Ris pappirsverksmiðja á Hellisheiði

Verið er að skoða möguleika á því að setja upp Pappírsverksmiðju við Hellisheiðarvirkjun. Það er dótturfyrirtæki Papco hf í Reykjavík, Icelandic Paper, sem stendur að þessu verkefni, að því er kemur fram á fréttavefnum Suðurglugganum.is.

Haft er eftir Þórði Kárasyni, framkvæmdastjóra Papco, er um að ræða 7000 fermetra verksmiðju með um 30.000 tonna framleiðslugetu á ári. Fyrirhugað er að verksmiðjan framleiði pappír fyrir neytendavörur eins og eldhúsrúllur, servíettur og salernispappírr og færu um 25,000 tonn til útflutnings á markaðsvæði í Evrópu, Bretlands og Norðurlanda en  hitt til framleiðslu Papco.

Verksmiðjan yrði staðsett á iðnaðarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur við Hellisheiðarvirkjun, en uppsetning verksmiðjunnar miðast við að nýta affalssvatns frá virkjuninni.

Þórður segir að beðið sé eftir úrskurði Skipulagsstofnunar um það hvort verksmiðjan þurfi að fara í umhverfsimat en bæjarráð Ölfuss hafi þegar gefið umsögn um að verksmiðjan þurfi ekki að fara í mat.

Samkvæmt upprunarlegum áætlunum Icelandic Paper er gert ráð fyrir að verksmiðjan verði tekin í notkun árið 2010, en í henni verða til um 35-40 störf. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði starfrækt allan sólarhringinn með framleiðslu á 100 tonnum á sólahring.

Þórður segir vel hafa gengið að fjármagna verkefnið og að áhugi sé mikil fyrir verkefninu erlendis, en núverandi ástand sé vissulega óstöðugt.(mbl.is)

Mér líst vel á þessa hugmynd. Það er einmitt þörf sem flestum slíkum hugmyndum í dag til þess að  ná okkur sem fyrst upp úr kreppunni.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Pappírsverksmiðja á Hellisheiði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 sagt upp hjá Húsasmiðjunni

Húsasmiðjan segir 99 fastráðnum starfsmönnum fyrirtækisins upp um mánaðamótin. Þá verður töluverðum fjölda lausamanna sagt upp. Þetta kom, samkvæmt heimildum mbl.is, fram á fundum, sem haldnir hafa verið með starfsfólki fyrirtækisins, í dag og kvöld.

Stjórnendur Húsasmiðjunnar hafa að undanförnu þingað um aðhaldsaðgerðir vegna verulegs samdráttar í sölu hjá verslunum fyrirtækisins. Sömuleiðis hefur skuldastaða fyrirtækisins verið mjög erfið en reksturinn hefur að stórum hluta verið fjármagnaður með erlendum lánum.

Í dag var tilkynnt að fundað yrði með starfsmönnum hverrar rekstrareiningar fyrir sig og voru fundir tímasettir eftir lokun. Síðasti fundur verður í Skútuvogi en þar er opið til klukkan 21 í kvöld. 

Um 750 manns starfa hjá fyrirtækinu og er því rúmlega tíunda hluta starfsmanna sagt upp nú. Fyrr á árinu gripu stjórnendur Húsasmiðjunnar til aðhaldsaðgerða og sögðu þá upp starfsfólki.

Húsasmiðjan rekur 21 verslun og á auk þess Blómaval, EGG, Ískraft og heildverslun HGG og eru þessar verslanir samtals 31 á landsvísu. 

Verslun Húsasmiðjunnar í Ögurhvarfi í Kópavogi verður lokað og sömuleiðis pípuverslun fyrirtækisins í Skútuvogi. Afgreiðslutími verslana  Húsasmiðjunnar og Blómavals í Skútuvogi verður styttur frá því sem nú er og veðrur aðeins opið til klukkan 19 í stað 21 eins og nú er.(mbl.is)

Samdráttur er mjög mikill í byggingariðnaðinum og þess vegna koma þessar uppsagnir ekki á

óvart. Búast má við að  það sama gerist hjá öðrum byggingavöruverslunum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Uppsagnir hjá Húsasmiðjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ibúðalánasjóður má yfirtaka íbúðalán bankanna


Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um heimild Íbúðalánasjóðs til að yfirtaka íbúðaveðlán fjármálafyrirtækja. Reglugerðin er sett með stoð í nýju ákvæði í lögum um húsnæðismál sem samþykkt var á Alþingi 6. október síðastliðinn vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði.

Samkvæmt reglugerðinni verður Íbúðalánasjóði heimilt að kaupa skuldabréf fjármálafyrirtækja sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði hér á landi að því tilskildu að kaupin séu til þess fallin að tryggja öryggi lána á íbúðalánamarkaði og hagsmuni lántakenda. Heimildin á jafnt við um lán í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum. Ef skuldabréf sem sjóðurinn yfirtekur er í erlendri mynt verður skuldbinding lántakanda áfram í sömu mynt.

Hvorki Íbúðalánasjóður né einstaklingar geta haft frumkvæði að því að lán flytjist til sjóðsins heldur þurfa fjármálastofnanir að óska sjálfar eftir því að Íbúðalánasjóður yfirtaki íbúðaveðlán á þeirra vegum. Ef ekki næst samkomulag milli Íbúðalánasjóðs og fjármálafyrirtækis um samningsskilmála og kaupverð sem sjóðurinn telur fullnægjandi með hliðsjón af útlánahættu skal hann synja umsókn fjármálafyrirtækisins um yfirtöku.

Þegar Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið skuldabréfalán öðlast lántakendur sömu réttindi gagnvart sjóðnum og aðrir lántakendur hans og bera jafnframt sömu skyldur. Kjör og skilmálar skuldabréfalána gagnvart lántakendum sem Íbúðalánasjóður yfirtekur verða óbreytt frá því sem var fyrir yfirtöku sjóðsins á láninu eftir því sem við getur átt.

Íbúðalánasjóði er heimilt við kaup á skuldabréfum að gera samkomulag við viðkomandi fjármálafyrirtæki um að það sjái áfram um afgreiðslu. (mbl.is)

Þetta er gott. Hins vegar er það galli  að skilmálar,m.a. vextur verða  þeir sömu og áður en það eru einmitt vextirnir,sem fólk er að kikna undan.

 

Björgvin Guðmundsson 


Mestu mótmælin á Austurvelli voru 30.mars 1949

Ísland gengur í Atlantshafsbandalagið, þrítugasta mars 1949.  Fjöldi fólks mótmælir á Austurvelli eftir hitafund við Miðbæjarskólann. Búist er við ryskingum og menn gera ráðstafanir.  Hægri menn hafa búið til sérstakar varasveitir lögreglunnar til að aðstoða lögreglu ef til átaka við mótmælendur kemur.

Fjöldi fólks mótmælir á Austurvelli í í október og nóvember 2008 eftir að bankakerfið er hrunið og svartasta efnahagskreppa sem skollið hefur á Íslandi nútímans, læsir klónum í þjóðina.

Kvikmynd frá 1949 eftir Sigurð Norðfjörð kvikmyndagerðarmann sýnir á einstakan hátt lögreglumenn og borgaralega aðstoðarmenn þeirra beita mótmælendur ofbeldi. Þess vegna var hún að sögn fjölskyldu hans bönnuð á sínum tíma eftir að hafa verið sýnd aðeins einu sinni í Austurbæjarbíói.

Þeir sem telja hörkuna sem hlaupin er í mótmælin núna tákn fyrir hnignun nútímans, ættu að hugsa sig tvisvar um. Jón Sigurðsson, standmynd sem steypt er í eir, veit betur þar sem hann gnæfir yfir mannfjöldann í miðju þessara beggja atburða.(mbl.is)

Ég var í skóla 30.mars 1949 þegar mótmælin á Austurvelli stóðu sem hæst en kom þangað í lok fundar og sá allt ruslið á Austurvelli eftir fundinn.Það sem var sérstakt við' samkomuna á Austurvelli þennan dag var það,að bæði mótmælendur og stuðningsmenn inngöngu í NATO hvöttu menn til þess að mæta á Austurvelli. Flokkarniir,sem stóðu að ríkisstjórninni,Alþýðuflokkur,Framsókn og Sjálfstæðosflokkur hvöttu stuðningsmenn sína til þess að mæta. Og harkan var mikil.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Jafnréttislög brotin í nýju bönkunum

Sif Friðleifsdóttir þingmaður  spurði fjármálaráðherra hvað gert hefði verið til þess að tryggja jafnrétti kynjanna í nýju bönkunum.Í svari ráðherra kom fram,að ekkert hefði verið gert.Bankastjórar og bankaráð ættu að fara að lögum. Sif sagði dæmi til þess,að karlmaður væri á tvöföldum launum konu í sama starfi í banka.Hún rakti skipan  fólks í stjórnunarstöður í bönkunum og samkvæmt því eru margfalt fleiri karlar en konur í þessum stöðum. Það er því ljóst,að lög um jafnrétti kynjanna eru þverbrotin í  nýju bönkunum,bæði að því er varðar laun og stöðuveitingar.Það er ekki nóg að setja lög. Það þarf að framfylgja þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


Létu peningamarkaðssjóði kaupa í sínum eigin fyrirtækjum!

Eigendur Kaupþings virðast hafa látið peningamarkaðssjóði bankans kaupa í sínum eigin fyrirtækjum skömmu fyrir hrun bankans, en selja í öðrum og traustari fyrirtækjum. Skýringin er sú að þeir voru komnir í lausafjárþröng en þetta gerði það að verkum að eigendur í peningarmarkaðssjóðum bankans töpuðu stórum fjárhæðum við fall bankans.

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa fyrir þessu áreiðanlegar heimildir. Hann hafi kallað eftir upplýsingum um málið í viðskiptanefnd Alþingis en menn neiti að láta þær að hendi í skjóli bankaleyndar.  Atli segir að þingnefndum sé ítrekað neitað um upplýsingar um bankana.  Í raun fái þær engar upplýsingar sem máli skipti(mbl.is)

Ef þetta er rétt sem Atli fullyrðir þá er það mjög alvarlegt mál og hlýtur af verða rannsakað af  ranns

óknarefnd þeirri,sem alþingi er  að koma á fót.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


mbl.is Notuðu peningamarkaðssjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 milljarða halli á fjárlögum

Það stefnir í að halli á fjárlögum næsta árs verði um eða yfir 100 milljarðar króna. Gert var ráð fyrir 60 milljarða halla þegar fjárlagafrumvarp næsta árs var lagt fram 1.október. Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagði í samtali við RÚV að tekjur ríkisins myndu dragast saman en útgjöldin að sama skapi aukast. Mikilvægt væri að huga að velferðarþjónustu og atvinnustigi í landinu.

Stefnt er að annarri umræðu um fjárlög næsta árs 10. desember og lokaafgreiðslu um miðjan desember.(mbl.is)

Þessi mikli halli á fjárlögum kemur ekki á  óvart.Ríkisstjórnin hafði lýst því  yfir,að hún mundi hafa fjárlögin með halla til þess að stuðla að nægum framkvæmdum í landinu og atvinnu. Til viðbótar við það þarf að gæta þess að velferðarkerfið verði ekki skorið niður.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Yfir 100 milljarða halli á fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Harðar segist hafa komið í veg fyrir áframhaldandi stjórn með íhaldinu

Bjarni Harðarson segist hafa komið í veg fyrir það eftir síðustu kosningar að Framsókn  héldi áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Aðrir þingmenn og fyrrum ráðherrar hafi viljað halda samstarfinu áfram svo flokkurinn héldi ráðherrastólum þó ráðherrar hefðu  fallið af þingi, Var ætlunin að kalla inn varaþingmenn fyrir þingmenn sem yrðu ráðherrar en Bjarni neitaði að taka þátt  í þeim leik. Tilkynnti hann,að hann mundi fremur segja af sér þingsætinu.Bjarni sagði,að sér hefði verið hótað af flokkseigendafélaginu vegna afstöðu sinnar.Fréttablaðið segir,að eftir kosningar sl. ár hafi Bjarni sagt,að hann mundi styðja stjórn með íhaldinu áfram þó hann kysi heldur,að Framsókn  yrði utan stjórnar!

Bjarni er að gefa út ritsafn um þessi mál. Það sem Bjarni upplýsir leiðir í ljós,að mikil spilling hefur verið í Framsóknarflokknum.

 

Björgvin Guðmundsson


Hægagangur á undirbúningi frumvarps um rannsókn á bankahruninu

Reiknað er með að frumvarp allra flokka á Alþingi um rannsókn á vegum þingsins á orsökum og afleiðingum bankahrunsins verði kynnt í þingflokkum í dag.

Smíði frumvarpsins hófst fyrir þremur vikum undir forystu þingforseta. Nokkrir fundir hafa verið haldnir um málið, síðast í fyrradag.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður frumvarpið ítarlegt að vöxtum enda talið mikilvægt að mæla skýrt fyrir um víðtækar heimildir rannsakenda. Meðal annars á að víkja til hliðar lögum um bankaleynd.(visir.is)

Það er mikil krafa í þjóðfélaginu ,að allt sem varðar bankahrunið verði rannsakað ofan í kjölinn. Verst er,að þingið veltist alltof lengi með þetta mál og tefur rannsókn.

 

Björgvin Guðmundsson


ASÍ: Atvinnan skiptir mestu.Yfirstjórn Seðlabanka og FME víki

Alþýðusamband Íslands krefst þess að stjórnvöld búi heimilunum öruggt skjól í því gjörningaveðri sem nú gengur yfir landið. Þar vegi þyngst að verja atvinnu fólksins og því verði að leggja allt kapp á að halda uppi atvinnustigi í landinu og stemma stigu við fólksflótta.

Þetta kemur fram í ályktun fundar stéttarfélaganna sem haldinn var á Egilsstöðum í gærkvöld. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórnin er rúin trausti almennings og það er á hennar ábyrgð að endurnýja það með uppstokkun, stéttarfélögin vilji nýjan grunn og nýtt fólk strax. Mikilvægt úrlausnarefni sé endurskoðun kjarasamningsins frá í febrúar.

Þá krefst fundurinn þess að yfirstjórn Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins víki tafarlaust og að skipuð verði óháð  nefnd sérfræðinga til að kanna hvers vegna þjóðin er komin í þessa stöðu.(ruv.is)

Ljóst er,að ekki verður um neinar kauphækkanir að ræða í nýjum kjarasamningum en ASI  krefst þess,að stjórnvöld tryggi atvinnuna. Þá gerir ASÍ kröfu til þess að stjórn Seðlabanka og FME víki.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9


Næsta síða »

Bloggfærslur 26. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband