Heldur ríkisstjórnin?

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segist telja að það eigi að láta á það reyna hvort núverandi ríkisstjórn nái að koma fram þeim aðgerðum sem byrjað er að vinna að í stað þess að fara í kosningar. Hún segir að það muni reyna mjög á þá flokka sem mynda ríkisstjórnina á næstunni, meðal annars við fjárlögin þar sem hækka þurfi skatta og fleira. Hvort þeir nái saman á þessum erfiðu tímum. „Ég tel að það sé mjög brýnt í þeirri stöðu að verja velferðarkerfið líkt og Finnar gerðu."

Jóhanna segir að þjóðin þurfi á því að halda að ríkisstjórnin standi saman og komist í gegnum það sem þurfi að gera. „En auðvitað gæti komið upp sú staða að við næðum ekki saman um ákveðnar aðgerðir og þá getur auðvitað allt gerst," sagði Jóhanna í viðtali á morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Jóhanna segir að séð verði til þess að nægir peningar verði til í atvinnuleysistryggingasjóð til þess að greiða út bætur. Hins vegar ef atvinnuleysi fer upp í 10% líkt og Seðlabankinn spáir í Peningamálum þá verði að grípa til ráðstafana.

Hún segir að eitt það ljótasta sem hún hafi séð frá því bankakreppan skall á sé sú mismunun sem komið hefur í ljós í meðal annars Kaupþingi þar sem skuldir starfsmanna voru þurrkaðar út. Það verði að koma í veg fyrir að slík mismunun eigi sér stað.

Jóhanna segir afar mikilvægt að kjósa bankaráð og bankastjóra sem fyrst og að störf bankastjóra verði auglýst sem og annarra stjórnenda í bönkunum. Það verði að gera slíkt til þess að endurvekja traust á bankakerfinu.

Jóhanna segir erfitt að frysta verðtrygginguna á lánum eða binda verðtrygginguna við ákveðið verðbólgustig sem var fyrir hrundið enda myndi slíkt myndi þurrka út allt eigið fé Íbúðalánasjóðs á tveimur mánuðum. Það hefði afgerandi áhrif á lífeyrissjóðina og getu þeirra til þess að standa við skuldbindingar sínar. Nú sé frekar verið að horfa til ákveðinnar greiðslumiðlunar sem kemur í veg fyrir misgengi afborgana lána og launa. (mbl.is)

Næstu vikur og mánuðir eru mjög mikilvægir í því björgunarstarfi,sem nú stendur yfiir.Það þarf að aðstoða heimilin við að komast í gegnum kreppuna. Síðan þarf einnig að aðstoða fyrirtækin.Eftir það er unnt að fara að huga að kosningum. Eðlilegt er að kosið verði í vor.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


mbl.is Jóhanna: Mun reyna á ríkisstjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarp Saga er ekki Baugsmiðill! Skuldar Baugi ekki eina krónu

Það er búið að reka þann áróður undanfarin ár,að Útvarp Saga sé Baugsmiðill,á framfæri Jóhannesar í Bónus.Síðast í morgun endurtók Hannes Hólmsteinn þetta í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur en hún rak þetta ofan í hann. Hún skuldar Baugi ekki eina krónu.Hún upplýsti,að Jóhannes í Bónus hefði lánað henni 5 milljónir,sem hún hefði greitt til baka á 6 mánuðum.Vegna áróðurs hefur maður haft á tilfinningunni ,að um stærri upphæð hefði verið að ræða og að skuldin við Jóhannes stæði enn en Arnþrúður hefur nú leiðrétt þetta í eitt skipti fyrir öll.

 

Björgvin Guðmundsson


Eftirlaunaósóminn felldur úr gildi

Vinstri græn hafa flutt flumvarp á alþingi um að eftirlaunafrumvarpið frá 2003,sem veitti æðstu embættismönnum landsins sérstök eftirlaunaréttindi  verði felld úr gildi.

. Með frv.eru lög nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, felld úr gildi en þar var að finna ákvæði þess efnis að menn gætu verið í fullu starfi og jafnframt tekið full eftirlaun. Frumvarpið mælir hins vegar fyrir um að ef þeir sem lögin varða eru enn starfandi við 65 ára aldur dragist fjárhæð launa þeirra frá eftirlaunagreiðslum. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að áunnin réttindi haldi sér.
    Frumvarpið kveður einnig á um að frá og með næstu áramótum greiði forseti Íslands, ráðherrar, alþingismenn og hæstaréttardómarar iðgjöld í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og njóti eftir það réttinda samkvæmt þeim reglum sem þar gilda. Tímann fram til áramóta má nota til að undirbúa þessa breytingu eftir því sem slíks er yfirhöfuð þörf, svo einföld sem hún er.
    Þá er frumvarpinu einnig ætlað að breyta launum forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara þannig að sá hluti mánaðarlauna þeirra sem er umfram 450 þús. kr. lækki um 20% fram til loka ársins 2009.

Ég fagna þessu frv.Það er löngu kominn tími til þess að fella eftirlaunaósómanna úr gildi.

 

Björgvin Guðmundsson


Hannes Hólmsteinn kennir Jóni Ásgeiri um!

Arnþrúður Karlsdóttir ræddi við Hannes Hólmstein á Útvarpi Sögu í dag. Rætt var m.a. um fjármálakreppuna. Ekki var unnt að skilja  annað á Hannesi Hólmstein   en að Jón Ásgeir,stjórnarformaður Baugs, hefði sett bankana á hausinn með miklum  lántökum í bönkunum!Þetta er skritin skýring en kemur ekki á óvart þar eð  Davíð Oddson hefur haft horn í síðu Baugsfeðga og Hannes Hólmsteinn trúir á Davíð.Er það raunar undarlegt hvað þessir sjálfstæðismenn  hafa haft mikinn ýmigust á Baugsfeðgum.Báðir voru þeir feðgar,Jóhannes og Jón Ásgeir í Sjálfstæðisflokknum en hafa samt sætt ofsóknum forustumanna þar. Hvers vegna? Jú,ég held ég viti skýringuna: Þeir Jóhannes og Jón Ásgeir létu ekki að stjórn.Jón Ásgeir vildi ekki láta  Davíð stjórna sér.Þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA) var  seldur hafði Davíð ákveðnar hugmyndir um það hverjir ættu að fá að kaupa hlut í bankanum. En þá komu hlaupandi nokkrir nýríkir menn,Jón Ágeir,Jón Ólafsson og Þorsteinn Már Baldvinsson og keyptu stóran hlut í bankanum án samráðs við Davíð.Þetta var ófyrirgefanlegt.

Hannes Hólmsteinn gat tæplega um nokkra aðra útrásarmenn en Jón Ásgeir í þættinum á Útvarpi Sögu.En vissulega voru útrásaraðilar   og eru margir fleiri,svo sem Björgólfsfeðgar,Bakkavararbræður,Hannes Smárason,Gísli í Fiskisögu,bankarnir sjálfir og telja mætti með  Kára Stefánsson,sem er einnig eins konar útrásaraðili sem skuldar gífurlega mikið.Bankarnir keyptu banka erlendis eins og karamellur og stofnuðu útibú erlendis en hvorki Seðlabanki né Fjármálaeftirlit gerði neitt til  þess að stöðva þessa útrás bankanna,sem var fjármögnuð að fullu með erlendum lántökum.Seðlabankinn  svaf. Það er ekki nóg að Seðlabankastjóri  segist hafa varað við. Seðlabankinn átti að stöðva þetta og ef heimildir vantaði átti að afla þeirra.

Það hefur ekkert komið fram um það hvernig skuldir útrásaraðila í bönkunum skiptast.Það er ekkert talað um skuldir annarra en Jóns Ásgeirs eða Baugs.Auðvitað átti ekki að lána útrásaraðilum eins mikið og gert var í bönkunum.Þeir hefðu getað tekið lán erlendis.Það er sök bankastjórnenda að stórir aðilar fengu mikil lán. Þeir áttu ekki að lána þeim svona mikið.En hvar var eftirlitið. Þegar Air Viking fékk mikið lán í Alþýðubankanum á sínum tíma greip Fjármálaeftirlitð í taumana.en það greip  ekki í taumana nú og heldur ekki Seðlabankinn. Sökin liggur hjá eftirlitsaðilum,Seðlabanka og Fjármálaeftirlit.

 

Björgvin Guðmundsson


Svört spá Seðlabankans

Við erum í þeirri óþægilegu stöðu að vera með ónýtan gjaldmiðil en geta ekki losað okkur við hann í bráð. Verkefnið nú er því fyrst og fremst að reyna að lágmarka skaðann eins og kostur er,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir marga óvissuþætti í spá Seðlabanka Íslands um framtíðarhorfur í efnahagsmálum.

Í peningamálum Seðlabanka Íslands, sem komu út í gær, kemur fram að staða efnahagsmála næstu misseri sé mjög slæm. Seðlabankinn spáir því að atvinnuleysi verði um 10 prósent á næsta ári og verðbólgan yfir 20 prósent. Stýrivöxtum verður haldið óbreyttum í 18 prósentum en stefna bankans nú mótast af kröfum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn IMF setti, eins og seðlabankinn hefur þegar útskýrt. Spáin miðast við að 2 milljarða dollara lán fáist frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum auk þess sem aðrar þjóðir láni okkur til að mæta brýnni þörf. Lánsþörfin er sögð vera um sex milljarðar dollara. Stjórn sjóðsins tekur umsókn Íslands fyrir eftir helgi.

Gylfi segir spá seðlabankans taka mið af því að miklir óvissutímar séu framundan. „Það er erfitt að segja til um hvernig málin munu þróast. Það er tekið fram að einkaneysla munu dragast saman um 25 prósent og það er líklega nærri lagi. Þá er gert ráð fyrir því að fasteignaverð lækki mikið. Aðstæður benda til þess að svo verði,“ segir Gylfi en seðlabankinn spáir því að fasteignaverð mun lækka um 46,7 prósent að raungildi til og með árinu 2010.

Í peningamálum segir: „Verðbólgumarkmið Seðlabankans hefur beðið hnekki og tæpast verður haldið áfram á grundvelli þess eins á næstu mánuðum.“ Gylfi segir þetta ekki koma á óvart. „Þetta hefur í raun legið fyrir í um það bil tvö ár. Eftir því hefur verið kallað að peningamálstefnan yrði endurskoðuð, en það var ekki gert. En vandinn nú er auðvitað sá sem þarf að eiga við. Líklegasta leiðin til þess að skipta um gjaldmiðil virðist vera sú að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. En það tekur mörg ár. Það er mikilvægast núna að taka á vandamálunum sem blasa við á þessum tímum, og síðan taka á öðrum úrlausnarefnum.(mbl.is)

 

Mönnum kemiur á óvart  að Seðlabankinn skuli spá  46,7%  lækkun húsnæðisverðs að raungildi til.Einnig,að atvinnuleysi eigi að fara í 10%. Forsætisráðherra segir,að unnið verði af krafti að því að afstýra svo miklu atvinnuleysi. Vonandi,að það takist.

 

Björgvin Guðmundsson

.


mbl.is Margir óvissuþættir í spánni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sökudólgar: Bankastjórnendur,eftirlitsaðilar eða útrásarlið?

Mikið er rætt um það hverjir beri hina raunverulegu ábyrgð á hruni bankanna og fjármálakreppunni hér. Eru það stjórnendur bankanna,eftirlitsaðilar,Seðlabanki og Fjármálaeftirlit eða lántakendur og þá helst þeir sem stóðu að útrásinni.Skiptar skoðanir eru um þetta og litast skoðanir manna nokkuð af afstöðu manna og þá m.a. afstöðu til einstakra útrásaraðila.

Mín skoðun er þessi:Stjórnendur bankanna og eftirlitsaðilar (þar á meðal stjórnvöld) bera höfuðsök.Þeir bera fremur sök en lántakendur.Stjórnendur bankanna áttu ekki að lána út óvarlega og þeir áttu að taka nægilegar og traustar tryggingar.Þeir hafa gætt þess þegar einstaklingar hafa tekið lán og þeir áttu einnig að gæta þess þegar stórir aðilar tóku lán.Það verður alltaf þannig,að einhverjir vilja fá meiri lán  en þeir ráða vel við og þá er það  bankastjórnenda að spyrna við fæti og hafa vit fyrir lántakendum. Síðan átti Seðlabanki og Fjármálaeftirlit að gæta þess að bankarnir tækju ekki of mikil lán erlendis.Í því efni brugðust þessir eftirlitsaðilar gersamlega. Því er þeirra ábyrgð mikil.

Ég er hissa á því hve innlendir bankar lánuðu útrásaraðilum mikið fé. Auðvitað áttu íslensku bankarnir að vísa þessum aðilum á erlenda banka. Þessir aðilar störfuðu fyrst og fremst erlendis og því var eðlilegt að þeir fjármögnuðu starfsemi sína fyrst og fremst erlendis. En íslenskum bönkum hefur veruið of laus höndin til þeirra.Auk þess voru  bankarnir sjálfir alltof mikið í útrás og keyptu erlenda banka í verulegum mæli og fjármögnuðu kaupin með erlendu lánsfé. Seðlabanki horfði sofandi á þetta og önnur stjórnvöld einnig.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 7. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband