Föstudagur, 5. desember 2008
Novator: Einhliða upptaka evru tæki 4 vikur og kostaði 80 milljarða
Kostnaður við einhliða upptöku evru yrði 80 milljarðar króna, sem færi til að skipta út grunninnistæðum. Einhliða upptaka evru tekur að hámarki fjórar vikur. Umsóknarferli fyrir fullgilda aðild að ESB tæki aldrei skemmri tíma en fjögur ár að viðbættum þriggja ára aðlögunartíma þar sem Maasticht-skilyrðin þurfa að nást. Þetta er mat Heiðars Más Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Novator.
Landssamband íslenskra útvegsmanna birtir á heimasíðu sinni stutta samantekt Heiðars Más um samanburð á helstu þáttum einhliða upptöku evru og upptöku með inngöngu í ESB/EMU.(mbl.is)
Heiðar Már hefur áður greint frá athugunum sínum
á á einhliða upptöku evru.Eins og hann lýsir þessu er þetta sáraeinfalt.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
![]() |
Einhliða upptaka evru tæki 4 vikur og kostaði 80 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5. desember 2008
Össur:Davíð hótar ríkisstjórninni og reynir að sundra sínum gamla flokki
Össur Skarphéðinsson segir Davíð Oddsson hóta ríkisstjórninni, stunda blekkingaleik í Seðlabankanum og róa að því öllum árum að sundra sínum gamla flokki. Hann sakni greinilega þess að deila og drottna og ætti bara að snúa aftur í pólitíkina.
Davíð Oddsson hefur ítrekað fullyrt að hann hafi varað ráðherra ríkisstjórnarinnar við því að bankarnir væru í fallhættu. Í júní segist hann nú hafa sagt að það væru núll prósent líkur á því að bankarnir lifðu þetta af. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa neitað því að hafa fengið slíka viðvörun.
Össur Skarphéðinsson segir seðlabankastjórann aldrei hafa rætt um bankana við sig. Þvert á móti hafi hann gefið út opinbert heilbrigðisvottorð fyrir bankana í maí. Geir H. Haarde segir hinsvegar seðlabankastjórann vitna í símtal sem hann muni ekki sjálfur eftir.
En hversu líklegt er að forsætisráðherra sem fengi símtal frá Seðlabankastjóranum um að núll prósent líkur væru á því að bankarnir lifðu af myndi gleyma því? Geir svarar því þannig að þau séu orðin svo mörg símtölin og hann hafi ekki skrifað allt hjá sér sem komið hafi fram í þeim símtölum.(mbl.is)
Ummæli Össurar um Davíð og Seðlabankann og ummæli Björgvins viðskiptaráðherra á alþingi í gær um Davíð, leiða ljós,að mikil togstreyta er á milli ríkisstjórnar og Seðlabankans.Það er ljóst,að þessir aðilar eiga erfitt með að vinna saman og þannig getur þetta ekki gengið áfram.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
![]() |
Eitthvað rotið í Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. desember 2008
IMF:Átti Ísland ekki að láta kúga sig?
Fjölmiðlar hafa birt háar tölur um fjármögnunarþörf íslenska ríkisins á næstu árum vegna lántöku hjá IMF og vegna skuldbindinga,sem ríkið hefur tekið á sig vegna Icesave reikninga.Mbl. hefur birt ítarleg yfirlit yfir þennan kostnað.Þetta eru óhuggulega háar tölur.Þegar þessir útreikningar blasa við renna á mann tvær grímur um það hvort rétt hafi verið að taka lán hjá IMF.Menn spyrja: Var önnur leið? Já,það var önnur leið.Ísland gat sleppt láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tekið lán hjá vinveittum þjóðum eins og Norðmönnum,Pólverjum,Rússum,Færeyingum og ef til vill Japan og Kanada. Ef það hefði legið fyrir,að Ísland ætlaði ekki að taka lán hjá IMF þá hefðu þessar þjóðir lánað okkur.Þá hefði ekki þurft að bíða eftir IMF. En auk þess hafa sumir hagfræðingar bent á,að ekki var nauðsynlegt fyrir okkur að taka neitt lán.Við erum að taka lán til þess að endurreisa krónuna,til þess að koma á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum á ný.Ef við hefðum kastað krónunni og tekið upp evru einhliða þá hefðum við ekki þurft neitt lán. Það hefði tekið 2-3 mánuði.En auk þess hefði Ísland ekki þurft neitt lán þó krónunni hefði verið haldið, ef við hefðum um hríð rekið haftabúskap og ekki tekið upp frjáls gjaldeyrisviðskipti strax.Haftabúskapur hefur að vísu verið tekinn upp en lán var samt tekið!Ef við hefðum sleppt láninu hjá IMF,þ.e. ekki látið kúga okkur, þá hefðum við ekki borgað meira vegna Icesave reikninganna en sem svaraði eignum bankanna og því,sem var í tryggingasjóðum bankanna.Auðvitað átti íslenska þjóðin ekki að borga stórar upphæðir vegna einkabanka,sem fóru óvarlega. Við áttum ekki að láta kúga okkur til þess að gera það.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 5. desember 2008
Innistæður í bönkum hér ekki í hættu
Matsfyrirtækið Moodys hefur lækkað lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs fyrir erlendar og innlendar skulbindingar niður um fjóra flokka. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir þetta endurspegla hve skuldsett íslenska ríkið sé. Ástæðulaust sé þó að óttast um innstæður í bönkum landsins.(ruv.is)
Fjölmiðlar gera mjög mikið úr lækkun lánshæfiseinkunnar ríkisins og matreiða fréttina þannig,að ætla mætti að spariinnistæðir landsmanna væru í hættu. Gylfi Magnússon dósent segir,að svo sé ekki.Mér finnst stundum,að fjölmiðar geri meira úr vandanum en ástæða er til. Þessi erlendu matsfyrirtæki eru ekki óskeikul. Þau birtu hvað eftir annað mjög jákvæðar einkunnir um bankana áður en þeir féllu og það reyndist ekkert að marka þessar einkunnir. Ríkið hefur lýst því yfir,að það ábyrgist innistæður sparifjár i ísl. bönkum og við verðum að treysta því.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 5. desember 2008
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill breytingar á ríkisstjórn og Seðlabanka og FME.
.
Jón segir forystumenn ríkisstjórnarinnar eigi nú að gera þær breytingar á ríkisstjórninni og embættismannakerfinu sem þeir telja að eigi að gera. Hann segir þetta geta átt við Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið og klárlega um ráðherra ríkisstjónarinnar.(eyjan.is)
Þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sem sagt ekki að skafa utan af hlutunum.Hann vill breytingar á yfirstjórn Seðlabanka og FME og hann vill breytingar á ríkisstjórninni.
Björgvin Guðmundsson