Laugardagur, 27. desember 2008
Ríkislögreglustjóri skoðar grunsamlegar millifærslur gamla Kaupþings til útlanda
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skoðar nú millifærslur upp á samtals hundrað milljarða króna frá Kaupþingi á Íslandi inn á erlenda bankareikninga. Grunur leikur á að stjórnendur bankans hafi fært vildarviðskiptavinum stórar fjárhæðir á silfurfati.
Samkvæmt heimildum fréttastofu barst Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra ábending þess efnis fyrir um hálfum mánuði. Ábendingin var það vel ígrunduð að ástæða þótti til að skoða málið nánar. Um er að ræða margar millifærslur upp á samtal hundrað milljarða frá Kaupþingi hér á landi til annnarra landa, aðallega Lúxemborgar.
Í ábendingunni kemur fram að tildrög þessara millifærslna séu samningar sem gerðir voru við stærstu viðskiptavini bankans. Í samningunum, sem voru að mestu gjaldeyrisskiptasamningar, hafi falist ákvæði sem voru til þess fallin að skila viðskiptavinunum töluverðum ávinningi.
Viðskiptavinirnir hafi því ekki getað annað en hagnast á samningunum. Efnahagsbrotadeild hefur beðið Fjármálaeftirlitið um nánari upplýsingar varðandi þessa samninga.
Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að þetta sé meðal annars ástæða þess að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hafi lagt ríka áherslu á að stjórnvöld í Lúxemborg veiti þeim sem hafa með rannsókn á falli íslensku bankanna að gera nauðsynlegan aðgang að gögnum í dótturfélögum íslensku bankanna. Björgvin sagði í fréttum okkar í síðustu viku að verði Kaupþing í Lúxemborg seldur muni verða sérstakt ákvæði í samningnum um að aðgengi íslenskra stjórnvalda að upplýsingum í bankanum verði óskert frá því sem nú er.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um einstök mál sem eru til skoðunar. Ekki náðist í Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann bankans. (visir.is)
Nauðsynlegt er að rannsaka þetta mál alveg ofan í kjölinn. Spurning er hvort gamla Kaupþing hefur skotið 100 milljorðum króna undan.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 27. desember 2008
Kjarasamningar eru í uppnámi
Alþýðusambandið er óánægt með ríkisstjórnina í kjaramálum. Telur hún stjórnina sýna lítinn áhuga á því að stuðla að endurskoðun kjarasamninga.Meðal þess sem miðstjórnin ályktaði um 17.des. var að draga verði úr niðurskurði vegna elli- og örorkulífeyris, að skattkerfið verði nýtt til tekjujöfnunar, að sett verði lög um greiðsluaðlögun og að stofnaður verði Bjargráðasjóður heimilanna. Þá verði settur upp starfshópur með fulltrúum byggingarmanna til að forgangsraða mannaflsfrekum framkvæmdum. Þess er krafist að ráðherrar og þingmenn njóti sömu lífeyrisréttinda og aðrir opinberir starfsmenn.Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands
segir langt frá því að kröfum ASÍ hafi verið mætt. "Við vonuðumst til að ákveðnir þættir litu dagsins ljós í fjárlagafrumvarpinu en svo var ekki. Stjórnvöld verða að sýna að þau hafi áhuga á þessu, en sá áhugi hefur ekki birst með ákveðnum hætti. Hann hefur verið meira í orði en á borði.
Aðspurður hvort eiga megi von á vinnudeilum segir Gylfi of snemmt að segja til um það. En ljóst er,að ef ríkisstjórnin sýnir engan áhuga á kjaramálunum geta þau mál hæglega fellt stjórnina.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. desember 2008
Samfylkingin hefur umboð
Í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir þingkosningar 2007 sagði svo um Evrópumál:
- Að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefji aðildarviðræður.
- Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið.
- Að niðurstöður samninga verði bornar undir þjóðaratkvæði.
Samkvæmt þessu er það misskilningur hjá Ármanni Kr. Ólafssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins,að Samfylkingin hafi ekki umboð til þess að sækja um aðild að ESB.Samfylkingin hefur umboð en vill að víðtæk samstaða náist um samningsmarkmið. Ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir aðildarviðræður við ESB mundu stjórnarflokkarnir vinna sameiginlega að samningsmarkmiðum.Að aðildarviðræðum loknum mundi niðurstaða þeirra verða lögð undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það hefur engin flokkur eins skýrt umboð til samningaviðræðna við ESB og Samfylkingin. Það var samþykkt í póstkoningu meðal allra flokksmanna að sækja um aðild að ESB.
Eitt aðalatriði samningsmarkmiða er að þjóðin haldi fullum yfirráðum yfir náttúruauðlindum sínum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. desember 2008
21.434 útlendingar hér á landi
Þann 1. desember voru 21.434 erlendir ríkisborgarar skráðir hér á landi. Þeim fjölgaði um 2.871 á árinu. Mikil fjölgun var framan af ári en undir lok þess fækkaði erlendum ríkisborgurum. Útlendingar eru nú 6,8% landsmanna, en þetta hlutfall var 3,6% fyrir þremur árum.
Langflestir erlendir ríkisborgarar koma frá Póllandi eða 8.488. Næstfjölmennastir eru Litháar, en þeir eru 1.322. 984 Þjóðverjar voru skráðir hér á landi 1. des. s. og 966 Danir.
Í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands segir að framan af árinu hafi mánaðarlegur fjöldi aðfluttra einstaklinga verið fleiri en nokkurt annað ár. Þetta eigi þó fyrst og fremst við um karla. Frá febrúar til maí á þessu ári fluttust mánaðarlega um 600 fleiri karlar en konur til landsins. Talsvert dró úr flutningum til landsins um mitt árið og í júlí, ágúst og í nóvember fluttust fleiri karlar frá landinu en til þess. Brottflutningurinn var mestur í nóvember en þann mánuð voru brottfluttir karlar 645 fleiri en aðfluttir.(mbl.is)
Af útlendingunum ery 8.488 Pólverjar.Framan af ári komu mjög margir útlendingar en undir lok ársins fóru margir þeirra úr landi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Útlendingar 6,8% landsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |