Mánudagur, 24. nóvember 2008
Vantrauststillagan var felld
Gengið var til atkvæða um tillögu stjórnarandstöðunnar um vantraust á ríkisstjórnina á Alþingi nú rétt í þessu og var tillagan felld með 42 atkvæðum á móti 18.
Lítið kom á óvart í atkvæðagreiðslunni og greiddu þingmenn atkvæði með eða á móti eftir því hvar í flokki þeir standa. Þó greiddi Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins atkvæði gegn tillögu stjórnarandstöðunnar.
Gripið var til nafnakalls í atkvæðagreiðslunni og gátu þingmenn gert grein fyrir atkvæði sínu. Ólöf Nordal, sjálfstæðisflokki, mismælti sig þó þegar hún var innt eftir sinni stöðu í málinu og sagði hún já, en var fljót að leiðrétta sig. (visir.is)
Það vakti athygli,að Kristinn skyldi greiða atkvæði með ríkisstjórninni. Það gæti bent til þess,að hann væri á förum úr flokki frjálslyndra. Honum var bolað úr embætti þingflokksformanns fyrir Jón Magnússon og hefur ekki verið ánægður síðan.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Þorvaldur Gylfason; Stjórn Seðlabanka verður að víkja
Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði var á meðal frummælenda á borgarafundinum í Háskólabíói. Þar sagði hann að ríkisstjórnin hefði brugðist á sínum tíma þegar ákveðið var að einkavæða bankana og menn handgengir stjórnvöldum fengu að kaupa þá án þess að hafa nokkra reynslu af bankarekstri. Seðlabankinn fékk einnig yfirhalningu hjá Þorvaldi og um miðbik ræðu sinnar krafðist hann þess að bankastjórnin víki.
Fyrir þessi ummæli uppskar Þorvaldur gríðarlegt lófaklapp úr salnum og raunar tóku nokkrir alþingismenn þátt í klappinu, þar á meðal Árni Páll Árnason og Helgi Hjörvar úr Samfylkingunni.
Þorvaldur sagði bankanum ekki treystandi fyrir því að fara með upphæðirnar sem þjóðin hefur fengið að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og nokkrum þjóðum. Hann sagði þó að krafa AGS um öryggisúttekt á Seðlabankanum veki von.
Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands, kom næst í pontu og hennar ræða gekk út á þá kröfu margra að efnt verði til kosninga. Við verðum að fá að kjósa," sagði Silja Bára í lok ræðu sinnar og uppskar einnig mikið lófaklapp. ( visir.is)
Þorvaldur fékk miklar og góðar undirtektir við ræðu sína enda var ræðan mjög sterk.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Barist gegn niðurskurði í velferðarkerfinu
Talið er að um 300-350 manns séu á Austurvelli þar sem útifundur BSRB og fleiri samtaka er nýhafinn. Í fundarboði segir að fundurinn sé haldinn vegna óvissuástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar, kjaraskerðingar, og hugmynda stjórnvalda um stórkostlegan niðurskurð á útgjöldum til velferðar.(mbl.is)
Ég styð baráttu framangreindra samtaka gegn niðurskurði í velferðarkerfinu og gegn allri kjaraskerðingu láglaunafólks,aldraðra og öryrkja. Það má ekkert skerða kjör þessara hópa.Þau eru
i lagmarki.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fjölmenni á útifundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Ísland 3.skuldsettasta iðnríki heims í lok ársins
Ísland verður þriðja skuldsettasta iðnríki heimsins í lok þessa árs. Er það mikill viðsnúningur því áður var Ísland þriðja minnst skuldsetta þjóð heims innan OECD.
Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að skuldir hins opinbera munu fara úr því að vera 28,9% af landsframleiðslu í lok árs í fyrra í að vera 108,9% í lok árs í ár samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).
Við þetta fer hið opinbera úr því að vera sá þriðji skuldaminnsti opinberi geirinn innan OECD, þ.e. meðal iðnríkjanna, yfir í að vera sá þriðji skuldamesti. Eftir árið í ár verða Ítalía og Japan fyrir ofan okkur á listanum en hið opinbera á Ítalíu var með skuldir sem námu 116,7% af landsframleiðslu þar í lok árs í fyrra og Japan með skuldir sem námu 170,3% af þarlendri landsframleiðslu," segir í Morgunkorninu.
Á móti verður að skoða varðandi skuldastöðu hins opinbera að talsvert af eignum kemur á móti þeirri skuldaaukningu sem er að verða. Stór hluti af aukningunni er sú erlenda lántaka sem nú á sér stað til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans.
Lántökur ríkisins frá AGS og Norðurlöndunum fara t.d. fyrst og fremst í að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans en þar er um að ræða 55% af landsframleiðslu. Þar er gjaldeyrisforðinn á móti sem eign.
Hið sama má segja um lántöku ríkissjóðs til að veita inn sem eigið fé í bankana en sú fjárhæð nemur um 30% af landsframleiðslu. Þar er eign í bönkunum á móti.
Í þriðja lagi er lántaka ríkissjóðs vegna greiðslu innlána í gömlu bönkunum. Þar er um að ræða nær 5 milljarða dollara lánafyrirgreiðslu frá Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi sem leggur sig á nær 54% af landsframleiðslu en þar er talið að eignir séu til á móti.(visir.is)
Eins og fram kemur hér að ofan eru eignir á móti þessum skuldum svo ekki er um nettoskuldir að ræða. En samt er hér um miklar skuldir ríkisins að ræða og mikil breyting frá því,sem áður var.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Valgerður Sverrisdóttir hikandi
Ég hefði áhuga á að leiða flokkinn ef ég væri sannfærð um að ég sé best til þess fallin. Ég er alls ekki sannfærð um það í dag." Þetta hefur Austurglugginn eftir Valgerði Sverrisdóttur, starfandi formanni Framsóknarflokksins.Valgerður hélt ræðu á fundi framsóknarmanna sem haldinn var á Reyðarfirði í gær. Þar sagði hún ýmsa innan flokksins vera að velta fyrir sér framboði.
Þá sagðist Valgerður undrast þau orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur frá því á laugardag að Samfylkingin bæri enga ábyrgð á hinni íslensku krísu. Hins vegar væri það svo spurning hversu mikla ábyrgð Framsóknarflokkurinn og hún sjálf sem fyrrverandi bankamálaráðherra bæri. Landsbankinn og Búnaðarbankinn hefðu verið seldir á hennar vakt í viðskiptaráðuneytinu
Spyrja má hvort vitlaust hafi verið að selja bankana? Ég held ekki og var búin að upplifa að vera ráðherra með ríkisbanka og allt vafstrið i kringum það. Að pólitíkin ætlaði að stjórna flæði fjármagns bauð upp á hættur, svo ekki sé meira sagt. Það býður einnig upp á ýmis plott sem ég held ekki að séu æskileg í rekstri á fjármálafyrirtækjum," hefur Austurglugginn eftir Valgerði. Hún benti jafnframt á að bankarnir hefðu vaxið mjög frá því að hún var viðskiptaráðherra. (visir.is)
Ljóst er,að Valgerður er hikandi við að taka við flokknum enda ekki árennilegt verkefni eins og staðan er.En það eru ekki margir,sem koma til greina. Valgerður vill sjákfsagt fá áskoranir og mun bjóða sig fram ef hún finnur góðan stuðning. Einnig er Pall Magnússin hugsanlegur frambjóðandi.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Vilja stærra álver í Helguvik en ráðgert var
Forráðamenn Norðuráls hafa óskað eftir því við stjórnvöld að fá að stækka álverið í Helguvík úr 250 þúsund tonnum í 360 þúsund tonn. Formleg svör hafa ekki borist frá ríkisstjórninni enda virðist sem stjórnarflokkarnir gangi ekki alveg í takt í málinu.
Sjálfstæðismenn eru jákvæðir fyrir stækkun, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en andstaða er við málið innan raða Samfylkingarinnar.
Þetta staðfestir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra þegar hann segir í samtali við Morgunblaðið að hann geti ekki heitið stuðningi fyrirfram við málið innan sinna raða. Beiðni Norðuráls sé órædd innan ríkisstjórnarinnar en hann vill á þessu stigi málsins ekki útiloka að til stækkunar geti komið í Helguvík. Hann vilji skoða allar hliðar málsins áður en til ákvörðunar kemur.
Ég hef bent á að það sé allsendis óvíst hvernig á að afla orku til þessa. Eftir því sem ég kemst næst þá er ekki trygg orka nema í helmingi af þessu. Ugglaust væri hægt að afla orkunnar með því að leggja allt undir, og þar með alla Þjórsá meira og minna. Það hefur vakið litla hrifningu í mínum herbúðum, segir Össur, sem upplýst hefur Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um stöðu mála, sem og þingflokk Samfylkingarinnar. Þar á bæ urðu engin húrrahróp, að sögn Össurar.(mbl.is)
Ég ég jákvæður gagnvart því,að leyft verði að stækka álverksmiðjuna í Helguvík miðað við það sem upphaflega var ráðgert.Nú ríður á að nota öll atvinnutækifæri sem fyrir hendi eru til þess að ná okkur sem fyrst upp úr kreppunni.Helst vildi ég að reynt yrði að vinna meiri gufuorku en fyrir hendi er.Ég treysti því,að ríkisstjórnin leysi jákvætt ur erindi álversins í Helguvík.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bitist um stækkun í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Krafa almennings er kosningar
Fundarhöld almennings halda áfram með auknum þunga og krafa almennings um alþingiskosningar verður stöðugt háværari.Það er alveg ljóst,að ekki verður komist hjá kosningum á næsta ári. Þjóðin vill að ráðamenn axli ábyrgð í kosningum. Það er eina leiðin til þess að láta þá axla ábyrgð nema einhverjir stjórnmálamenn vilji segja af sér vegna bankahrunsins. Það er eðlilegt, að núverandi ríkisstjórn færist undan kosningum. Hún bendir á,að gera þurfi ýmsar ráðstafanir til björgunar heimilum,fyrirtækjum og þjóðfélaginu áður en unnt sé að kjósa. Það eru veigamikil rök.En það væri unnt að ákveða fljótlega hvenær kosningar eigi að fara fram þó þær verði ekki fyrr en næsta vor eða jafnvel ekki fyrr en næsta haust.Því fyrr sem kosningar verða ákveðnar því betra.Ef það verður ekki gert fljótlega getur hæglega soðið upp úr á mótmælafundum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Hverjir bera mestu ábyrgðina af bankahruninu?
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Tillaga um vantraust á stjórnina afgreidd í dag
Vantrauststillaga á ríkisstjórnina sem lögð var fram á Alþingi fyrir helgi verður afgreidd í dag. Umræðan hefst kl. 13.30 og lýkur 18.30. Þá verður kosið um tillöguna. Sjónvarpað verður frá umræðunni og útvarpað á Rás 2.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir tillöguna illa rökstudda og að nú sé ekki rétti tíminn fyrir ríkisstjórnina að víkja. Hún segir það kannski útlátalítið fyrir sig og Samfylkinguna að standa bara upp og boða til kosninga um það hver eigi að taka til eftir kerfishrunið. Samfylkingin standi vel í könnunum en það sé bara ekki rétt að boða til kosninga nú.(ruv.is)
Ég er sammmála Ingibjörgu um að nú er ekki rétti tíminn fyrir stjórnarskipti. Það væri eðlilegra að gera það í vor,láta kjósa þá og fá nýja stjórn. Það þarf að vinna meira að björgunarastarfi áður en kosið er.
Björgvin Guðmundsson
.
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Meirihluti vill umsókn um aðild að ESB og evru
Rétt tæplega sextíu prósent, eða 59,6 prósent, segjast vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þetta er rúmlega níu prósentustigum minni stuðningur en mældist undir lok október í könnun blaðsins.
Það að stuðningur við umsókn dali á þessu tímabili kemur ekki á óvart, þar sem Evrópusambandið var í millitíðinni gagnrýnt fyrir að neyða Ísland til samninga um innistæðutryggingar, áður en hægt væri að afgreiða lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Eins og áður er mestur stuðningur við aðildarumsókn meðal kjósenda Samfylkingar og segjast nú 86,8 prósent þeirra vera fylgjandi aðildarumsókn, rúmum sex prósentustigum minna en í október. Stuðningur vinstri grænna við aðildarumsókn hefur dalað um tæp tíu prósentustig milli mánaða og segjast nú 45,5 prósent þeirra vera fylgjandi umsókn. (visir.is)
Þetta eru athyglisverðar tölur og búast má við því að stuðningur við ESB aukist ef Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins mælir með aðild að sambandinu.
Björgvin Guðmundsson