Saga af forseta

Bókin Saga af forseta er áhugaverð bók.Bókin er ef til vill full löng en Guðjón Friðriksson,höfundur bókarinnar, er þekktur fyrir að skrifa langan og ítarlegan texta svo það kemur ekki óvart þegar forsetinn á í hlut.Kaflar um samskipti forsetans og Davíðs Oddssonar eru sérlega áhugaverðir.Fjallað er ítarlega um Davíð og Fréttablaðið,Baugsmálið og fjölmiðlamálið: Eftir að ríkislögreglustjóri hafði gert innrás í aðalstöðvar Baugs og tekið bókhald fyrirtækisins  sagði Davíð við ýmsa og þar á meðal forsetann,að forsprakkar Baugs yrðu komnir í tugthúsið  " næsta haust". Davíð trúði því ekki,að forsetinn mundi  neita að staðfesta fjölmiðlalögin og því var það,að þegar forsetinn hringdi  til Davíðs til  þess að tjá  honum tíðindin  þá varð hann orðlaus.

Ég er enn að lesa bókin en mun fjalla nánar um bókina hér síðar.

 

Björgvin Guðmundsson


Gjaldtaka í sjúkrahúsum er slæmt skref

Fólk víðs vegar að úr heiminum, sem alltaf hefur langað að koma til Íslands en ekki haft efni á því sér nú fram á möguleikann á að láta þann draum sinn rætast, samkvæmt því sem fram kemur í grein í bandaríska blaðinu The Washinton Post.

Greinin ber fyrirsögnina: Ísland á hálfvirði fyrir þá sem leita tilboða. Þar segir að landið sé nú kallað Halfpriceland eftir að hrun bankanna og gengisfall krónunnar gerðu það að verkum að verðlag hér á landi, sem hafi verið stjarnfræðilegt, varð jarðbundið. Þá segir að erlendir ferðamenn séu þegar farnir að koma í helgarferðir til Reykjavíkur, sem áður hafi verið svo dýr að New York og London hafi virst sanngjarnar í samanburðinum.

Haft er eftir forsvarsmönnum Icelandair að bókun á ferðum til Íslands hafi fjölgað um 90% frá síðasta ári á tímabilinu desember til mars og þar af hafi bókunum frá Bretlandi fjölgað um 48%. Þetta sé sérlega athyglisvert í ljósi þess að um sé að ræða þann tíma sem fram til þessa hafi verið minnsti ferðamannatíminn á Íslandi. Þá segir að sú breyting hafi orðið á að ferðamenn komi nú fremur til Íslands til að versla en upplifa náttúruna.

Haft er eftir Ingólfi Haraldssyni hótelstjóra á Hilton Reykjavik Nordica Hotel, að  nokkuð sé um að gestir, sérstaklega frá Bretlandi, hringi áður en þeir komi, og panti tíma í skartgripaverslun hótelsins, þar sem seldir séu sérhannaðir skartgripir. Slíkt hafi hann aldrei upplifað fyrr.  

„Ég hefði að öllu jöfnu komið þegar ég væri orðinn eldri og ætti meiri peninga en nú er það svo ódýrt,” segir ferðamaðurinn Andonis Marden, sem er 19 ára nemandi við Boston Northeastern Universityí Bandaríkjunum. Marden greip tækifærið er sá tilboð á netinu á ferðum til Íslands um bandarísku þakkargjörðarhelgina.(mbl.is)

Ég er algerlega andvígur gjaldtöku í sjúkrahúsum.Það er margbúið að lýsa því yfir,að sjúkrahúsvist eigi að vera ókeypis

 og við það á að standa.Þetta er sáralitil upphæð í ríkiskassann en mikið fyrir fátæka að greiða,þ..e. 4000 kr. Það þarf að afnema þessa gjaldtöku.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan er ekki komin

Kaupmenn segja,að jólaverslunin hafi verið svipuð og í fyrra,ef til vill örlítið minni.Það bendir til þess,að kreppan sé ekki komin enn.Auk þess hefur fólk lagt kapp á að  halda jól með svipuðu sniði og áður. Það vill segja,að fólk hefur dregið fram sparifé sitt,ef það hefur verið til,þar eð kaupmenn segja,að meira hafi verið greitt með reiðufé en áður og  síðan hafa aðrir greitt með greiðslukortum  og treysta á guð og lukkuna á nýju ári. Auðvitað er gott ef unnt er að gleðja börnin um jólin.Jólin eru hátíð barnanna.En ekki er nauðsynlegt að gefa  dýrar gjafir til þess að ná því markmiði og vel mætti draga úr því að gefa dýrar gjafir á  jólum. Hjá mörgum var gjafafarganið komið út í öfgar. Þær uppsagnir starfsmanna,sem áttu sér stað í desember og nóvember eru ekki allar komnar til framkvæmda,Margir eru enn að vinna á uppsagnarfresti. Þær koma til framkvæmda eftir áramót og þá dynja yfir miklar nýjar uppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja. Þá kemur kreppan.

 

Björgvin Guðmundsson


Ódýrt fyrir erlenda ferðamenn að koma til Íslands

Fólk víðs vegar að úr heiminum, sem alltaf hefur langað að koma til Íslands en ekki haft efni á því sér nú fram á möguleikann á að láta þann draum sinn rætast, samkvæmt því sem fram kemur í grein í bandaríska blaðinu The Washinton Post.

Greinin ber fyrirsögnina: Ísland á hálfvirði fyrir þá sem leita tilboða. Þar segir að landið sé nú kallað Halfpriceland eftir að hrun bankanna og gengisfall krónunnar gerðu það að verkum að verðlag hér á landi, sem hafi verið stjarnfræðilegt, varð jarðbundið. Þá segir að erlendir ferðamenn séu þegar farnir að koma í helgarferðir til Reykjavíkur, sem áður hafi verið svo dýr að New York og London hafi virst sanngjarnar í samanburðinum.

Haft er eftir forsvarsmönnum Icelandair að bókun á ferðum til Íslands hafi fjölgað um 90% frá síðasta ári á tímabilinu desember til mars og þar af hafi bókunum frá Bretlandi fjölgað um 48%. Þetta sé sérlega athyglisvert í ljósi þess að um sé að ræða þann tíma sem fram til þessa hafi verið minnsti ferðamannatíminn á Íslandi. Þá segir að sú breyting hafi orðið á að ferðamenn komi nú fremur til Íslands til að versla en upplifa náttúruna.

Haft er eftir Ingólfi Haraldssyni hótelstjóra á Hilton Reykjavik Nordica Hotel, að  nokkuð sé um að gestir, sérstaklega frá Bretlandi, hringi áður en þeir komi, og panti tíma í skartgripaverslun hótelsins, þar sem seldir séu sérhannaðir skartgripir. Slíkt hafi hann aldrei upplifað fyrr.  

„Ég hefði að öllu jöfnu komið þegar ég væri orðinn eldri og ætti meiri peninga en nú er það svo ódýrt,” segir ferðamaðurinn Andonis Marden, sem er 19 ára nemandi við Boston Northeastern Universityí Bandaríkjunum. Marden greip tækifærið er sá tilboð á netinu á ferðum til Íslands um bandarísku þakkargjörðarhelgina.(mbl.is)

Þetta er gott fyrir íslenskan ferðamannaiðnað. Eins og ástatt er nú þarf að efla allar  atvinnugreinar og þar á meðal ferðaiðnaðinn. Fall krónunnar hefur  skaðað íslenska neytendur en um leið hjálpar það útflutningsiðnaði og ferðaiðnaði.

 

Björgvin Guðmundssoin

Fara til baka 


mbl.is Ísland á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupmáttur eins og fyrir 4 árum

Kaupmáttur launa er núna svipaður og hann var í árslok 2004. Kaupmátturinn hefur lækkað mikið undanfarna mánuði. Ástæðan er fyrst og fremst mikil verðbólga, en hún mælist nú 18%.

Sé miðað við 12 mánaða breytingu jókst kaupmáttur stöðugt frá maí 2000 til febrúar á þessu ári. Í janúar sl. var vísitala kaupmáttar komin upp í 120,2 stig. Síðan hefur vísitalan lækkað og í nóvember tók hún stökk niður á við og fór í 109,9 stig. Svo lágt hefur vísitalan ekki farið síðan í desember 2004.

Flest bendir til að kaupmáttur eigi eftir að lækka enn frekar á næsta ári. Verðbólga er enn mikil, en laun standa í stað eða lækka. (mbl.is)

Það er fyrst og fremst vegna mikillar verðbólgu,sem kaupomátturinn hefur fallið. Hann var byrjaður að falla mikið áður en bankahrunið varð. Gengið byrjaði að hrapa í mars og hefur gert það allt árið og er enn.Það er tvennt sem er lífsnauðsaynlegt nú,það er að lækka verðbólguna og minnka atvinnuleysið. Að þessu verður að vinna af krafti.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Svipaður kaupmáttur og í árslok 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband