Auður Capital og Björk vekja athygli í New York

Fagfjárfestasjóðurinn BJÖRK, sameiginlegur fjárfestingarsjóður Bjarkar Guðmundsdóttur og Auðar Capital, hefur vakið athygli víða um heim. Meðal annars hefur bandaríska stórblaðið New York Times birt frétt um þetta samstarf.

Athygli blaðsins er greinilega ekki vakin af því einu að Björk tekur þátt í fjármálafyrirtæki, heldur því, hvers kyns fjármálafyrirtæki um er að ræða og hver markmið þess eru. Blaðið vekur sérstaklega a athygli á að umhverfisverndarsjónarmið séu ráðandi, auk þess sem fjárfestasjóðurinn leggi sérstaka áherslu á fyrirtæki þar sem konur séu ráðandi í hópi eigenda eða viðskiptavina.

Vísað er á heimasíðu Auðar Capital, þar sem segir að Fagfjárfestasjóðurinn BJÖRK sé hugsaður sem farvegur fyrir fjárfesta sem hafi áhuga á að beina fé í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi og taka þannig virkan þátt í uppbyggingu á Íslandi um leið og þeir ávaxta fé sitt. Fjárfest verði í fyrirtækjum sem leysi úr læðingi verðmæti sem byggi á sérstöðu Íslands og séu sjálfbær, það er standi fjárhagslega undir sér, stundi samfélagslega ábyrga viðskiptahætti og séu umhverfisvæn. Sérstakur áhugi sé á fjárfestingum sem nýti menntun Íslendinga og menningu og búi yfir nýrri tækni og/eða nýrri nálgun.

 

  New York Times vekur athygli á markmiðum Auðar Capital, sem séu ekki einungis að leita fjárhagslegs ávinnings í viðskiptum, heldur einnig að veita viðskiptavinum sínum aðgang að höfuðstól þekkingar og tilfinninga. Nýjasti fjárfestirinn í hópnum sé Björk og hún bæti um betur með markmiðum um umhverfisvernd og uppbyggingu Íslands með margbreytileika og fjölbreytni í nýsköpun að leiðarljósi.(ruv.is)

Ljóst er,að Björk vekur athygli enda hefur frægð hennar sem söngkonu farið víða. En markmið Auðar Capital vekja einnig mikla athygli.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Flýtt hækkun atvinnuleysisbóta

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að flýta hækkun atvinnuleysisbóta,sem koma átti til framkvæmda 1.mars n.k. Kemur hækkunin í staðinn til framkvæmda 1.janúar.Þetta er fagaðarefni. Atvinnuleysi hefur aukist mikið undanfarið og er nú komið í tæp 10 þús. manns. Þetta mun aukast og dynja á okkur með fullum þunga á nýju ári.
Björgvin Guðmundsson

Mikil bókajól

Það voru mikil bókajól hjá mér að þessu sinni eins og oft áður. Ég fékk í jólagjöf 3 eintök af Saga af forseta og við hjónin fengum 2 bækur  af Í sól og skugga Bryndísar Schram.Svo menn hafa vilja vera vissir um að við gætum lesið nóg um Ólaf Ragnar forseta og Bryndísi.Annars eru jólin með hefðbundnu sniði hjá  mér og minni fjölskyldu. Stórfjöldskyldan kemur alltaf saman á jóladag hjá einhverjum af sonum mínum og að þessu sinni verður það hjá Þóri,syni mínum.Ég þakka góðar jólaóskir sem ég hefi fengið frá bloggvinum mínum og öðrum lesendum.
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 25. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband