Kolbrún á að halda sig við bókmenntirnar

Kolbrún Bergþórsdóttir er ágætur bómenntagagnrýnandi en afleitur stjórnmálaskýrandi.Hún skrifar grein í Morgunblaðið í gær og tekur sér þar fyrir hendur að  skýra stöðu Samfylkingarinnar og öllu heldur stöðu Alþýðuflokksins og   jafnaðarmanna.Hún segir: Til var orðinn einkennilega  samansettur flokkur ólíkra hópa,sem gekk undir nafninu Samfylking.Í augum heilbrigðra krata virtist þetta fremur aumlegt battari. Þetta er algert bull hjá Kolbrúnu. Það var mjög eðlilegt,að Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið  sameinuðust eftir að Sovetríkin voru fallin og enginn ágreiningur um utanríkismál lengur  milli þessara flokka. Það var aldrei neinn verulegur ágreiningur um innanlandsmál milli þeirra.Kratar, alþýðuflokksmenn,  eru ánægðir með  hinn nýja flokk.Það get ég borið um sem gamall krati.Samfylkingin er nú orðinn stærsti flokkur landsins.

Kolbrún,sem taldi sig krata hér áður,er mikið ánægðari með  Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna.Rifja má upp að Sjálfstæðisflokkurinn er myndaður úr tveimur flokkum,Íhaldsflokknum og Frjálslyndum. Sjálfstæðisflokkurinn er einkennilega samansettur flokkur. en þó Kolbrúnu að skapi.Nú hefur Kolbrún mestar áhyggjur af því að Samfylkingin myndi stjórn með Vinstri grænum.Fram til þess hafa þó verið meiri líkur á því ,að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn mynduðu stjórn. Styrmir Gunnarsson barðist fyrir slíkri stjórn af miklum krafti meðan hann var ritstjóri Mbl. og fleiri finnast í Sjálfstæðisflokknum sem eru á sömu skoðun.

 

Björgvin Guðmundsson


Sögulegt kjör Obama í Bandaríkjunum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir kjör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna hafa táknræna þýðingu og breyta ásýnd Bandaríkjanna bæði innanlands og utan. „Það felur í sér nýtt tækifæri fyrir Bandaríkin til að verða forysturíki á sviði lýðræðis og friðar í heiminum," segir utanríkisráðherra í yfirlýsingu vegna bandarísku forsetakosninganna.

„Það er örugglega einsdæmi að jafn margar einlægar óskir eins víða að úr heiminum fylgi nýkjörnum forseta. Heimurinn treystir því að hann beiti sér fyrir aðgerðum á heimsvísu sem geta linað efnahagskreppuna sem nú skekur heiminn og hann leggi sig fram um að lægja öldur átaka, í stað þess að reisa þær, ekki síst í Mið-Austurlöndum.

Fyrir okkur Íslendinga opnar kjör Obama nýja möguleika. Frá brotthvarfi bandaríkjahers frá Íslandi hefur það verið verkefni okkar að þróa ný og mikilvæg tengsl á sviði menningar og viðskipta við nágranna okkar í vestri og aðkoma nýs forseta getur haft þar mikla þýðingu," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.(visir.is)

Þetta er í fyrsta sinn,sem blökkumaður er kosinn forseti í Badaríkjunum.Það út af fyrir sig er sögulegt.Kjör Obama sýnir hve  lýðræðið stendur föstum fótuim í Bandaríkjunum. Það getur hver sem er orðið forseti í Bandaríkjunum,ef hann hefur hæfileika og verðleika til þess. Obama náði þessum árangri fyrir eigin verðleika.

 

Björgvin Guðmundsson

i

 





Stormur í vatnsglasi á alþingi út af kaupum Jóns Ágeirs á hluta 365

Tveir þingmenn æstu sig mikið upp í gær   á alþingi vegna kaupa Jóns Ásgeir á hluta af 365 fjölmiðlafyrirtækinu.Þeir æstu sig meira út af þessu en vegna fjármálakreppunnar. Þetta voru þau Guðni Ágústsson formaður Framsóknar og Þorgerður Katrín menntamálaráðherra.Guðni krafðist þess,að umræddur gerningur yrði afturkallaður. Þorgerður Katrín sagði,að það væri verið að færa einum manni allan auglýsingamarkað einkafjölmiðla á sifurfati.Og einn maður væri að eignast   nær alla  fjölmiðla.  í landinu.

Hið rétta í  málinu er þetta: Jón Ásgeir hefur verið stærsti eigandi 365. Sú samsteypa selur hluta  fyrirtækisins til fyrirtækis í eigu Jóns Ásgeirs ( Stöð 2,Bylgjuna og 35% hlut í Árvakri) Hluthafar í 365 eiga þess kost að kaupa hlut í nýja fyrirtækinu,þ.e. Rauðsól. Þeir munu allir hafa lýst áhuga á því. Hver er þá munurinn?Ef Jón Ásgeir er að eignast nær alla fjölmiða á Íslandi þá átti hann þá áður einnig.Eru alþingirmenn vísvitandi að rugla almenning í rímiru. Það sem er fyrst og fremst gagnrýnisvert er samruni Fréttablaðsins og Árvakurs. En  samningur þar um  hafi verið gerður áður og Þorgerður Katrín gagnrýndi hann ekki. Verður ekki að gera kröfu til þingmanna að þeir vandi málflutning sinn og kynni sér staðreyndir áður en þeir tala.

P.S. Ef Jón Ásgeir ( Rauðsól) á 35% í Árvakri  á hann þá nær allt Morgunblaðið og allar auglýsingar Mbl?

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


Rifta verður ákvörðun forstjóra og stjórnar gamla Kaupþings um að fella niður ábyrgðir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa

Það  hefur nú  verið upplýst,að gamla Kaupþing lánaði starfsmönnum 50 milljarða til hlutabréfakaupa. Stærstu lánin vori til  forstjóra og stjórnarformanns bankans.Hinn 25.sept. ákvað forstjóri bankans með samþykki stjórnar að  fella niður ábyrgðir umræddra starfsmanna vegna lánanna,sem þeir tóku.Stefán Már Stefánsson prófessor við HÍ  telur,að unnt sé að rifta þessum gerningi,þar eð rifta má  því sem gert er 3 mánuðum fyrir gjaldþrot. Ég tel að þessu eigi skilyrðislaust að rifta. Það er verið að mismuna hluthöfum. Sumir hluthafar ( starfsmenn bankans) þurfa ekki að greiða fyrir hluti sína en aðrir sitja uppi með skaðann og almenninir sparifjáreigendur tapa stórfé,ef þeir hafa sett peninga í sérsjóði.

Vilhjálmur Bjarnason  fjárfestir telur,að með gerningnum 25.sept. sl.  hafi verið   framið lögbrot. Það hafi verið gengið á rétt annarra hluthafa.Ég er sammmála því.

 

Björgvin Guðmundssson

 


Bloggfærslur 5. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband