íslands.Þar með hrundu hinir íslensku bankarnir og Glitnir þar með.
Formaður bankaráðs Glitnir fór fram á 2o milljarða lán í Seðlabankanum  til .þess að greiða lán í Landesbank í Þýzkalandi.Landesbank hafði lofað Glitni láni eða  framlengingu á láni en áður en til afgreiðslu á láninu kæmi fékk Seðlabankinn lán hjá Landesbank að svipaðri fjárhæð og af þeim sökum vísaði Landesbank Glitni á Seðlabankann. Það hefði því verið eðlilegt að Seðlabankinn veitti Glitni umrætt lán.Ef hann hefði gert það hefðu íslensku bankarnir sennilega lifað af fjármálaóróann.En í staðinn ákvað Seðlabanki og   ríkisstjórn að þjóðnýta Glitni með því að leggja bankanum til 75 milljarða hlutafé,þ.e. margfalda þá fjárhæð,sem Glitnir fór fram á.Í því fólust mistökin.Það voru send röng skilaboð út í heim og pukrið og leyndin sem hvíldi yfir fundunum þá helgi sem þetta var ákveðið gerðu illt verra og gáfu erlendum aðilum til kynna,að hér væri eitthvað mikið að.
Björgvin Guðmundsson

31,6% styður stjórnina!

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 31,6% landsmanna samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. 68,4% segjast ekki styðja stjórnina. Hefur fylgi við ríkisstjórnina minnkað um 10 prósentur frá því blaðið gerði sambærilega könnun í október.

Blaðið hefur m.a. eftir Bjarna Benediktssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að aðgerðaáætlanir fyrir heimilin og fyrirtækin, séu í smíðum. Þegar sú mynd verði dregin skýrar muni viðhorfin breytast. Haft er eftir Valgerði Sverrisdóttir, formanni Framsóknarflokks, að þetta sé afleit útkoma fyrir ríkisstjórnina enda hafi stjórnarandstaðan flutt vantrauststillögu á Alþingi.

 

Mestur er stuðningur við stjórnina meðal Sjálfstæðismanna,  88,2%, rúm 50,4% meðal Samfylkingarfólks, 21,1% meðal þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk, 8,3% meðal framsóknarfólks og 3,8% meðal stuðningsmanna VG.

 

Hringt var í 800 manns laugardaginn 22. nóvember og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Hvaða flokk myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? og tóku 49,9 prósent afstöðu, 29,4% vera óákveðin, 15% segjast myndu skila auðu. Einnig var spurt: Styður þú núverandi ríkisstjórn? og tóku 88,3 prósent afstöðu til spurningarinnar.  (mbl.is)

 Minnkandi stuðningur við stjórnina sýnir,að ekki verður komist hjá kosningum á næsta ári.,Spurning

 in   er aðeins hvort kosið verður næsta vor eða næsta haust.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

Fara til baka aka


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánaði Glitnir óeðlilega mikið til Fl Group?

Agnes Bragadóttir skrifar ítarlega grein í sunnudagsblað Mbl. um lánveitingar Glitnis til Fl Group og annarra skylda aðila.Kemst hún að þeirri niðurstöðu að um óeðlilega miklar lánveitingar til skyldra aðila hafi verið að ræða og að ekki hafi verið staðið rétt   að lánveitingunum.Það er virðingarvert,að Agnes taki þessi mál fyrir  en það væri þó betra að hún kannaði lán til tengdra aðila í öllum bönkunum en ekki aðeins mál sem tengjast Jóni Ásgeiri.T.d. ætti hún  að kanna lánveitingar til Björgólfs,Bakkabræðra,Exista o.fl.

Jón Ásgeir hefur svarað grein Agnesar og hann heldur því fram,að ekkert óeðlilegt hafi verið við lánveitingar Glitnis til Fl Group eða til annarra tengdra aðila.Hann bendir á,að hlutfall lánveitinga til tengdra aðila sé svipað í öllum bönkunum eða sem hér segir: Í Glitni 2,9%    af útlánum,hjá Kaupþingi  3,3  %  af lánveitingum og Landsbanka 2,3% af útlánum.Ef miðað er við hlutfall af eignum eru tölurnar þessar: Glitnir  1,9%,Kaupþing 2,2% og Landsbanki 1,6%..Þessar tölur sýna,að ekkert óeðlilegt er við  lán Glitnis til tengdra aðila.

 

Í yfirlýsingu Jóns Ásgeirs segir svo m.a.:

Vikið er að lánumtil FL Group í nóvember og desember 2007. Agnes heldur því fram að þessar lánveitingar hafi verið óeðlilegar og að FL Group hafi verið komið í þrot á þessum tíma. Þetta eru einfaldlega órökstuddar og rangar fullyrðingar. Ég hef látið skoða þessar lánveitingar. Í ljós kemur að um var að ræða endurfjármögnun að mestu leyti. Nóvemberlánin tvö voru veitt gegn tryggu veði í eignarhlutum í Geysi Green Energy og Refresco. Desemberlánið upp á 15,9 milljarða var veitt gegn veðum í eignarhlutum í Landic Property og fleiri fasteignafélögum. Andvirði lánsins var notað til að greiða niður önnur lán FL Group og greiddi FL Group lán sín hjá Glitni að auki niður um 7 milljarða á þessum tíma. Ég kom hvergi nærri þessum lánamálum og það var nákvæmlega ekkert óeðlilegt við afgreiðslu lánanna. Þau eru í fullu samræmi við lánafyrirgreiðslu Glitnis við aðra viðskiptamenn og í fullu samræmi við fyrirgreiðslu til FL Group hjá öðrum lánastofnunum, innlendum og erlendum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 


Bankahrunið: Íslendingar voru varaðir við

Morgunblaðið hefur rætt ítarlega um bankahrunið og birt ummæli erlendra og innlendra  sérfræðinga,sem birt voru löngu fyrir hrunið.Ragnar Önundarson,Þorvaldur Gylfason,Gylfi Zoega og Gylfi  Magnússon skrifuðu allir um bankana og miklar skuldir þeirra erlendis.Sérstaklega benti  Þorvaldur á þetta.En allir þessir menn vöktu athygli á hættum,sem væru framundan í bankakerfinu. Einnig birtu erlendir sérfræðingar viðvaranir,eins og Lars Cristensen hjá Den  Danske Bank og Richard Thomas hjá  Merrill Lynch.Sá síðastnefndi gagnrýndi Seðlabankann og forsætisráðherra harðlega fyrir aðgerðarleysi.Hann spáði  þjóðnýtingu bankanna.Jónas Fr.Jónsson hjá FEM sagði 16.jan sl.,að bankarnir hefðu alla burði til þess að þola óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum!Davið Oddsson sagði 11.apríl,að ekkert benti til þess að koma þyrfti bönkunum til bjargar á næstunni.Hann sagði  að   lausafjárstaða bankanna væri jafnvel betri en erlendra banka!

Svo virðist  sem  FEM  og  Seðlabanki hafi verið glámskyggn á vanda íslensku bankanna.

 

 

 

Björgvin Guðmundsson


Eftirlaunamálin: Gott skref stigið

Á heimasíðu Samfylkingarinnar má lesa eftirfarandi:

"Áralangri baráttu Samfylkingarinnar fyrir afnámi eftirlaunaósómans fer að ljúka.  Í dag var lagt fram í ríkisstjórn nýtt frumvarp að frumkvæði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem tekur til baka vægast sagt umdeild ákvæði sem ollu réttlátri reiði landsmanna í árslok 2003 og æ síðan.  Þar munar mestu um hækkun aldursákvæðis, lækkun réttindaávinnslu og síðast en ekki síst afnám tvöfalda kerfisins, þar sem þingmenn og ráðherrar hafa getað þegið eftirlaun á sama tíma og þeir þiggja full laun fyrir vinnu á vegum ríkisins.  Með afnámi tvöfalda kerfisins er gengið lengra en að afnema gildandi lög því það fyrirkomulag var við lýði í gamla kerfinu, merkilegt nokk þó aldursviðmið væri hærra."

Breytingarnar eru ekki afturvirkar,þannig að þeir ráðherrar,sem hættir eru störfum þurfa ekki að greiða til baka þau sérréttindi,sem þeir hafa notið undanfarin ár..Breytingin er ei að síður gott skref í réttlætis og jafnréttisátt. En eftir er ei að síður að jafna að fullu lífeyrisréttindi landmanna.Eftir sem áður hafa  hæstaréttardómarar,ráðherrar og jafnvel þingmenn meiri eftirlkaunaréttindi en almenningur. Það eru engin rök til þess. Það á að vera jafnrétti í þessu landi. Krafan  er : Afnemum öll sérréttindi og jöfnum   að fullu efftlaunaréttindi.

Björgvin  Guðmundsson


Skoðanakönnum:Stjórnarflokkar missa fylgi

Vinstri græn myndu bæta við sig tíu þingmönnum frá síðustu kosningum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 27,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, sem gæfi honum 19 þingmenn, í stað þeirra níu sem nú sitja á Alþingi fyrir flokkinn. Vinstri græn yrði þar með næst stærsti flokkurinn. 23,0 prósent sögðust styðja flokkinn í könnun blaðsins í lok október, en 14,3 prósent kusu hann í síðustu þingkosningum.

Stærsti flokkurinn yrði, líkt og í síðustu könnun blaðsins Samfylking og segjast 33,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku til flokka myndu kjósa flokkinn. Það er aðeins minna fylgi en í síðustu könnun blaðsins þegar 36,0 prósent studdu hann. Samkvæmt þessari könnun fengi flokkurinn 23 þingmenn í stað 18 sem þeir hafa nú.

Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt þessu þriðji stærsti flokkurinn og segjast 24,8 prósent myndu kjósa hann. Samkvæmt því fengi flokkurinn 17 þingmenn, átta færri en flokkurinn hefur nú. 29,2 prósent sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn í síðustu könnun blaðsins, en 36,6 prósent gáfu honum atkvæði í síðustu kosningum.

Fylgi Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins breytist ekkert frá síðustu könnun blaðsins, þrátt fyrir að nýr formaður hafi tekið við í Framsóknarflokknum. 6,3 prósent segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn og fengi flokkurinn samkvæmt því fjóra þingmenn. 4,3 prósent segjast myndi kjósa Frjálslynda flokkinn og fengi flokkurinn samkvæóst ermt því engan þingmann, þar sem fimm prósenta marki er ekki náð til að fá uppbótarþingmann kjörinn. 3,3 prósent sögðust myndu kjósa annan flokk.(visir.is)

Þessi skoðanakönnun er athyglisverð.Hún sýnir,að stjórnarflokkarnir missa fylgi frá síðustu könnun. Sjalfstæðisflokkurinn er með 24,8% en Samfylking með  33,6%.Það er minna hjá báðum en í síðustu könnun.Málið er alvarlegt hjá Sjálfstæðisflokknum. Ljóst er,að kjósendur telja þann flokk bera höfuðábyrgð á fjármálakreppunni.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 23. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband