Miðvikudagur, 17. desember 2008
Á þjóðin að greiða tap einkafyrirtækja ( einkabanka)?
Almenningur spyr: Af hverju eigum við að greiða tap einkabankanna sem fóru óvarlega og settu sig í þrot?Það er eðlilegt,að menn spyrji. Það er ekki venjan,að ríkið borgi,þegar einkafyrirtæki verða gjaldþrota.Sagt er,að vegna tilskipunar ESB um að bankarnir ábyrgist 20 þús. evrur á spariinnlánareikningum hvers og eins sparifjáreiganda verði ríkið að ábyrgjast þessa fjárhæð eftir að bankarnir eru komnir í þrot.Við erum hér að tala um Ice save reikninga Landsbankans erlendis.En um þetta atriði eru skiptar skoðanir meðal lögfræðinga. Færustu lögfræðingar okkar hafa sagt,að við þurfum ekki að greiða vegna umræddra reikninga meira en var í ábyrgðarsjóði bankanna vegna spariinnlána,og ekki meira en bankarnir sjálfir geta greitt. Ennfremur hafa þessir lögfræðingar sagt,að tilskipun ESB gildi ekki þegar allt fjármálakerfi ríkis fer á hliðina.Samkvæmt þessum röksemdum þarf íslenska ríkið ekki að greiða Ice save reikningana. Ég er sammála þessum íslensku lögfræðingum. Við getum enn bakkað út úr þessu. Það er ekki endanlega búið að ljúka samningum vegna Ice save reikninganna. Við skulum ekki binda okkur óviðráðanlega bagga til framtíðar. Bjóðum aðeins þær fjárhæðir,sem bankarnir geta greitt. Þjóðin á ekki að borga tap einkabankanna.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 17. desember 2008
FME rannsakar hvort gömlu bankarnir frömdu lögbrot
Fjármálaeftirlitið skoðar ýmsa þætti sem tengjast verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum föllnu bankanna þriggja.
Fjármálaeftirlitið rannsakar almennt hvort brotið hafi verið gegn þeim lögum sem það hefur eftirlit með, m.a. er verið að að skoða ýmsa þætti sem tengjast verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum.
Eftirlitið vísar í 30. og 54. greinar laganna um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði og þegar þær eru skoðaðar má sjá að sjóðunum var óheimilt að binda meira en 10% af eignum sínum í verðbréfum og peningamarkaðsskjölum útgefnum af sama útgefanda, eða binda meira en 20% af eignum sínum í innlánum sama fjármálafyrirtækis. Í lokauppgjöri Landsbankans námu bréfin í Kaupþingi 32,3% af sjóðnum. Sjóðurinn var yfir 10% markinu með viðskipti í Straumi, Landsbanka og Baugi. Í sjóði Kaupþings voru innlán í sjóðnum 66% af samsetningu hans auk þess sem bréf í bankanum sjálfum voru yfir 10% markinu. Miðað við upplýsingar á samsetningu sjóðs Glitnis í júlílok voru þó nokkur fyrirtæki yfir þessu viðmiði innan hans, s.s. Straumur, Glitnir, Stoðir, Baugur og Atorka Group.
Engar takmarkanir eru í lögunum er varðar fjárfestingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í tengdum eða vensluðum aðilum.
Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, segir að sjóðstjórar, -stjórnir og jafnvel Fjármálaeftirlitið hefðu átt að grípa inn í þegar viðskiptin fóru úr böndunum.
En nú er Fjármálaeftirlitið búið að vera með FL Group/Stoða-bréfin í sjóði Glitnis í athugun í rúmt ár. Af hverju í ósköpunum tekur svona langan tíma að skera úr um viðskiptin? spyr Vilhjálmur.(mbl.is)
Morgunblaðið hefur undanfarið birt margar athyglisverðar fréttir og greinar um bankana og eignatengsl ,sem þeim tengjast. M.a. hefur komið í ljós,að sérsjóðir bankanna hafa verið að kaupa skuldabréf af eigendum sínum,t.d. Samson,Straumi,Exista,Stoðum,Baugi o.s,frv. Svo virðist,sem allir gömlu bankarnir hafi verið jafnsekir í þessu efni.Vonandi rannsakar FME þetta ofan í kjölinn.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Reynir biður almenning og blaðamenn DV afsökunar
Almenningur og blaðamenn DV eru beðnir afsökunar á því að fréttin birtist ekki, jafnvel þótt það hefði kostað blaðið lífsneistann. Jafnframt er ljóst að aldrei aftur mun óttinn við afkomuna stýra því hvenær fréttir birtast. Fréttin um Sigurjón er sú lexía sem dugir, segir Reynir Traustason, ritstjóri DV í leiðara blaðsins í dag. Reynir varð uppvís að því að láta undan þrýstingi og birti ekki frétt um Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans.(mbl.is)
Reynir er maður að meiri að biðjast afsökunar. Hann gerði mistök og hefur játað það og beðist afsökunar.Það er gott.
Björgvin Guðmundsson
(
![]() |
Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Mikil afturför: Komugjöld á sjúkrahúsum
Skattbyrði einstaklings hækkar um 1,25-1,5%. Tekjuskattur hækkar um 1,25% en áður hafði ríkisstjórnin kynnt 1% hækkun. Ríkissjóður fær fyrir vikið 7 milljarða króna í sinn hlut. Sveitarfélögin munu jafnframt geta hækkað útsvar um 0,25% og sú heimild gæti skilað sveitarfélögunum samtals 2 milljörðum. (mbl.is)
Ég er andvígur þessum komugjöldum. Þetta getur orðið til þess að fátækt fólk geti ekki farið á spítala, Ríkisstjórnin hafði lýst því yfir,að sjúkrahúsvist yrði ókeypis,.Við það átti að standa.
Björgvin Guðmundsson