Þriðjudagur, 16. desember 2008
Björgólfur kveðst ekki hafa haft í hótunum við DV
Björgólfur Guðmundsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í Kastljósi Sjónvarpsins um ástæður þess að DV birti ekki frétt um að Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Segir hann fjarstæðu að hann hafi haft afskipti af því máli en að það komi ekki á óvart að Reynir Traustason, ritstjóri DV hafi kallað sig djöfull".
Yfirlýsing Björgólfs fer í heild sinni hér á eftir:
Í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi var fjallað um ástæður þess að DV birti ekki snemma í nóvember frétt um að Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefði stofnað ráðgjafafyrirtæki og leigði húsnæði í eigu Nýja Landsbankans. Spiluð var upptaka af samtali ritstjóra DV, Reynis Traustasonar, og blaðamanns, Jóns Bjarka Magnússonar, þar sem nafn mitt bar á góma. Af því samtali má draga þá ályktun að ég hafi haft afskipti af og komið í veg fyrir birtingu blaðsins á þessari frétt. Þetta er fjarstæða. Ég vissi ekkert um þessa frétt, - ég hafði engra hagsmuna að gæta þar sem samstarfi okkar Sigurjóns Árnasonar lauk við yfirtöku ríkisins á Landsbankanum mánuði áður og þar fyrir utan var ég ekki í neinni aðstöðu til að hafa áhrif skrif blaðsins. Ætli ritstjóri DV að halda því til streitu að ég hafi reynt að hafa áhrif á skrif blaðsins um ráðgjafastörf Sigurjóns Árnasonar verður hann að sanna mál sitt.
Annars vekur það athygli mína en kemur í raun ekki á óvart að ritstjórinn, Reynir Traustason, segir í þessu samtali að ég sé djöfull" og að við munum taka hann niður". Þá er ekki annað að skilja en þetta hafi verið stefna blaðsins um all nokkurt skeið því ritstjórinn segir jafnframt: En við höfum pönkast á honum (sic: Björgólfi Guðmundssyni) í hið óendanlega." Ritstjórinn hlýtur við fyrsta tækifæri að skýra þessa ritstjórnarstefnu blaðsins fyrir lesendum sínum og þá upplýsa jafnframt hvort það séu fleiri djöflar sem þurfi að taka niður og blaðið pönkist á.
Reykjavík, 16. desember 2008
Björgólfur Guðmundsson
(mbl.is)
Hreinn Loftsson hefur neitað að hafa haft í hótunum við DV ef umrædd frétt birtist og Björgólfur neitar einnig.Nauðsynlegt er því,að Reynir Traustason upplýsi hver hótaði.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Björgvin ætlar ekki að segja af sér sem ráðherra
Viðskiptaráðherra sér enga ástæðu til að segja af sér en segir það í höndum formanns flokksins hvort hann sitji áfram á ráðherrastóli. Háværar raddir eru um að viðskiptaráðherra verði settur af.
Björgvin G. Sigurðsson sagði í samtali við fréttastofu ekki vera kunnugt um að hann víki sem viðskiptaráðherra. Hann gefur ekki mikið fyrir heimildir sem segi að hann verði settur af.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hún útilokaði ekki ráðherrabreytingar áður en árið er á enda. Björgvin er ekki hræddur um sína stöðu.
,,Nei, nei ég er ekki hræddur við neitt," sagði Björgvin og bætti við að það sé formaðurinn sem taki ákvarðanir um breytingar á ráðherraliði flokksins.
Björgvin vissi ekki um þjóðnýtingu Glitnir fyrr en nánast var búið að ganga frá samningnum, hann vissi ekki af uppsögnum innan Landsbankans og að kjör starfsmanna myndu skerðast fyrr en eftirá, Laun Kaupþingsforstjóra komu honum á óvart, hann vissi ekki af hlutbréfaeign Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í Fjármálaráðuneytinu í Landsbankanum, hann vissi ekki af persónulegum ábyrgðum stjórnenda Kaupþings vegna hlutabréfakaupa í bankanum og hann hefur ekk hitt og fundað með Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra í ár.
,,Þú getur líka talið upp nokkur þúsund mál sem ég vissi af." Auðvelt sé að gera störf einhvers tortryggileg ef það er vilji fyrir því.
Það er ekki siður að ráðherrar segi af sér á Íslandi. Benda þeir á að þeir hafi ekki gert neitt lagalega rangt, bankakerfið er hins vegar hrunið og er þá óeðlileg krafa um að yfirmaður bankamála segi af sér.
,,Menn segja ekki af sér bara til að segja af sér," sagði Björgvin.(visir.is)
Rætt var um þetta mál í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson ræddu málið. Sigurður benti á,að FME væri sjálfstæð stofnun og viðskiptaráðherra mætti ekki gefa þeirri stofnun nein fyrirmæli. Hann kvað Seðlabankann heyra undir forsætisráðuneytið og ekkert óeðlilegt við það þó viðskiptaráðherra ræddi ekki við bankastjóra Seðlabankans í langan tíma.
Ef til vill er það sök forsætisráðherra að hafa ekki boðað viðskiptaráðherra á fundi með bankastjórum Seðlabankans,þegar bankamál hafa verið rædd.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Sif vill verða varaformaður
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Framsóknarflokksins en á flokksþingi Framsóknarflokksins 16.-18. janúar n. k. verður ný forysta flokksins valin. Valgerður Sverrisdóttir gegndi varaformannsembættinu þar til í síðasta mánuði er hún tók við sem formaður flokksins eftir að Guðni Ágústsson sagði af sér.
Á vef Sivjar kemur fram að hún telji ástæðurnar fyrir fylgistapi Framsóknarflokksins í síðustu alþingiskosningum séu fleiri en ein.
Í tólf ára stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum tókst flokknum ekki nægjanlega vel að leggja áherslu á þann hugmyndafræðilega mun sem er á þessum flokkum.
Síðustu árin var frjálshyggjan orðin sá gullkálfur sem hluti þjóðarinnar dansaði í kringum ýmist viljugur eða óviljugur.
Afleiðingarnar blasa nú hvarvetna við.
Innbyrðis átök hafa einnig reynst flokknum dýrkeypt.
Menn hljóta að hafa lært af þeim mistökum.
Þjóðin stendur á tímamótum.
Mörg verkefni eru framundan í íslenskum stjórnmálum.
Þjóðin þarf að öðlast sjálfstraust að nýju og hefja sókn til farsælla samfélags.
Ljóst er að erfiður tími fer í hönd og mikil vinna, en í henni felast einnig mörg tækifæri.
Ég er reiðubúin að taka þátt í þeirri vinnu af fullum krafti.
Framsóknarflokkurinn stendur einnig á tímamótum.
Hann þarf að tvöfalda fylgi sitt frá síðustu alþingiskosningum þannig að hann verði áfram sú kjölfesta í stjórnmálum sem hann hefur lengi verið.(mbl.is)
Mér líst vel á framboð Sifjar. En ég hefði talið enn betra,að hún hefði boðið sig fram til formanns.
Forustumenn Framsóknar eru nú allir að átta sig á því að þeir voru of lengi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og villtust af leið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Siv býður sig fram til embættis varaformanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Lífeyrir aldraðra á að vera 282 þús. á mánuði
Fyrir nokkrum dögum var birt ný könnun Hagstofunnar á meðaltalsútgöldum heimilanna í landinu til neyslu.Samkvæmt þessari könnun nema neysluútgjöld einstaklinga ( einhleypinga) 282 þús. kr. á mánuði ( að viðbættri hækkun neysluvísitölu frá gerð könnunarinnar).Skattar eru ekki inni í þessari upphæð.Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík hafa ályktað að miða eigi lífeyri aldraðra við þessa neyslukönnun Hagstofunnar.Samfylkingin sagði í kosningastefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar,að hækka ætti í áföngum lífeyri aldraðra í sem svaraði neysluútgjöldum samkvæmt könnun Hagstofunnar.
Lífeyrir aldraðra einstaklinga frá almannatryggingum,þ.e. þeirra,sem ekki hafa aðrar tekjur er í dag 150 þús. kr. á mánuði,þ.e. fyrir skatt.Eftir skatt eru þetta kr. 130 þús. kr. á mánuði.Það er sambærileg tala við 282 þús. kr. á mánuði.Það vantar því 152 þús. kr. á mánuði upp á að lífeyir aldraðra nái neyslukönnun Hagstofunnar. Nú hefur ríkísstjórnin tilkynnt,að þessar lágmarksbætur,150 þús. á mánuði fái fulla verðlagshækkun um áramót og hækki þá um 30 þús. á mánuði,þ.e. fari í 180 þús. kr.En þá vantar raunhækkun á þessar bætur.Ég tel,að fyrsti áfangi raunhækkunar ætti að vera 45 þús. kr. á mánuði,þ.e. þriðjungur af mismun lífeyris og neysluútgjada.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)