Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Það verður að rannsaka eftirlitsstofnanir einnig
Það er mikið rætt um það,að allt verði rannsakað og þeir látnir sæta ábyrgð sem brotið hafa af sér. En þá er verið að tala um lögbrot.En það þarf að rannsaka fleira en lögbrot og það,sem saknæmt er. Það þarf einnig að rannsaka hvort eftirlitsstofnair hafi brugðist.Hvers vegna tók t.d. Fjármálaeftirlitið ekki í taumana,þegar viðvörunarbjöllur um Ice safe reikningana í Bretlandi hringdu í mars sl. Þa´átti Fjármálaeftirlitið að taka i taumana og ef til vill að loka Ice safe reikningunum,ef ekki var unnt að koma þeim í dótturfyrirtæki.En Fjármálaeftirlitið svaf á verðinum. Og hið sama er að segja um Seðlabankann. Hann átti að stöðva útþenslu bankanna og kaup á erlendum bönkum og útibúum.Hann átti ekki að hrópa viðvörun.Hann átti að grípa til aðgerða og stöðva útþensluna.Ef eldur kviknar í húsi er ekki nóg fyrir slövviliðið að hrópa eldur og fara svo heim. Slökkviliðið verður að ráðast til atlögu. Og það sama er að segja um Seðlabankann. Hann átti ekki að hrópa viðvörun hann átti að ráðast gegn vandanum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Er að sjóða upp úr?
Íslendingar hafa aldrei verið duglegir að mótmæla. Þeir láta allar verðhækkanir yfir sig ganga án þess að hreyfa legg né lið, gagnstætt því sem á sér stað erlendis.En nú hefur orðið breyting á.Íslendingum virðist nóg boðið í efnahagskreppunni.Á fjórða þúsund mættu á Austurvelli á laugardag og mótmæltu,sumir ríkisstjórninni,aðrir stjórn Seðlabankans og enn aðrir mótmæltu ástandinu.Íslendingar eru reiðir. Margir hafa tapað miklum peningum í bönkunum vegna þess að aðeins spariinnlán verða bætt að fullu. Þeir sem lagt hafa peninga á sérsjóði ýmsa tapa 15-30% . Þeir,sem keypt hafa hlutabréfr í bönkunum tapa öllu. Þetta fólk er reitt sem von er.Mönnum finnst bankarnir hafa brugðist,fólki finnst eftirlit Seðlabanka og fjármálaeftirlits hafa brugðist og margir telja einnig stjórnvöld bera sök. Margir hafa þegar misst vinnuna.Geir Jón yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir,að mjög nálægt sé því að upp úr sjóði.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Stjórnarandstaðan vill rannsókn
Forustumenn stjórnarandstöðunnar vilja,að fram fari rannsókn á því hvort rétt sé,að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi hótað að taka Kaupþing niður,ef bankinn hætti ekki við umsókn um að fá að gera upp í evrum.Rætt er við alla formenn stjórnarandstöðuflokkanna í Fréttablaðinu og þeir eru allir mjög harðorðir um mál þetta og telja það mjög alvarlegt.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)